Framherjinn sagði Lagerbäck vanhæfan: Aldrei upplifað þetta á þrjátíu ára ferli Sindri Sverrisson skrifar 22. október 2020 12:01 Lars Lagerbäck var afar vinsæll sem landsliðsþjálfari Íslands enda árangurinn afskaplega góður. VÍSIR/GETTY Lars Lagerbäck hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að greint var frá harkalegum deilum hans við Alexander Sörloth, framherja norska landsliðsins. Norska blaðið Verdens Gang sagði frá rifrildinu í gær en það átti sér stað í kjölfar þess að Noregur féll úr leik í EM-umspilinu, með 2-1 tapi gegn Serbíu. Sörloth mun hafa gagnrýnt leikstíl Noregs og það hvernig Lagerbäck og aðstoðarþjálfarinn Per Joar Hansen hefðu lagt leikinn upp, á miklum hitafundi með þjálfurunum og öllum leikmannahópnum. Lagerbäck hefur nú svarað fyrir sig: „Ég get vel þolað það að menn séu ósammála um ákveðna faglega þætti í fótboltanum. Alexander var hins vegar með ásakanir sem sneru ekki að leikstíl okkar, heldur að því að við Per Joar Hansen værum vanhæfir sem þjálfarar bæði hvað leiðtoga- og fótboltafærni varðaði.“ Oft rætt málin við leikmenn en aldrei svona Lagerbäck hefur þjálfað landslið Svíþjóðar, Nígeríu, Íslands og nú Noregs og alls stýrt landsliðum á átta stórmótum á ferlinum. Hann kveðst oft hafa rætt málin við leikmenn en aldrei með þeim hætti sem þeir Sörloth gerðu. Alexander Sörloth gekk allt of langt að mati Lars Lagerbäck.Getty „Eftir 30 ár í alþjóðlegum fótbolta hef ég aldrei áður upplifað það að leikmaður fari yfir strikið með þessum hætti. Ég hef átt fjölmargar samræður við leikmenn um fótbolta en þær hafa byggt á staðreyndum og snúist um fótbolta. Þær hafa aldrei verið neitt í líkingu við þetta,“ sagði Lagerbäck. Sér eftir athugasemdinni um Kýpurleik Svíinn viðurkennir þó að hafa gert mistök með því að bauna því á Sörloth að hann ætti ekki að tjá sig mikið eftir mistökin sem hann gerði í leik gegn Kýpur fyrir tveimur árum. Sörloth klúðraði þá algjöru dauðafæri fyrir opnu marki. „Í lokin á fundinum ákváðum við þjálfararnir að yfirgefa herbergið og leyfa leikmönnum að ræða um hvernig við ættum að haga framtíðinni. Þegar við vorum að labba út missti ég því miður þolinmæðina. Þá tjáði ég mig um Kýpur og sagði: „Þú varst ekki svona sjálfumglaður fyrir tveimur árum á Kýpur.“ Ég sé eftir þessu orðavali, sem kom eftir langar og heitar umræður. Þetta var tilraun til að fá Alexander til að skilja að hann þarf að hugsa um hvernig liðið virkar. Fyrir mér snýst þetta um að skapa góða frammistöðumenningu.“ EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Sjá meira
Lars Lagerbäck hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að greint var frá harkalegum deilum hans við Alexander Sörloth, framherja norska landsliðsins. Norska blaðið Verdens Gang sagði frá rifrildinu í gær en það átti sér stað í kjölfar þess að Noregur féll úr leik í EM-umspilinu, með 2-1 tapi gegn Serbíu. Sörloth mun hafa gagnrýnt leikstíl Noregs og það hvernig Lagerbäck og aðstoðarþjálfarinn Per Joar Hansen hefðu lagt leikinn upp, á miklum hitafundi með þjálfurunum og öllum leikmannahópnum. Lagerbäck hefur nú svarað fyrir sig: „Ég get vel þolað það að menn séu ósammála um ákveðna faglega þætti í fótboltanum. Alexander var hins vegar með ásakanir sem sneru ekki að leikstíl okkar, heldur að því að við Per Joar Hansen værum vanhæfir sem þjálfarar bæði hvað leiðtoga- og fótboltafærni varðaði.“ Oft rætt málin við leikmenn en aldrei svona Lagerbäck hefur þjálfað landslið Svíþjóðar, Nígeríu, Íslands og nú Noregs og alls stýrt landsliðum á átta stórmótum á ferlinum. Hann kveðst oft hafa rætt málin við leikmenn en aldrei með þeim hætti sem þeir Sörloth gerðu. Alexander Sörloth gekk allt of langt að mati Lars Lagerbäck.Getty „Eftir 30 ár í alþjóðlegum fótbolta hef ég aldrei áður upplifað það að leikmaður fari yfir strikið með þessum hætti. Ég hef átt fjölmargar samræður við leikmenn um fótbolta en þær hafa byggt á staðreyndum og snúist um fótbolta. Þær hafa aldrei verið neitt í líkingu við þetta,“ sagði Lagerbäck. Sér eftir athugasemdinni um Kýpurleik Svíinn viðurkennir þó að hafa gert mistök með því að bauna því á Sörloth að hann ætti ekki að tjá sig mikið eftir mistökin sem hann gerði í leik gegn Kýpur fyrir tveimur árum. Sörloth klúðraði þá algjöru dauðafæri fyrir opnu marki. „Í lokin á fundinum ákváðum við þjálfararnir að yfirgefa herbergið og leyfa leikmönnum að ræða um hvernig við ættum að haga framtíðinni. Þegar við vorum að labba út missti ég því miður þolinmæðina. Þá tjáði ég mig um Kýpur og sagði: „Þú varst ekki svona sjálfumglaður fyrir tveimur árum á Kýpur.“ Ég sé eftir þessu orðavali, sem kom eftir langar og heitar umræður. Þetta var tilraun til að fá Alexander til að skilja að hann þarf að hugsa um hvernig liðið virkar. Fyrir mér snýst þetta um að skapa góða frammistöðumenningu.“
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn