Ekki viss um að Valsliðið geti æft saman fyrir Meistaradeildarleikinn Anton Ingi Leifsson skrifar 22. október 2020 19:32 Pétur Pétursson á hliðarlínunni fyrr í sumar. vísir/vilhelm Pétur Pétursson, þjálfari kvennaliðs Vals, er ekki viss um að liðið geti æft saman fyrir leikinn gegn HJK Helsinki í 1. umferð Meistaradeildar kvenna. Dregið var í dag og gátu Valsstúlkur, ríkjandi Íslandsmeistarar, annað hvort mætt HJK Helsinki eða KÍ Klaksvík frá Færeyjum. Valur fékk heimaleik gegn HJK og leikið verður annað hvort 3. eða 4. nóvember. „Við gátum fengið Færeyjar eða Helsinki og þetta voru tvö lið sem við teljum henta okkur ágætlega. Þetta var góð niðurstaða,“ „Ég veit ekkert um þetta lið og hef ekkert séð það. Við þurfum að kynna okkur það. Þetta eru allt erfiðir leikir og út frá því að við höfum ekkert fengið að æfa.“ Margar úr Valsliðinu eru nú með íslenska kvennalandsliðinu þar sem liðið undirbýr sig fyrir leik gegn Svíum en Valsstúlkur fá ekki mikinn undirbúning saman fyrir Meistaradeildarleikinn. „Landsliðið er úti og þær koma ekki heim fyrr en 28. eða 29. október og þá þurfa þær hugsanlega í sóttkví. Ég er ekki viss um að við getum æft neitt fyrir þennan leik.“ „Þetta er staðan og við tökum á þessu eins og þetta er. Við förum eftir þeim reglum sem settar eru og hvað við megum gera. Þetta er spennandi verkefni fyrir okkur.“ Pétur finnur til með leikmönnunum sem hafa verið að æfa einar að undanförnu en segir að æfingarnar horfi til betri vegar. „Þetta er frekar leiðinlegt fyrir leikmennina. Þær hafa verið í sitt hvoru horninu að æfa einar, meira og minna, og sem betur fer getum við mætt núna saman og sparkað aðeins í boltann sem er mikill munur. Þetta er örugglega búið að vera erfitt fyrir leikmenn á Íslandi.“ Klippa: Sportpakkinn - Pétur um möguleika Vals Meistaradeild Evrópu Valur Tengdar fréttir Valskonur fá finnsku meistarana í heimsókn Valur lenti á móti finnsku meisturunum í HJK Helsinki þegar dregið var í fyrstu umferð Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu i dag. 22. október 2020 10:23 Valur í Meistaradeild en æfingabann og leikjaleysi setur strik í reikninginn Ríkjandi Íslandsmeistarar Vals í knattspyrnu kvenna spila í Meistaradeild Evrópu í byrjun nóvember, um það leyti sem æfingabanni á höfuðborgarsvæðinu lýkur. 21. október 2020 12:30 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira
Pétur Pétursson, þjálfari kvennaliðs Vals, er ekki viss um að liðið geti æft saman fyrir leikinn gegn HJK Helsinki í 1. umferð Meistaradeildar kvenna. Dregið var í dag og gátu Valsstúlkur, ríkjandi Íslandsmeistarar, annað hvort mætt HJK Helsinki eða KÍ Klaksvík frá Færeyjum. Valur fékk heimaleik gegn HJK og leikið verður annað hvort 3. eða 4. nóvember. „Við gátum fengið Færeyjar eða Helsinki og þetta voru tvö lið sem við teljum henta okkur ágætlega. Þetta var góð niðurstaða,“ „Ég veit ekkert um þetta lið og hef ekkert séð það. Við þurfum að kynna okkur það. Þetta eru allt erfiðir leikir og út frá því að við höfum ekkert fengið að æfa.“ Margar úr Valsliðinu eru nú með íslenska kvennalandsliðinu þar sem liðið undirbýr sig fyrir leik gegn Svíum en Valsstúlkur fá ekki mikinn undirbúning saman fyrir Meistaradeildarleikinn. „Landsliðið er úti og þær koma ekki heim fyrr en 28. eða 29. október og þá þurfa þær hugsanlega í sóttkví. Ég er ekki viss um að við getum æft neitt fyrir þennan leik.“ „Þetta er staðan og við tökum á þessu eins og þetta er. Við förum eftir þeim reglum sem settar eru og hvað við megum gera. Þetta er spennandi verkefni fyrir okkur.“ Pétur finnur til með leikmönnunum sem hafa verið að æfa einar að undanförnu en segir að æfingarnar horfi til betri vegar. „Þetta er frekar leiðinlegt fyrir leikmennina. Þær hafa verið í sitt hvoru horninu að æfa einar, meira og minna, og sem betur fer getum við mætt núna saman og sparkað aðeins í boltann sem er mikill munur. Þetta er örugglega búið að vera erfitt fyrir leikmenn á Íslandi.“ Klippa: Sportpakkinn - Pétur um möguleika Vals
Meistaradeild Evrópu Valur Tengdar fréttir Valskonur fá finnsku meistarana í heimsókn Valur lenti á móti finnsku meisturunum í HJK Helsinki þegar dregið var í fyrstu umferð Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu i dag. 22. október 2020 10:23 Valur í Meistaradeild en æfingabann og leikjaleysi setur strik í reikninginn Ríkjandi Íslandsmeistarar Vals í knattspyrnu kvenna spila í Meistaradeild Evrópu í byrjun nóvember, um það leyti sem æfingabanni á höfuðborgarsvæðinu lýkur. 21. október 2020 12:30 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira
Valskonur fá finnsku meistarana í heimsókn Valur lenti á móti finnsku meisturunum í HJK Helsinki þegar dregið var í fyrstu umferð Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu i dag. 22. október 2020 10:23
Valur í Meistaradeild en æfingabann og leikjaleysi setur strik í reikninginn Ríkjandi Íslandsmeistarar Vals í knattspyrnu kvenna spila í Meistaradeild Evrópu í byrjun nóvember, um það leyti sem æfingabanni á höfuðborgarsvæðinu lýkur. 21. október 2020 12:30