Útflutingur fiskiafurða til Bandaríkjanna í hættu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. október 2020 17:59 Sjávarútvegur er nú sem fyrr, undirstöðuatvinnuvegur þjóðarinnar. Mæti Ísland ekki kröfum Bandaríkjanna fyrir þann 1. mars næstkomandi lokast á útflutning flestra íslenskra fiskiafurða til Bandaríkjanna í byrjun árs 2022. Þetta kemur fram í frétt Fiskifrétta þar sem haft er eftir Þorláki Halldórssyni, formanni Landssambands smábátaeigenda á aðalfundi sambandsins sem fram fór í síðustu viku. Forsaga málsins er sú að snemma á áttunda áratugnum voru sett lög í Bandaríkjunum til verndar sjávarspendýrum. Í lögunum felst bann við því að stunda fiskveiðar sem stofnað geta sjávarspendýrum í hættu. Árið 2016 var innflutningsákvæði bætt við í lögin sem setur öðrum ríkjum það skilyrði að þau setji sér sambærilegar reglur og Bandaríkin gera. Veiðist sjávarspendýr sem meðafli í veiðarfæri hjá öðrum þjóðum í nokkru magni eiga þær á hættu á að missa leyfi til að flytja sjávarafurðir til Bandaríkjanna. Engar undanþágur í boði „Að öllu óbreyttu þá mun lokast á útflutning flestra íslenskra fiskiafurða til Bandaríkjanna 1. Janúar 2022. Það er mjög alvarlegt mál,“ sagði Þorlákur. Að sögn Þorláks verði ekki unnt að skila inn gögnum eftir þann 1. mars næstkomandi þar sem ekki sé hægt að fá úrskurðinum hnekkt enda engar undanþágur í boði. „Næsti gluggi opnast ekki fyrir okkur fyrr en eftir fjögur ár. Þannig að ef það verður lokað á okkur þá verður lokað á okkur í þessu fjögur ár,“ segir Þorlákur í samtali við Fiskifréttir. Málið sagt óleysanlegt Hann segir að fulltrúar Landssambands smábáteigenda hafi sótt marga fundi með ráðuneytinu en niðurstaðan sé alltaf sú að málið sé óleysanlegt. Þá hafi heyrst raddir þess efnis að banna eigi grásleppuveiðar á Íslandi til þess að bjarga þessum hagsmunum. „Landssamband smábátaeigenda og stjórnarmenn þess eru alfarið á móti þeim vinnubrögðum að við skulum fórna heilum veiðibúskap okkar félagsmanna fyrir þessa hagsmuni,“ sagði Þorlákur. Við grásleppuveiðar. Ekki komið til umræðu að banna grásleppuveiðar Í skriflegu svari frá Ástu Sigrúnu Magnúsdóttur, upplýsingafulltrúa Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins staðfestir hún að síðasti skiladagur á upplýsingum um meðafla og aðgerðir stjórnvalda til að lágmarka hann og uppfylla viðeigandi kröfur um vernd sjávarspendýra, veiðar og fiskeldi sé 28. febrúar 2021. „Í ársbyrjun 2022 taka reglurnar gildi, þ.e. frá og með þeim degi munu sjávarafurðir úr veiðum eða eldi sem ekki dæmast hafa sömu eða sambærilega vernd sjávarspendýra og Bandaríski iðnaðurinn, ekki fá innflutningsleyfi til Bandaríkjanna,“ segir Ásta Sigrún í samtali við Fiskifréttir. Samráðshópur vinnur að mótun viðbragða við aðgerðum Bandaríkjanna. Hópnum er ætlað að vera til ráðgjafar um samskipti íslenskra stjórnvalda við Bandaríkin vegna málsins. Ásta segir að ekki hafi komið til umræðu að banna grásleppuveiðar. Ísland er ekki eina landið sem glímir við kröfur Bandaríkjamanna. Noregur, Færeyjar, Grænland og Kanada stunda einnig grásleppuveiðar og þeim fylgir meðafli sem getur komið sér illa hvað varðar útflutning til Bandaríkjanna. Sjávarútvegur Bandaríkin Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Mæti Ísland ekki kröfum Bandaríkjanna fyrir þann 1. mars næstkomandi lokast á útflutning flestra íslenskra fiskiafurða til Bandaríkjanna í byrjun árs 2022. Þetta kemur fram í frétt Fiskifrétta þar sem haft er eftir Þorláki Halldórssyni, formanni Landssambands smábátaeigenda á aðalfundi sambandsins sem fram fór í síðustu viku. Forsaga málsins er sú að snemma á áttunda áratugnum voru sett lög í Bandaríkjunum til verndar sjávarspendýrum. Í lögunum felst bann við því að stunda fiskveiðar sem stofnað geta sjávarspendýrum í hættu. Árið 2016 var innflutningsákvæði bætt við í lögin sem setur öðrum ríkjum það skilyrði að þau setji sér sambærilegar reglur og Bandaríkin gera. Veiðist sjávarspendýr sem meðafli í veiðarfæri hjá öðrum þjóðum í nokkru magni eiga þær á hættu á að missa leyfi til að flytja sjávarafurðir til Bandaríkjanna. Engar undanþágur í boði „Að öllu óbreyttu þá mun lokast á útflutning flestra íslenskra fiskiafurða til Bandaríkjanna 1. Janúar 2022. Það er mjög alvarlegt mál,“ sagði Þorlákur. Að sögn Þorláks verði ekki unnt að skila inn gögnum eftir þann 1. mars næstkomandi þar sem ekki sé hægt að fá úrskurðinum hnekkt enda engar undanþágur í boði. „Næsti gluggi opnast ekki fyrir okkur fyrr en eftir fjögur ár. Þannig að ef það verður lokað á okkur þá verður lokað á okkur í þessu fjögur ár,“ segir Þorlákur í samtali við Fiskifréttir. Málið sagt óleysanlegt Hann segir að fulltrúar Landssambands smábáteigenda hafi sótt marga fundi með ráðuneytinu en niðurstaðan sé alltaf sú að málið sé óleysanlegt. Þá hafi heyrst raddir þess efnis að banna eigi grásleppuveiðar á Íslandi til þess að bjarga þessum hagsmunum. „Landssamband smábátaeigenda og stjórnarmenn þess eru alfarið á móti þeim vinnubrögðum að við skulum fórna heilum veiðibúskap okkar félagsmanna fyrir þessa hagsmuni,“ sagði Þorlákur. Við grásleppuveiðar. Ekki komið til umræðu að banna grásleppuveiðar Í skriflegu svari frá Ástu Sigrúnu Magnúsdóttur, upplýsingafulltrúa Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins staðfestir hún að síðasti skiladagur á upplýsingum um meðafla og aðgerðir stjórnvalda til að lágmarka hann og uppfylla viðeigandi kröfur um vernd sjávarspendýra, veiðar og fiskeldi sé 28. febrúar 2021. „Í ársbyrjun 2022 taka reglurnar gildi, þ.e. frá og með þeim degi munu sjávarafurðir úr veiðum eða eldi sem ekki dæmast hafa sömu eða sambærilega vernd sjávarspendýra og Bandaríski iðnaðurinn, ekki fá innflutningsleyfi til Bandaríkjanna,“ segir Ásta Sigrún í samtali við Fiskifréttir. Samráðshópur vinnur að mótun viðbragða við aðgerðum Bandaríkjanna. Hópnum er ætlað að vera til ráðgjafar um samskipti íslenskra stjórnvalda við Bandaríkin vegna málsins. Ásta segir að ekki hafi komið til umræðu að banna grásleppuveiðar. Ísland er ekki eina landið sem glímir við kröfur Bandaríkjamanna. Noregur, Færeyjar, Grænland og Kanada stunda einnig grásleppuveiðar og þeim fylgir meðafli sem getur komið sér illa hvað varðar útflutning til Bandaríkjanna.
Sjávarútvegur Bandaríkin Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu