Brún Krýsuvíkurbjargs sprungin og varasöm eftir jarðskjálftana Kristján Már Unnarsson skrifar 22. október 2020 21:31 Á brún Krýsuvíkurbjargs í dag. Þessi sprunga er aðeins nokkra tugi metra frá bílastæðinu við bjargið. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Stórar bergfyllur hrundu úr Krýsuvíkurbjargi og nýjar sprungur opnuðust á bjargbrúninni í stóra jarðskjálftanum í fyrradag. Þá hefur virkni aukist í Engjahver við Krýsuvík og sterka brennisteinslykt leggur frá Grænavatni. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Við Hælsvík er bjargið 30 til 60 metra hátt og þar er helsti áningarstaður ferðamanna, sem koma til að sjá fuglabjargið og horfa út á hafið. Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar settu þar upp bráðabirgðalokun í gærmorgun við nýja sprungu. Á 7-8 stöðum þar í kring hafa nýjar sprungur opnast og eldri stækkað eftir skjálftahrinuna í fyrradag. Óskar Sævarsson, landvörður í Reykjanesfólkvangi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Það hefur hrunið hér talsvert mikið úr berginu á mörgum stöðum og nýjar sprungur opnast,“ segir Óskar Sævarsson, landvörður í Reykjanesfólkvangi, um leið og hann bendir á eina af sprungunum. „Gamlar sprungur sem hafa verið að myndast síðustu árin hafa gliðnað.“ Á nokkrum stöðum má sjá ný sár í bjarginu. Fyrir miðri mynd má sjá brúnt sár í bjarginu og nýfallna grjóthrúguna fyrir neðan.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Það hafa hrunið hér niður á mörgum stöðum stórar og miklar fyllur. Það sem verra er: Hér er aðgengi flestra og þetta er alveg á bjargbrúninni og er mjög krítískt ástand, held ég, eins og staðan er núna. Enda er búið að bregðast við hér, svona fyrstu viðbrögð. En betur má ef duga skal og ljóst að það þarf að tryggja hér brúnina einhverja hundruð metra,“ segir Óskar. Varúðarskilti við Krýsuvíkurbjarg varar ferðamenn við bjargbrúninni bæði á íslensku og ensku.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Gamla varúðarskiltið á veginum að bílastæðinu er svo sannarlega enn í fullu gildi: „Varúð á bjargbrún,“ stendur þar. „Hér erum við að tala um tugi tonna af efni sem mun falla hér fram af berginu, bara í næsta skjálfta eða í þessum hræringum sem nú standa yfir." Þetta stykki klofnaði lengra frá berginu í skjálftanum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Óskar hefur ekki séð miklar breytingar á hverum við Krýsuvík nema í Engjahver, sem oft er nefndur Stórihver. „Það er alveg greinileg einhver aukning á virkni í honum. Það mátti sjá það að kvöldi skjálftadags að gufustrókurinn úr honum var miklu meiri heldur en að öllu jöfnu.“ Og fnykur stóð af sprengigígnum Grænavatni. Grænavatn við Krýsuvík í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Ég hef aldrei fundið eins sterka brennisteinslykt á ævinni eins og var að kvöldi skjálftadags upp úr því vatni. En það kæmi mér nú ekki á óvart heldur ef það yrðu breytingar á vatnsstöðu Kleifarvatns. Það hefur gerst áður,“ segir landvörðurinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos og jarðhræringar Hafnarfjörður Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Nýjar sprungur í Krýsuvíkurbjargi eftir jarðskjálftann stóra Berg hrundi úr Krýsuvíkurbjargi og nýjar sprungur mynduðust í það í jarðskjálftanum stóra sem átti upptök sín skammt frá Krýsuvík á þriðjudag. 22. október 2020 14:00 Fylgjast með hvort kvika sé á flæði undir Krýsuvík Reykjanesskaginn heldur áfram að nötra og hafa sjö skjálftar í dag mælst milli þrjú og fjögur stig. Jarðvísindamenn sjá þó skýr merki þess að dregið hafi úr hrinunni eftir stóra skjálftann í gær. 21. október 2020 21:31 Krýsuvík næst upptökum og þar fór fólkið hlaupandi út Jarðskjálftinn sem reið yfir suðvesturhorn landsins laust fyrir klukkan tvö í dag mældist 5,6 stig og var með upptök skammt vestur af Krýsuvík. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast en í Krýsuvík hljóp fólk út og þar hrundi úr fjöllum. 20. október 2020 21:52 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira
Stórar bergfyllur hrundu úr Krýsuvíkurbjargi og nýjar sprungur opnuðust á bjargbrúninni í stóra jarðskjálftanum í fyrradag. Þá hefur virkni aukist í Engjahver við Krýsuvík og sterka brennisteinslykt leggur frá Grænavatni. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Við Hælsvík er bjargið 30 til 60 metra hátt og þar er helsti áningarstaður ferðamanna, sem koma til að sjá fuglabjargið og horfa út á hafið. Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar settu þar upp bráðabirgðalokun í gærmorgun við nýja sprungu. Á 7-8 stöðum þar í kring hafa nýjar sprungur opnast og eldri stækkað eftir skjálftahrinuna í fyrradag. Óskar Sævarsson, landvörður í Reykjanesfólkvangi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Það hefur hrunið hér talsvert mikið úr berginu á mörgum stöðum og nýjar sprungur opnast,“ segir Óskar Sævarsson, landvörður í Reykjanesfólkvangi, um leið og hann bendir á eina af sprungunum. „Gamlar sprungur sem hafa verið að myndast síðustu árin hafa gliðnað.“ Á nokkrum stöðum má sjá ný sár í bjarginu. Fyrir miðri mynd má sjá brúnt sár í bjarginu og nýfallna grjóthrúguna fyrir neðan.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Það hafa hrunið hér niður á mörgum stöðum stórar og miklar fyllur. Það sem verra er: Hér er aðgengi flestra og þetta er alveg á bjargbrúninni og er mjög krítískt ástand, held ég, eins og staðan er núna. Enda er búið að bregðast við hér, svona fyrstu viðbrögð. En betur má ef duga skal og ljóst að það þarf að tryggja hér brúnina einhverja hundruð metra,“ segir Óskar. Varúðarskilti við Krýsuvíkurbjarg varar ferðamenn við bjargbrúninni bæði á íslensku og ensku.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Gamla varúðarskiltið á veginum að bílastæðinu er svo sannarlega enn í fullu gildi: „Varúð á bjargbrún,“ stendur þar. „Hér erum við að tala um tugi tonna af efni sem mun falla hér fram af berginu, bara í næsta skjálfta eða í þessum hræringum sem nú standa yfir." Þetta stykki klofnaði lengra frá berginu í skjálftanum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Óskar hefur ekki séð miklar breytingar á hverum við Krýsuvík nema í Engjahver, sem oft er nefndur Stórihver. „Það er alveg greinileg einhver aukning á virkni í honum. Það mátti sjá það að kvöldi skjálftadags að gufustrókurinn úr honum var miklu meiri heldur en að öllu jöfnu.“ Og fnykur stóð af sprengigígnum Grænavatni. Grænavatn við Krýsuvík í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Ég hef aldrei fundið eins sterka brennisteinslykt á ævinni eins og var að kvöldi skjálftadags upp úr því vatni. En það kæmi mér nú ekki á óvart heldur ef það yrðu breytingar á vatnsstöðu Kleifarvatns. Það hefur gerst áður,“ segir landvörðurinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos og jarðhræringar Hafnarfjörður Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Nýjar sprungur í Krýsuvíkurbjargi eftir jarðskjálftann stóra Berg hrundi úr Krýsuvíkurbjargi og nýjar sprungur mynduðust í það í jarðskjálftanum stóra sem átti upptök sín skammt frá Krýsuvík á þriðjudag. 22. október 2020 14:00 Fylgjast með hvort kvika sé á flæði undir Krýsuvík Reykjanesskaginn heldur áfram að nötra og hafa sjö skjálftar í dag mælst milli þrjú og fjögur stig. Jarðvísindamenn sjá þó skýr merki þess að dregið hafi úr hrinunni eftir stóra skjálftann í gær. 21. október 2020 21:31 Krýsuvík næst upptökum og þar fór fólkið hlaupandi út Jarðskjálftinn sem reið yfir suðvesturhorn landsins laust fyrir klukkan tvö í dag mældist 5,6 stig og var með upptök skammt vestur af Krýsuvík. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast en í Krýsuvík hljóp fólk út og þar hrundi úr fjöllum. 20. október 2020 21:52 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira
Nýjar sprungur í Krýsuvíkurbjargi eftir jarðskjálftann stóra Berg hrundi úr Krýsuvíkurbjargi og nýjar sprungur mynduðust í það í jarðskjálftanum stóra sem átti upptök sín skammt frá Krýsuvík á þriðjudag. 22. október 2020 14:00
Fylgjast með hvort kvika sé á flæði undir Krýsuvík Reykjanesskaginn heldur áfram að nötra og hafa sjö skjálftar í dag mælst milli þrjú og fjögur stig. Jarðvísindamenn sjá þó skýr merki þess að dregið hafi úr hrinunni eftir stóra skjálftann í gær. 21. október 2020 21:31
Krýsuvík næst upptökum og þar fór fólkið hlaupandi út Jarðskjálftinn sem reið yfir suðvesturhorn landsins laust fyrir klukkan tvö í dag mældist 5,6 stig og var með upptök skammt vestur af Krýsuvík. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast en í Krýsuvík hljóp fólk út og þar hrundi úr fjöllum. 20. október 2020 21:52