Telja að Arsenal vilji að Rúnar Alex þyngist Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. október 2020 21:01 Mögulega þarf Rúnar Alex að bæta á sig vöðvamassa áður en hann fær tækifæri í byrjunarliði Arsenal. James Williamson/Getty Images Talið er að forráðamenn Arsenal vilji að íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson þyngist áður en hann fái loksins tækifæri í byrjunarliðinu. Í síðasta hlaðvarpsþættinum Enski boltinn á Fótbolti.net var Arsenal til umræðu. Arsenal-stuðningsmennirnir Einar Guðnason, aðstoðarþjálfari Víkings í Pepsi Max deildinni, og Jón Kaldal, fyrrum ritstjóri Fréttatímans og Iceland Magazine, mættu til að ræða lið sitt á Englandi. Eðlilega barst talið að vistaskiptum Rúnars Alex til Lundúna en markvörðurinn knái hefur ekk enn leikið sinn fyrsta leik fyrir liðið eftir að hafa komið frá franska félaginu Dijon í sumar. Þeir félagar höfðu báðir heyrt sömu orðrómana. Það er að Arsenal vilji að Rúnar Alex þyngi sig áður en hann fái tækifæri með liðinu. „Mér skilst að þeir vilji bæta sjö kílóum við hann,“ sagði Einar í þættinum og Jón tók undir. „Hef hert þetta líka. Að þeir vilji bæta sjö til átta kílóum af massa á hann.“ Hitti @EinarGudna og @maggimarí morgun til að spjalla um Arsenal og umferð helgarinnar í enska boltanum. https://t.co/jkt4EYeteE— Jón Kaldal (@jonkaldal) October 26, 2020 Frægt er orðið þegar spænski markvörðurinn David De Gea kom til Manchester United á sínum tíma. Var hann talinn of léttur til að byrja með og var hann settur á sérstakt mataræði til að gera hann betur í stakk búinn til að höndla þær líkamlegu kröfur sem enska úrvalsdeildin býður upp á. Arsenal mætir mætir Dundalk í Evrópueildinni á fimmtudaginn kemur og gæti verið að Rúnar Alex fái að spreyta sig þá. „Gæti trúað því að hann fái Dundalk heima eða Molde úti. Skil vel að hann hafi ekki fengið Rapid Vín leikinn, besta liðið í riðlinum á útivelli,“ sagði Einar einnig. Leikur Arsenal og Dundalk er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport klukkan 19.50 á fimmudaginn kemur. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ein marktilraun dugði Leicester til sigurs gegn Arsenal Lánlausir Arsenal menn lágu í valnum á heimavelli gegn Leicester. 25. október 2020 21:09 Hrósuðu Partey í hástert og líktu honum við Viera Ganverski miðjumaðurinn Thomas Partey þótti spila mjög vel í fyrsta leik sínum í byrjunarliði Arsenal. 23. október 2020 12:00 Varamennirnir komu Arsenal til bjargar og AZ skellti Napólí Arsenal byrjar Evrópudeildina vel en þeir unnu endurkomusigur gegn Rapíd Vín á útivelli í kvöld, 2-1. 22. október 2020 18:52 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira
Talið er að forráðamenn Arsenal vilji að íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson þyngist áður en hann fái loksins tækifæri í byrjunarliðinu. Í síðasta hlaðvarpsþættinum Enski boltinn á Fótbolti.net var Arsenal til umræðu. Arsenal-stuðningsmennirnir Einar Guðnason, aðstoðarþjálfari Víkings í Pepsi Max deildinni, og Jón Kaldal, fyrrum ritstjóri Fréttatímans og Iceland Magazine, mættu til að ræða lið sitt á Englandi. Eðlilega barst talið að vistaskiptum Rúnars Alex til Lundúna en markvörðurinn knái hefur ekk enn leikið sinn fyrsta leik fyrir liðið eftir að hafa komið frá franska félaginu Dijon í sumar. Þeir félagar höfðu báðir heyrt sömu orðrómana. Það er að Arsenal vilji að Rúnar Alex þyngi sig áður en hann fái tækifæri með liðinu. „Mér skilst að þeir vilji bæta sjö kílóum við hann,“ sagði Einar í þættinum og Jón tók undir. „Hef hert þetta líka. Að þeir vilji bæta sjö til átta kílóum af massa á hann.“ Hitti @EinarGudna og @maggimarí morgun til að spjalla um Arsenal og umferð helgarinnar í enska boltanum. https://t.co/jkt4EYeteE— Jón Kaldal (@jonkaldal) October 26, 2020 Frægt er orðið þegar spænski markvörðurinn David De Gea kom til Manchester United á sínum tíma. Var hann talinn of léttur til að byrja með og var hann settur á sérstakt mataræði til að gera hann betur í stakk búinn til að höndla þær líkamlegu kröfur sem enska úrvalsdeildin býður upp á. Arsenal mætir mætir Dundalk í Evrópueildinni á fimmtudaginn kemur og gæti verið að Rúnar Alex fái að spreyta sig þá. „Gæti trúað því að hann fái Dundalk heima eða Molde úti. Skil vel að hann hafi ekki fengið Rapid Vín leikinn, besta liðið í riðlinum á útivelli,“ sagði Einar einnig. Leikur Arsenal og Dundalk er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport klukkan 19.50 á fimmudaginn kemur.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ein marktilraun dugði Leicester til sigurs gegn Arsenal Lánlausir Arsenal menn lágu í valnum á heimavelli gegn Leicester. 25. október 2020 21:09 Hrósuðu Partey í hástert og líktu honum við Viera Ganverski miðjumaðurinn Thomas Partey þótti spila mjög vel í fyrsta leik sínum í byrjunarliði Arsenal. 23. október 2020 12:00 Varamennirnir komu Arsenal til bjargar og AZ skellti Napólí Arsenal byrjar Evrópudeildina vel en þeir unnu endurkomusigur gegn Rapíd Vín á útivelli í kvöld, 2-1. 22. október 2020 18:52 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira
Ein marktilraun dugði Leicester til sigurs gegn Arsenal Lánlausir Arsenal menn lágu í valnum á heimavelli gegn Leicester. 25. október 2020 21:09
Hrósuðu Partey í hástert og líktu honum við Viera Ganverski miðjumaðurinn Thomas Partey þótti spila mjög vel í fyrsta leik sínum í byrjunarliði Arsenal. 23. október 2020 12:00
Varamennirnir komu Arsenal til bjargar og AZ skellti Napólí Arsenal byrjar Evrópudeildina vel en þeir unnu endurkomusigur gegn Rapíd Vín á útivelli í kvöld, 2-1. 22. október 2020 18:52