Raheem Sterling og Aymeric Laporte, leikmenn Manchester City, minntust Jeremys Wisten, fyrrverandi leikmanns unglingaliðs City, sem lést aðeins sautján ára.
City greindi frá andláti Wistens á Twitter í gær. „Manchester City fjölskyldan er í sárum eftir að hafa frétt af andláti fyrrverandi leikmanns unglingaliðsins, Jeremy Wisten. Við sendum fjölskyldu hans og vinum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Við hugsum til þeirra á þessum erfiðu tímum.“
The Manchester City family are saddened to learn of the passing of former Academy player Jeremy Wisten. We send our deepest condolences to his friends and family. Our thoughts are with you at this difficult time.
— Manchester City (@ManCity) October 25, 2020
Sterling og Laporte voru meðal þeirra sem minntust Wistens á samfélagsmiðlum í gær eins og sjá má hér fyrir neðan.
— Raheem Sterling (@sterling7) October 25, 2020
Horrible news... RIP young man
— Aymeric Laporte (@Laporte) October 25, 2020
Wisten, sem var fæddur í Malaví en fluttist ungur til Englands, samdi við City 2016 og þótti efnilegur miðvörður.
Búið að setja upp söfnun á GoFundMe fyrir fjölskyldu Wistens.