„Snúast að mestu leyti um að bera virðingu fyrir lífinu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. október 2020 15:31 Ásgeir Kolbeinsson er mikill sérfræðingur um kvikmyndir. Athafnamaðurinn og sjónvarpsmaðurinn, Ásgeir Kolbeinsson, hefur gert ýmislegt í gegnum tíðina en hann er ef til vill þekktastur fyrir kvikmyndaþáttinn Sjáðu sem hefur verið í sýningu á Stöð 2 undanfarin ár. Ásgeir mætti í hlaðvarpið Bíóblaður og ræddi við Hafstein Sæmundsson um kvikmyndir í þrjár klukkustundir. Sennilega ekki margir sem horfa á fleiri kvikmyndir á ári en Ásgeir Kolbeins. Ásgeir er mikill kvikmyndaáhugamaður og er með sterkar skoðanir á öllu sem snýr að kvikmyndagerð og kvikmyndum. Saman ræddu þeir um heilan helling í þættinum en meðal annars ræða þeir hversu mikið þeir sakna þess að fara á stórmyndir í bíó en flestöllum stórmyndum hefur verið frestað vegna COVID-19. „Ég er mjög mikið fyrir það að fara í bíó. Þetta er eins og þú segir, fólk er alltaf að tala um bíó og hvort það muni lifa af COVID eða hvort Netflix muni bara taka yfir,“ segir Ásgeir og heldur áfram. „Ég verð alltaf pirraður þegar fólk talar svona af því að það er ekkert það sama að horfa á mynd í bíó eða í tölvunni eða símanum. Þú kemst upp með að horfa á hlaðvörp í hvaða tæki sem er en þegar þú ert kominn með hljóð sem þarf að vera 7.1 Dolby Atmos og hvaðeina, vilt góð myndgæði og svo má ekki gleyma félagslega þættinum, þá er skemmtilegra að fara í bíó.“ Einnig kom til tals hjá þeim hryllingsmyndin Saw og hvernig hún kom skemmtilega á óvart þrátt fyrir að vera sérlega ógeðsleg. „Talandi um Saw, það er geggjað concept. Alveg ógeðslegar myndir en af því að við vorum að tala um persónusköpun, þar ertu með góða tengingu í liðið. Þessi er fáviti og þér er alveg sama þó hann drepist. Þú ert með rosa mikla tengingu þar en á sama tíma ertu að ná að búa til skemmtilegt plott. Þessar myndir snúast að mestu leyti um að bera virðingu fyrir lífinu. Þær fá mann alveg til að hugsa.” Í þættinum ræða þeir einnig hvernig leikstjórinn Christopher Nolan er í hálfgerðri guðatölu hjá Ásgeiri, hvernig Ásgeiri fannst Tenet, hvernig barátta hjá minnihlutahópum í Hollywood hefur gengið, hversu mikilvægt það er að vera með gott hljóð þegar þú horfir á góða bíómynd, hvernig leiklistin hefur þróast í gegnum árin og fleira. Bíó og sjónvarp Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Athafnamaðurinn og sjónvarpsmaðurinn, Ásgeir Kolbeinsson, hefur gert ýmislegt í gegnum tíðina en hann er ef til vill þekktastur fyrir kvikmyndaþáttinn Sjáðu sem hefur verið í sýningu á Stöð 2 undanfarin ár. Ásgeir mætti í hlaðvarpið Bíóblaður og ræddi við Hafstein Sæmundsson um kvikmyndir í þrjár klukkustundir. Sennilega ekki margir sem horfa á fleiri kvikmyndir á ári en Ásgeir Kolbeins. Ásgeir er mikill kvikmyndaáhugamaður og er með sterkar skoðanir á öllu sem snýr að kvikmyndagerð og kvikmyndum. Saman ræddu þeir um heilan helling í þættinum en meðal annars ræða þeir hversu mikið þeir sakna þess að fara á stórmyndir í bíó en flestöllum stórmyndum hefur verið frestað vegna COVID-19. „Ég er mjög mikið fyrir það að fara í bíó. Þetta er eins og þú segir, fólk er alltaf að tala um bíó og hvort það muni lifa af COVID eða hvort Netflix muni bara taka yfir,“ segir Ásgeir og heldur áfram. „Ég verð alltaf pirraður þegar fólk talar svona af því að það er ekkert það sama að horfa á mynd í bíó eða í tölvunni eða símanum. Þú kemst upp með að horfa á hlaðvörp í hvaða tæki sem er en þegar þú ert kominn með hljóð sem þarf að vera 7.1 Dolby Atmos og hvaðeina, vilt góð myndgæði og svo má ekki gleyma félagslega þættinum, þá er skemmtilegra að fara í bíó.“ Einnig kom til tals hjá þeim hryllingsmyndin Saw og hvernig hún kom skemmtilega á óvart þrátt fyrir að vera sérlega ógeðsleg. „Talandi um Saw, það er geggjað concept. Alveg ógeðslegar myndir en af því að við vorum að tala um persónusköpun, þar ertu með góða tengingu í liðið. Þessi er fáviti og þér er alveg sama þó hann drepist. Þú ert með rosa mikla tengingu þar en á sama tíma ertu að ná að búa til skemmtilegt plott. Þessar myndir snúast að mestu leyti um að bera virðingu fyrir lífinu. Þær fá mann alveg til að hugsa.” Í þættinum ræða þeir einnig hvernig leikstjórinn Christopher Nolan er í hálfgerðri guðatölu hjá Ásgeiri, hvernig Ásgeiri fannst Tenet, hvernig barátta hjá minnihlutahópum í Hollywood hefur gengið, hversu mikilvægt það er að vera með gott hljóð þegar þú horfir á góða bíómynd, hvernig leiklistin hefur þróast í gegnum árin og fleira.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira