Leikið á Þorláksmessu og breytingar á bikarkeppninni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. október 2020 14:53 Körfuboltaáhugafólk fær nóg fyrir sinn snúð um jólin. vísir/vilhelm Körfuknattleikssamband Íslands hefur gefið út nýtt keppnisdagatal fyrir Íslandsmótin í körfubolta auk þess sem fyrirkomulagi bikarkeppni karla hefur verið breytt. Ekki verður frí milli jóla og nýárs í Domino's deild karla eins og venjan er heldur verða fjórar umferðir leiknar þá. Fyrirhugaðir leikdagar eru 20. desember, 23. desember, 27. desember og 3. janúar. Hvað bikarkeppni karla varðar hefur drátturinn í 32-liða úrslit verið ógildur. Öll tólf liðin í Domino's deild karla fara í 16-liða úrslit bikarkeppninnar. Liðin í 1. deild leika svo um hin fjögur sætin í 16-liða úrslitunum í landsleikjahléinu í næsta mánuði. Lið í 2. og 3. deild karla taka ekki þátt í bikarkeppninni í ár. Engar breytingar verða gerðar á bikarkeppni kvenna. Hún hefst með 16-liða úrslitum 12. og 13. desember, sömu helgi og 16-liða úrslitin í bikarkeppni karla fara fram. Átta-liða úrslitin bikarkeppninnar fara fram í lok desember. Bikarhelgin verður svo um miðjan janúar. Áætlað er að keppni í Domino's deild karla ljúki 22. mars og keppni í Domino's deild kvenna 31. mars. Fréttatilkynning KKÍ BIKARKEPPNI KARLA Stjórn KKÍ ákvað á fundi sínum fimmtudaginn 22. október breytingar á fyrirkomulagi bikarkeppni karla. Umræddar breytingar ná ekki yfir bikarkeppni kvenna þar sem konurnar fara beint í 16 liða úrslit. Ákvörðun stjórnar snýr að því að ógilda þann bikardrátt er fram fór 1. október sl. og leika sérstaka undankeppni 1. deildarliða að 16 liða úrslitum bikarkeppni KKÍ, en öll 12 lið Domino's deildar karla fara beint í 16 liða úrslit keppninnar. Þetta þýðir að lið úr 2. og 3. deild karla taka ekki þátt í bikarkeppninni þetta tímabilið. Það stefnir í þéttara leikjaprógram í Domino's og 1. deildum karla og kvenna eftir þær samkomutakmarkanir sem verið hafa í gildi síðustu vikur, en við það fækkar mögulegum leikdögum bikarkeppninnar. Stjórn KKÍ tók því þá erfiðu ákvörðun að gera þessar breytingar á bikarkeppninni sem gilda aðeins þetta tímabilið og eiga aðeins við um bikarkeppni karla. Fyrirkomulagið verður eftirfarandi: Öll lið Domino's deildar karla fara beint í 16 liða úrslit bikarkeppninnar. Öll lið 1. deildar leika undankeppni meðan landsleikjagluggi karla stendur yfir um að komast í 16 liða úrslit bikarkeppninnar. Undankeppnin fer svona fram: Leikin er forkeppni milli tveggja liða 1. deildar karla. Það kemur ljós í bikardrættinum hvaða tvö lið þurfa að leika forkeppni. Það lið sem vinnur leikinn í forkeppni kemst í pottinn með þeim 7 liðum 1. deildar karla sem eftir eru. Dregið verður um hvaða lið mætast, en þau fjögur lið sem vinna komast í 16 liða úrslit bikarkeppni KKÍ. Það er miður að taka hafi þurft ákvörðun sem þessa um bikarkeppni KKÍ, en ekki þykir fært að finna aðra leikdaga fyrir bikarkeppni KKÍ, eða seinka fleiri leikdögum í Domino's deild karla lengra inn í tímabilið. Mat stjórnar var því að þetta væri illskársti kosturinn af þeim sem fyrir lágu. KEPPNISDAGATAL KKÍ Mikil vinna hefur farið í keppnisdagatalið undanfarna daga. Helstu áhyggjur mótanefndar og starfsmanna sambandsins snéru að því hvenær væri hægt að hefja keppni eftir það æfingastopp sem hefur ríkt á höfuðborgarsvæðinu, en þær tilslakanir sem kynntar voru í vikunni þar sem lið á höfuðborgarsvæðinu gátu hafið æfingar að nýju án snertingar, slógu nokkuð á áhyggjurnar. Í fyrsta fasa er hér kynnt keppnisdagatal fyrir Domino's og 1. deildir karla og kvenna. Það dagatal hefur áhrif á annað keppnishald, en í næstu viku verður farið í það af fullum krafti að skoða leiki í yngri flokkum og neðri deildum. Við bendum á að þetta dagatal eru drög og getur því tekið breytingum. Nokkur atriði úr dagatalinu sem vert er að benda á: COV-L leikir í dagatalinu er svigrúm til að leika þá leiki sem fresta þarf vegna sóttkvíar eða einangrunar leikmannahópa. Annað svigrúm í dagatalinu verður einnig notað til leikja sem frestað hefur verið vegna sóttkvíar eða einangrunar leikmannahópa. Í Domino's deild karla verður leikið 20., 23. og 27. desember og 3. janúar. Leiktímar gætu dreifst að einhverju leyti innan viðkomandi daga þar sem gert er ráð fyrir fleiri leikjum í beina útsendingu hjá Stöð 2 Sport. Eins og kemur fram að ofan, þá hafa 32 liða úrslit bikarkeppni KKÍ verið felld út. 16 liða úrslit verða leikin þar sem 8 liða úrslit voru áður fyrirhuguð. 8 liða úrslit bikarkeppni kvenna verða leikin 27. desember og 8 liða úrslit bikarkeppni karla verða leikin 30. desember. Landsleikjagluggar karla og kvenna lengjast vegna sóttkvíar leikmanna þegar heim er komið. Gætt er að því að ganga ekki á það svigrúm sem er til staðar í febrúar og mars eins og hægt er. Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Körfuknattleikssamband Íslands hefur gefið út nýtt keppnisdagatal fyrir Íslandsmótin í körfubolta auk þess sem fyrirkomulagi bikarkeppni karla hefur verið breytt. Ekki verður frí milli jóla og nýárs í Domino's deild karla eins og venjan er heldur verða fjórar umferðir leiknar þá. Fyrirhugaðir leikdagar eru 20. desember, 23. desember, 27. desember og 3. janúar. Hvað bikarkeppni karla varðar hefur drátturinn í 32-liða úrslit verið ógildur. Öll tólf liðin í Domino's deild karla fara í 16-liða úrslit bikarkeppninnar. Liðin í 1. deild leika svo um hin fjögur sætin í 16-liða úrslitunum í landsleikjahléinu í næsta mánuði. Lið í 2. og 3. deild karla taka ekki þátt í bikarkeppninni í ár. Engar breytingar verða gerðar á bikarkeppni kvenna. Hún hefst með 16-liða úrslitum 12. og 13. desember, sömu helgi og 16-liða úrslitin í bikarkeppni karla fara fram. Átta-liða úrslitin bikarkeppninnar fara fram í lok desember. Bikarhelgin verður svo um miðjan janúar. Áætlað er að keppni í Domino's deild karla ljúki 22. mars og keppni í Domino's deild kvenna 31. mars. Fréttatilkynning KKÍ BIKARKEPPNI KARLA Stjórn KKÍ ákvað á fundi sínum fimmtudaginn 22. október breytingar á fyrirkomulagi bikarkeppni karla. Umræddar breytingar ná ekki yfir bikarkeppni kvenna þar sem konurnar fara beint í 16 liða úrslit. Ákvörðun stjórnar snýr að því að ógilda þann bikardrátt er fram fór 1. október sl. og leika sérstaka undankeppni 1. deildarliða að 16 liða úrslitum bikarkeppni KKÍ, en öll 12 lið Domino's deildar karla fara beint í 16 liða úrslit keppninnar. Þetta þýðir að lið úr 2. og 3. deild karla taka ekki þátt í bikarkeppninni þetta tímabilið. Það stefnir í þéttara leikjaprógram í Domino's og 1. deildum karla og kvenna eftir þær samkomutakmarkanir sem verið hafa í gildi síðustu vikur, en við það fækkar mögulegum leikdögum bikarkeppninnar. Stjórn KKÍ tók því þá erfiðu ákvörðun að gera þessar breytingar á bikarkeppninni sem gilda aðeins þetta tímabilið og eiga aðeins við um bikarkeppni karla. Fyrirkomulagið verður eftirfarandi: Öll lið Domino's deildar karla fara beint í 16 liða úrslit bikarkeppninnar. Öll lið 1. deildar leika undankeppni meðan landsleikjagluggi karla stendur yfir um að komast í 16 liða úrslit bikarkeppninnar. Undankeppnin fer svona fram: Leikin er forkeppni milli tveggja liða 1. deildar karla. Það kemur ljós í bikardrættinum hvaða tvö lið þurfa að leika forkeppni. Það lið sem vinnur leikinn í forkeppni kemst í pottinn með þeim 7 liðum 1. deildar karla sem eftir eru. Dregið verður um hvaða lið mætast, en þau fjögur lið sem vinna komast í 16 liða úrslit bikarkeppni KKÍ. Það er miður að taka hafi þurft ákvörðun sem þessa um bikarkeppni KKÍ, en ekki þykir fært að finna aðra leikdaga fyrir bikarkeppni KKÍ, eða seinka fleiri leikdögum í Domino's deild karla lengra inn í tímabilið. Mat stjórnar var því að þetta væri illskársti kosturinn af þeim sem fyrir lágu. KEPPNISDAGATAL KKÍ Mikil vinna hefur farið í keppnisdagatalið undanfarna daga. Helstu áhyggjur mótanefndar og starfsmanna sambandsins snéru að því hvenær væri hægt að hefja keppni eftir það æfingastopp sem hefur ríkt á höfuðborgarsvæðinu, en þær tilslakanir sem kynntar voru í vikunni þar sem lið á höfuðborgarsvæðinu gátu hafið æfingar að nýju án snertingar, slógu nokkuð á áhyggjurnar. Í fyrsta fasa er hér kynnt keppnisdagatal fyrir Domino's og 1. deildir karla og kvenna. Það dagatal hefur áhrif á annað keppnishald, en í næstu viku verður farið í það af fullum krafti að skoða leiki í yngri flokkum og neðri deildum. Við bendum á að þetta dagatal eru drög og getur því tekið breytingum. Nokkur atriði úr dagatalinu sem vert er að benda á: COV-L leikir í dagatalinu er svigrúm til að leika þá leiki sem fresta þarf vegna sóttkvíar eða einangrunar leikmannahópa. Annað svigrúm í dagatalinu verður einnig notað til leikja sem frestað hefur verið vegna sóttkvíar eða einangrunar leikmannahópa. Í Domino's deild karla verður leikið 20., 23. og 27. desember og 3. janúar. Leiktímar gætu dreifst að einhverju leyti innan viðkomandi daga þar sem gert er ráð fyrir fleiri leikjum í beina útsendingu hjá Stöð 2 Sport. Eins og kemur fram að ofan, þá hafa 32 liða úrslit bikarkeppni KKÍ verið felld út. 16 liða úrslit verða leikin þar sem 8 liða úrslit voru áður fyrirhuguð. 8 liða úrslit bikarkeppni kvenna verða leikin 27. desember og 8 liða úrslit bikarkeppni karla verða leikin 30. desember. Landsleikjagluggar karla og kvenna lengjast vegna sóttkvíar leikmanna þegar heim er komið. Gætt er að því að ganga ekki á það svigrúm sem er til staðar í febrúar og mars eins og hægt er.
BIKARKEPPNI KARLA Stjórn KKÍ ákvað á fundi sínum fimmtudaginn 22. október breytingar á fyrirkomulagi bikarkeppni karla. Umræddar breytingar ná ekki yfir bikarkeppni kvenna þar sem konurnar fara beint í 16 liða úrslit. Ákvörðun stjórnar snýr að því að ógilda þann bikardrátt er fram fór 1. október sl. og leika sérstaka undankeppni 1. deildarliða að 16 liða úrslitum bikarkeppni KKÍ, en öll 12 lið Domino's deildar karla fara beint í 16 liða úrslit keppninnar. Þetta þýðir að lið úr 2. og 3. deild karla taka ekki þátt í bikarkeppninni þetta tímabilið. Það stefnir í þéttara leikjaprógram í Domino's og 1. deildum karla og kvenna eftir þær samkomutakmarkanir sem verið hafa í gildi síðustu vikur, en við það fækkar mögulegum leikdögum bikarkeppninnar. Stjórn KKÍ tók því þá erfiðu ákvörðun að gera þessar breytingar á bikarkeppninni sem gilda aðeins þetta tímabilið og eiga aðeins við um bikarkeppni karla. Fyrirkomulagið verður eftirfarandi: Öll lið Domino's deildar karla fara beint í 16 liða úrslit bikarkeppninnar. Öll lið 1. deildar leika undankeppni meðan landsleikjagluggi karla stendur yfir um að komast í 16 liða úrslit bikarkeppninnar. Undankeppnin fer svona fram: Leikin er forkeppni milli tveggja liða 1. deildar karla. Það kemur ljós í bikardrættinum hvaða tvö lið þurfa að leika forkeppni. Það lið sem vinnur leikinn í forkeppni kemst í pottinn með þeim 7 liðum 1. deildar karla sem eftir eru. Dregið verður um hvaða lið mætast, en þau fjögur lið sem vinna komast í 16 liða úrslit bikarkeppni KKÍ. Það er miður að taka hafi þurft ákvörðun sem þessa um bikarkeppni KKÍ, en ekki þykir fært að finna aðra leikdaga fyrir bikarkeppni KKÍ, eða seinka fleiri leikdögum í Domino's deild karla lengra inn í tímabilið. Mat stjórnar var því að þetta væri illskársti kosturinn af þeim sem fyrir lágu. KEPPNISDAGATAL KKÍ Mikil vinna hefur farið í keppnisdagatalið undanfarna daga. Helstu áhyggjur mótanefndar og starfsmanna sambandsins snéru að því hvenær væri hægt að hefja keppni eftir það æfingastopp sem hefur ríkt á höfuðborgarsvæðinu, en þær tilslakanir sem kynntar voru í vikunni þar sem lið á höfuðborgarsvæðinu gátu hafið æfingar að nýju án snertingar, slógu nokkuð á áhyggjurnar. Í fyrsta fasa er hér kynnt keppnisdagatal fyrir Domino's og 1. deildir karla og kvenna. Það dagatal hefur áhrif á annað keppnishald, en í næstu viku verður farið í það af fullum krafti að skoða leiki í yngri flokkum og neðri deildum. Við bendum á að þetta dagatal eru drög og getur því tekið breytingum. Nokkur atriði úr dagatalinu sem vert er að benda á: COV-L leikir í dagatalinu er svigrúm til að leika þá leiki sem fresta þarf vegna sóttkvíar eða einangrunar leikmannahópa. Annað svigrúm í dagatalinu verður einnig notað til leikja sem frestað hefur verið vegna sóttkvíar eða einangrunar leikmannahópa. Í Domino's deild karla verður leikið 20., 23. og 27. desember og 3. janúar. Leiktímar gætu dreifst að einhverju leyti innan viðkomandi daga þar sem gert er ráð fyrir fleiri leikjum í beina útsendingu hjá Stöð 2 Sport. Eins og kemur fram að ofan, þá hafa 32 liða úrslit bikarkeppni KKÍ verið felld út. 16 liða úrslit verða leikin þar sem 8 liða úrslit voru áður fyrirhuguð. 8 liða úrslit bikarkeppni kvenna verða leikin 27. desember og 8 liða úrslit bikarkeppni karla verða leikin 30. desember. Landsleikjagluggar karla og kvenna lengjast vegna sóttkvíar leikmanna þegar heim er komið. Gætt er að því að ganga ekki á það svigrúm sem er til staðar í febrúar og mars eins og hægt er.
Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum