Ráðgjafar sameinast undir merkjum Stratagem Rakel Sveinsdóttir skrifar 29. október 2020 06:56 Fv.: Ása Karin Hólm Bjarnadóttir, Þórður Sverrison og Sigurjón Þórðarson. Vísir/Aðsent Þrír fyrrum starfsmenn Capacent hafa sameinast undir merkjum ráðgjafafyrirtækisins Stratagem, en félagið var stofnað nýverið. Eigendur eru Ása Karin Bjarnadóttir, Sigurjón Þórðarson og Þórður Sverrison. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að nafnið Stratagem þýði herkænska í baráttu eða skapandi leðir til að ná markmiðum og árangri. Framkvæmdastjóri er Þórður Sverrison. Þórður er með meistarapróf frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn, CBS. Þórður hefur starfað við ráðgjöf á sviði stefnumótunar, skipulags og stjórnunar, markaðsmála og þjónustu í 25 ár. Þá hefur hann verið aðjúnkt í Háskóla Íslands um árabil. Þórður gaf út bókina Forskot fyrir nokkrum árum síðan, en hún er fyrsta bókin á íslensku sem fjallar um lykilviðfangsefni í stjórnun fyrirtækja, stefnumótun og framtíðarsýn, skipulag og margvísleg viðfangsefni í markaðsstarfi. Ása Karin er með meistarapróf frá Odense Universitet. Ása hefur veitt fjölbreyttum hópi viðskiptavina ráðgjöf á sviði stefnumótunar, skipulags- og mannauðsmála. Í gegnum ráðgjafaferilinn hefur hún komið að ýmis konar breytingum hjá fyrirtækjum og stofnunum, ekki síst þeim sem snúið hafa að stjórnendaþjálfun og öðrum mannauðsmálum. Ása Karin er vottaður markþjálfi og hefur komið töluvert að þjálfun og kennslu. Sigurjón er MBA frá HR, MA dipl í jákvæðri sálfræði frá EÍ og hefur frá árinu 2005 starfað sem ráðgjafi á sviði liðsheildar, stjórnunar, stefnumótunar og umbóta. Sigurjón hefur unnið með fjölda starfsfólks og stjórnenda við að gera starfsumhverfi og vinnustaði þeirra betri og undanfarið unnið að greiningu um velsæld fyrirtækja og breytingum í kjölfar þess. Sigurjón er menntaður framhaldsskólakennari auk þess að vera matreiðslumeistari með meira en 20 ára reynslu í veitinga og ferðaþjónustu. „Reynsla okkar og praktísk nálgun við lausn viðfangsefna, er að okkar mati mikilvæg, ekki síst á erfiðum tímum í atvinnulífinu í dag. Okkar styrkur liggur ekki síst í að hjálpa stjórnendum við að fókusera á það skiptir mestu máli í dag. Skerpa á stefnu og framtíðarsýn, skerpa á skipulagi og stjórnun, og efla liðsheild og öfluga menningu fyrirtækja,“ er haft eftir Þórði í fréttatilkynningu. Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Þrír fyrrum starfsmenn Capacent hafa sameinast undir merkjum ráðgjafafyrirtækisins Stratagem, en félagið var stofnað nýverið. Eigendur eru Ása Karin Bjarnadóttir, Sigurjón Þórðarson og Þórður Sverrison. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að nafnið Stratagem þýði herkænska í baráttu eða skapandi leðir til að ná markmiðum og árangri. Framkvæmdastjóri er Þórður Sverrison. Þórður er með meistarapróf frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn, CBS. Þórður hefur starfað við ráðgjöf á sviði stefnumótunar, skipulags og stjórnunar, markaðsmála og þjónustu í 25 ár. Þá hefur hann verið aðjúnkt í Háskóla Íslands um árabil. Þórður gaf út bókina Forskot fyrir nokkrum árum síðan, en hún er fyrsta bókin á íslensku sem fjallar um lykilviðfangsefni í stjórnun fyrirtækja, stefnumótun og framtíðarsýn, skipulag og margvísleg viðfangsefni í markaðsstarfi. Ása Karin er með meistarapróf frá Odense Universitet. Ása hefur veitt fjölbreyttum hópi viðskiptavina ráðgjöf á sviði stefnumótunar, skipulags- og mannauðsmála. Í gegnum ráðgjafaferilinn hefur hún komið að ýmis konar breytingum hjá fyrirtækjum og stofnunum, ekki síst þeim sem snúið hafa að stjórnendaþjálfun og öðrum mannauðsmálum. Ása Karin er vottaður markþjálfi og hefur komið töluvert að þjálfun og kennslu. Sigurjón er MBA frá HR, MA dipl í jákvæðri sálfræði frá EÍ og hefur frá árinu 2005 starfað sem ráðgjafi á sviði liðsheildar, stjórnunar, stefnumótunar og umbóta. Sigurjón hefur unnið með fjölda starfsfólks og stjórnenda við að gera starfsumhverfi og vinnustaði þeirra betri og undanfarið unnið að greiningu um velsæld fyrirtækja og breytingum í kjölfar þess. Sigurjón er menntaður framhaldsskólakennari auk þess að vera matreiðslumeistari með meira en 20 ára reynslu í veitinga og ferðaþjónustu. „Reynsla okkar og praktísk nálgun við lausn viðfangsefna, er að okkar mati mikilvæg, ekki síst á erfiðum tímum í atvinnulífinu í dag. Okkar styrkur liggur ekki síst í að hjálpa stjórnendum við að fókusera á það skiptir mestu máli í dag. Skerpa á stefnu og framtíðarsýn, skerpa á skipulagi og stjórnun, og efla liðsheild og öfluga menningu fyrirtækja,“ er haft eftir Þórði í fréttatilkynningu.
Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira