Ekki rannsakað með fullnægjandi hætti hvort sleðahundahald teljist til landbúnaðar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. október 2020 23:32 Jörðin þar sem félagið hugðist stofna lögbýli er skilgreind sem landbúnaðarsvæði og sneri ágreiningurinn meðal annars að því hvort hundahald fyrir hundasleðaferðir gæti talist til landbúnaðar. Getty Umboðsmaður Alþingis hefur beint því til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að taka til meðferðar að nýju mál félags, sem er með rekstur og dýrahald fyrir hundasleðaferðir, en var synjað um heimild til stofnun lögbýlis. Umboðsmaður telur ákvörðun ráðuneytisins um að synja félaginu um heimild til stofnun lögbýlis ekki byggða á fullnægjandi lagagrundvelli, meðal annars þar sem ráðuneytið hafi ekki lagt fullnægjandi mat á það hvort starfsemi félagsins teldist til landbúnaðar. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns sem birt var á vef embættisins í dag. Á málið reyndi þegar félagið kvartaði yfir synjun ráðuneytisins með vísan til neikvæðrar umsagnar sveitarstjórnar í því sveitarfélagi sem um ræðir. Jörðin þar sem félagið hugðist stofna lögbýli er skilgreind sem landbúnaðarsvæði og sneri ágreiningurinn meðal annars að því hvort hundahald fyrir hundasleðaferðir gæti talist til landbúnaðar. Umboðsmaður bendir í úrskurði sínum á að ráðherra sé ekki bundinn af umsögn sveitarstjórnar heldur beri ráðherra að leggja sjálfstætt mat á málsatvik og upplýsa það með fullnægjandi hætti. Afstaða ráðuneytisins um að umrædd starfsemi geti ekki talist til landbúnaðar byggði á því að hundar félagsins væru ekki búfé. Umboðsmaður bendir hins vegar í úrskurði sínum á að hugtakið búfé sé ekki skilgreint í þeim heimildum sem helst reyni á. Merking hugtaksins sé matskennd. Taldi umboðsmaður að ráðuneytið hefði ekki lagt fullnægjandi mat á það hvort áformuð starfsemi félagsins gæti talist sem landbúnaður og þar með hvort félagið hygðist halda búfé. Málið hafi ekki verið upplýst nægilega vel til að meta áhrif starfseminnar á búrekstur nærliggjandi jarða. Þannig hafi ráðuneytið til að mynda ekki kannað hvort áhyggjur annarra landeigenda af fyrirhugaðri starfsemi væru á rökum reistar. Hefur umboðsmaður því beint því til ráðuneytisins að taka málið til meðferðar að nýju Landbúnaður Umboðsmaður Alþingis Ferðamennska á Íslandi Dýr Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis hefur beint því til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að taka til meðferðar að nýju mál félags, sem er með rekstur og dýrahald fyrir hundasleðaferðir, en var synjað um heimild til stofnun lögbýlis. Umboðsmaður telur ákvörðun ráðuneytisins um að synja félaginu um heimild til stofnun lögbýlis ekki byggða á fullnægjandi lagagrundvelli, meðal annars þar sem ráðuneytið hafi ekki lagt fullnægjandi mat á það hvort starfsemi félagsins teldist til landbúnaðar. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns sem birt var á vef embættisins í dag. Á málið reyndi þegar félagið kvartaði yfir synjun ráðuneytisins með vísan til neikvæðrar umsagnar sveitarstjórnar í því sveitarfélagi sem um ræðir. Jörðin þar sem félagið hugðist stofna lögbýli er skilgreind sem landbúnaðarsvæði og sneri ágreiningurinn meðal annars að því hvort hundahald fyrir hundasleðaferðir gæti talist til landbúnaðar. Umboðsmaður bendir í úrskurði sínum á að ráðherra sé ekki bundinn af umsögn sveitarstjórnar heldur beri ráðherra að leggja sjálfstætt mat á málsatvik og upplýsa það með fullnægjandi hætti. Afstaða ráðuneytisins um að umrædd starfsemi geti ekki talist til landbúnaðar byggði á því að hundar félagsins væru ekki búfé. Umboðsmaður bendir hins vegar í úrskurði sínum á að hugtakið búfé sé ekki skilgreint í þeim heimildum sem helst reyni á. Merking hugtaksins sé matskennd. Taldi umboðsmaður að ráðuneytið hefði ekki lagt fullnægjandi mat á það hvort áformuð starfsemi félagsins gæti talist sem landbúnaður og þar með hvort félagið hygðist halda búfé. Málið hafi ekki verið upplýst nægilega vel til að meta áhrif starfseminnar á búrekstur nærliggjandi jarða. Þannig hafi ráðuneytið til að mynda ekki kannað hvort áhyggjur annarra landeigenda af fyrirhugaðri starfsemi væru á rökum reistar. Hefur umboðsmaður því beint því til ráðuneytisins að taka málið til meðferðar að nýju
Landbúnaður Umboðsmaður Alþingis Ferðamennska á Íslandi Dýr Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira