Þreyttur eftir langt flug fjölskyldunnar morguninn fyrir banaslysið Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. október 2020 15:32 Frá vettvangi slyssins laugardaginn 19. október. LHG Ökumaður bíls sem hafnaði út af við bæinn Gröf á Snæfellsnesi í október í fyrra, með þeim afleiðingum að einn lést, sofnaði sennilega undir stýri. Hann kom til landsins frá Bandaríkjunum ásamt fjölskyldu sinni morguninn fyrir slysið og tímamismunur því talinn hafa stuðlað að þreytu hans. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birt var á vef nefndarinnar í dag. Bandarísk hjón og þrjú börn þeirra frá New York-ríki lentu í slysinu, sem varð skömmu eftir hádegi þann 19. október í fyrra. Fjölskyldan tók bílaleigubíl á leigu við komu sína hingað til lands og leið þeirra lá á Snæfellsnes umræddan laugardag í október. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar að ökumaður hafi ekki fylgt vinstri beygju á Snæfellsnesvegi til móts við bæinn Gröf heldur þess í stað farið út fyrir veginn í vegfláann. Þar fór bifreiðin um 60 metra áður en hún snerist og valt rúma 40 metra. Ummerki voru um að ökumaðurinn hefði reynt að beygja aftur inn á veginn með þeim afleiðingum að bíllinn snerist. Tveir farþegar í aftursæti bifreiðarinnar köstuðust út úr bifreiðinni þegar hún valt. Annar farþeginn, 17 ára sonur hjónanna, lá um sautján metra frá bílnum þegar að var komið. Hann lést af völdum alvarlegra fjöláverka. Vegfarendur taldir hafa bjargað lífi stúlkunnar Hinn farþeginn, systir piltsins, varð undir bílnum og lá undir honum þegar vegfarendur komu að slysinu. Þeir náðu að velta bílnum ofan af henni og hófu endurlífgun í kjölfarið. Sennilegt er að þau viðbrögð hafi bjargað lífi hennar, að því er segir í skýrslunni. Þá telur nefndin að systkinin hafi ekki verið spennt í öryggisbelti þegar slysið varð. Slysið varð rétt eftir klukkan 13 umræddan dag. Haft er eftir ökumanninum í skýrslu rannsóknarnefndar að fjölskyldan hefði hvílst eitthvað eftir komu til landsins með flugi snemma um morguninn. Bæði farþegar og ökumaður hefðu þó verið þreyttir eftir langa flugferð og mikinn tímamismun milli landa. Rannsóknarnefndin bendir á að tímamismunur og næturflug geri það að verkum að farþegar séu margir þreyttir við komuna til landsins. Að mati nefndarinnar sé mikilvægt að fræða flugfarþega sem koma úr millilandaflugi um þá áhættu sem þreyttur ökumaður skapar sjálfum sér og öðrum í umferðinni. Þá brýnir nefndin fyrir öllum að nota ávallt bílbelti, hvort sem um styttri eða lengri ökuferðir er að ræða. Samgönguslys Snæfellsbær Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Ökumaður bíls sem hafnaði út af við bæinn Gröf á Snæfellsnesi í október í fyrra, með þeim afleiðingum að einn lést, sofnaði sennilega undir stýri. Hann kom til landsins frá Bandaríkjunum ásamt fjölskyldu sinni morguninn fyrir slysið og tímamismunur því talinn hafa stuðlað að þreytu hans. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birt var á vef nefndarinnar í dag. Bandarísk hjón og þrjú börn þeirra frá New York-ríki lentu í slysinu, sem varð skömmu eftir hádegi þann 19. október í fyrra. Fjölskyldan tók bílaleigubíl á leigu við komu sína hingað til lands og leið þeirra lá á Snæfellsnes umræddan laugardag í október. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar að ökumaður hafi ekki fylgt vinstri beygju á Snæfellsnesvegi til móts við bæinn Gröf heldur þess í stað farið út fyrir veginn í vegfláann. Þar fór bifreiðin um 60 metra áður en hún snerist og valt rúma 40 metra. Ummerki voru um að ökumaðurinn hefði reynt að beygja aftur inn á veginn með þeim afleiðingum að bíllinn snerist. Tveir farþegar í aftursæti bifreiðarinnar köstuðust út úr bifreiðinni þegar hún valt. Annar farþeginn, 17 ára sonur hjónanna, lá um sautján metra frá bílnum þegar að var komið. Hann lést af völdum alvarlegra fjöláverka. Vegfarendur taldir hafa bjargað lífi stúlkunnar Hinn farþeginn, systir piltsins, varð undir bílnum og lá undir honum þegar vegfarendur komu að slysinu. Þeir náðu að velta bílnum ofan af henni og hófu endurlífgun í kjölfarið. Sennilegt er að þau viðbrögð hafi bjargað lífi hennar, að því er segir í skýrslunni. Þá telur nefndin að systkinin hafi ekki verið spennt í öryggisbelti þegar slysið varð. Slysið varð rétt eftir klukkan 13 umræddan dag. Haft er eftir ökumanninum í skýrslu rannsóknarnefndar að fjölskyldan hefði hvílst eitthvað eftir komu til landsins með flugi snemma um morguninn. Bæði farþegar og ökumaður hefðu þó verið þreyttir eftir langa flugferð og mikinn tímamismun milli landa. Rannsóknarnefndin bendir á að tímamismunur og næturflug geri það að verkum að farþegar séu margir þreyttir við komuna til landsins. Að mati nefndarinnar sé mikilvægt að fræða flugfarþega sem koma úr millilandaflugi um þá áhættu sem þreyttur ökumaður skapar sjálfum sér og öðrum í umferðinni. Þá brýnir nefndin fyrir öllum að nota ávallt bílbelti, hvort sem um styttri eða lengri ökuferðir er að ræða.
Samgönguslys Snæfellsbær Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira