Sara óskaði Tiu til hamingju með yfirburðasigur: Við hinar eigum mikið verk framundan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2020 08:31 Sara Sigmundsdóttir er á fullu í námi með æfingunum en Tia-Clair Toomey er til hægri að fagna heimsmeistaratitli sínum. Instagram/@sarasigmunds og @crossfitgames Íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir missti af tækifærinu á að keppa um heimsmeistaratitilinn við Tiu-Clair Toomey en íslenska CrossFit stjarnan fylgdist samt með heimsleikunum um helgina. Tia-Clair Toomey var í algjörum sérflokki á nýloknum heimsleikum í CrossFit og vann þar fjórða heimsmeistaratitilinn sinn í röð. Sara Sigmundsdóttir var búin að eiga frábært tímabil áður en hún klaufskaðist við að meiða sig stuttu fyrir keppni í sumar. Hún náði aldrei að vinna sig almennilega út úr þeim vandamálum því hún glímdi við eftirmála meiðslanna fram á haust. Sara hafði unnið The Open og veitti líka Tiu-Clair Toomey mikla keppni á Rogue Invitational mótinu í júní. Frammistaða Söru á Rogue Invitational þar sem Suðurnesjamærin var „aðeins“ 75 stigum á eftir Toomey sýndi að hún var að nálgast áströlsku yfirburðarkonuna. Söru tókst hins vegar ekki að tryggja sig inn í ofurúrslitin í fyrri hlutanum og fékk því ekki tækifærið sem hún hafði stefnt á allt árið sem var að keppa við Tiu-Clair Toomey um heimsmeistaratitilinn í CrossFit. Sara Sigmundsdóttir horfði á heimsleikana því heima frá sér í Keflavík en hún óskaði þeim fimm stelpum sem kepptu til hamingju með frammistöðuna. „Hamingjuóskir til þeirra tíu sem börðust í gegnum allar greinarnar á heimsleikunum í Aromas. Þetta voru ómannúðlegar æfingar,“ skrifaði Sara Sigmundsdóttir á Instagram. „Þegar kemur að keppni stelpnanna þá sýndi þær allar flott tilþrif inn á milli en einu sinni sem oftar þá bauð Tia-Clair Toomey upp á ótrúlega yfirburði,“ skrifaði Sara. „Hamingjuóskir til Tíu með fjórða heimsmeistaratitilinn í röð. Við hinar eigum mikið verk framundan ef við ætlum að veita þér einhverja alvöru keppni á næsta tímabili,“ skrifaði Sara eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram Congratulations to all the 10 competitors who pushed through the @crossfitgames weekend in Aromas. The workouts were brutal As far as the girls go. Some really great moments and performances by all of them, but yet again it was an incredible display of pure dominance by @tiaclair1. Congratulations on the fourth FWOE title Tia, we surely have our work cut out for us if we are to give you any kind of run for the money next season by @therealdavidsoo A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) on Oct 26, 2020 at 3:28pm PDT CrossFit Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Sjá meira
Íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir missti af tækifærinu á að keppa um heimsmeistaratitilinn við Tiu-Clair Toomey en íslenska CrossFit stjarnan fylgdist samt með heimsleikunum um helgina. Tia-Clair Toomey var í algjörum sérflokki á nýloknum heimsleikum í CrossFit og vann þar fjórða heimsmeistaratitilinn sinn í röð. Sara Sigmundsdóttir var búin að eiga frábært tímabil áður en hún klaufskaðist við að meiða sig stuttu fyrir keppni í sumar. Hún náði aldrei að vinna sig almennilega út úr þeim vandamálum því hún glímdi við eftirmála meiðslanna fram á haust. Sara hafði unnið The Open og veitti líka Tiu-Clair Toomey mikla keppni á Rogue Invitational mótinu í júní. Frammistaða Söru á Rogue Invitational þar sem Suðurnesjamærin var „aðeins“ 75 stigum á eftir Toomey sýndi að hún var að nálgast áströlsku yfirburðarkonuna. Söru tókst hins vegar ekki að tryggja sig inn í ofurúrslitin í fyrri hlutanum og fékk því ekki tækifærið sem hún hafði stefnt á allt árið sem var að keppa við Tiu-Clair Toomey um heimsmeistaratitilinn í CrossFit. Sara Sigmundsdóttir horfði á heimsleikana því heima frá sér í Keflavík en hún óskaði þeim fimm stelpum sem kepptu til hamingju með frammistöðuna. „Hamingjuóskir til þeirra tíu sem börðust í gegnum allar greinarnar á heimsleikunum í Aromas. Þetta voru ómannúðlegar æfingar,“ skrifaði Sara Sigmundsdóttir á Instagram. „Þegar kemur að keppni stelpnanna þá sýndi þær allar flott tilþrif inn á milli en einu sinni sem oftar þá bauð Tia-Clair Toomey upp á ótrúlega yfirburði,“ skrifaði Sara. „Hamingjuóskir til Tíu með fjórða heimsmeistaratitilinn í röð. Við hinar eigum mikið verk framundan ef við ætlum að veita þér einhverja alvöru keppni á næsta tímabili,“ skrifaði Sara eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram Congratulations to all the 10 competitors who pushed through the @crossfitgames weekend in Aromas. The workouts were brutal As far as the girls go. Some really great moments and performances by all of them, but yet again it was an incredible display of pure dominance by @tiaclair1. Congratulations on the fourth FWOE title Tia, we surely have our work cut out for us if we are to give you any kind of run for the money next season by @therealdavidsoo A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) on Oct 26, 2020 at 3:28pm PDT
CrossFit Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Sjá meira