Menn sem gætu hugsað sér til hreyfings: Selfyssingur og efnilegur Valsari á toppnum Sindri Sverrisson skrifar 22. október 2020 11:30 Þessir fimm ættu að hugsa sér til hreyfings að mati sérfræðinga Seinni bylgjunnar. stöð 2 sport Sérfræðingar Seinni bylgjunnar völdu fimm leikmenn sem helst ættu að hugsa sér til hreyfings eða væru áhugaverðir fyrir önnur félög, í Olís-deild karla í handbolta. Innslagið úr þættinum er að finna hér neðst í greininni. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson úr Aftureldingu var í 5. sæti á listanum. „Hann var burðarás í Aftureldingarliðinu í fyrra en virðist vera í mun minna hlutverki núna. Nú fer Blær væntanlega líka að tikka inn í skyttustöðuna og það fer að verða þrengra um menn,“ sagði Rúnar Sigtryggsson. Bjarni Ófeigur Valdimarsson í FH kom næstur og veltu sérfræðingarnir því fyrir sér hvort hann ætti að skipta um umhverfi til að ná fyrri hæðum: „Þetta er strákur sem ég er mjög hrifinn af en hann virðist ekki alveg finna fjölina í ár,“ sagði Rúnar. Tveir afar efnilegir hjá Haukum og Val Guðmundur Bragi Ástþórsson, ung og efnileg skytta Hauka, var í 3. sæti: „Hann er að rústa Grill-deildinni einn síns liðs. Ég held að hann hafi verið með 14 mörk í síðasta leik fyrir ungmennalið Hauka. Hann hefur verið að koma inn á í „rusltíma“ í Olís-deildinni, fékk smátíma alla vega á undirbúningstímabilinu til að koma inn á. Hann fengi klárlega hlutverk í lélegri liðunum í deildinni, stærra hlutverk en hjá toppliði Hauka, og það er spurning hvort að þeir ættu að láta hann fara og koma þá með meiri reynslu til baka.“ Svipaða sögu var að segja af næsta manni, Benedikt Óskarssyni úr Val, sem fæddur er 2002 eins og Guðmundur. Benedikt er sonur Óskars Bjarna Óskarssonar, aðstoðarþjálfara Vals og eins mesta Valsara sem um getur, svo rætur hans eru sterkar á Hlíðarenda: „Hann er miðjumaður, lykilmaður í ungmennaliði Vals, með 10 mörk í leik. Ef við horfum á leikmannahóp Vals þá er Anton Rúnarsson leikstjórnandi númer 1, 2 og 3. Tumi Steinn [Rúnarsson] kemur inn, þó í mikið minna hlutverki en hjá Aftureldingu í fyrra, en Benedikt er alveg þar á eftir.“ Efstur á listanum var Magnús Öder, leikmaður Selfoss: „Hann er búinn að vera á skýrslu alla fjóra leikina hjá Selfossi en hefur ekki látið taka til sín sóknarlega. Eins og við vitum er þetta maður sem getur alveg skotið á markið. Það eiga sum lið í vandræðum með að skjóta markið, svo það er spurning hvort hann hugsi sér til hreyfings,“ sagði Rúnar. Klippa: Seinni bylgjan: Fimm sem ættu að hugsa sér til hreyfings Olís-deild karla Seinni bylgjan Tengdar fréttir Topp fimm framtíðar landsliðsmenn Íslands Theodór Ingi Pálmason valdi fimm framtíðar landsliðsmenn Íslands úr Olís-deild karla í Seinni bylgjunni. 20. október 2020 14:00 Haukur um meiðslin: Mikill skellur en algjör klassi að fá að koma heim Vonarstjarna íslenska handboltans meiddist á hné eftir aðeins nokkra mánuði í atvinnumennsku. Það er samt enginn uppgjafartónn í Hauki Þrastarsyni eins og Henry Birgir Gunnarsson komst að í Seinni bylgjunni. 20. október 2020 12:00 Þórólfur sóttvarnalæknir og Gummi Gumm „alveg eins“ „Þeir eru bara alveg eins,“ segir Rúnar Sigtryggsson um Þórólf Guðnason sóttvarnalækni og Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara í handbolta. 20. október 2020 10:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Sjá meira
Sérfræðingar Seinni bylgjunnar völdu fimm leikmenn sem helst ættu að hugsa sér til hreyfings eða væru áhugaverðir fyrir önnur félög, í Olís-deild karla í handbolta. Innslagið úr þættinum er að finna hér neðst í greininni. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson úr Aftureldingu var í 5. sæti á listanum. „Hann var burðarás í Aftureldingarliðinu í fyrra en virðist vera í mun minna hlutverki núna. Nú fer Blær væntanlega líka að tikka inn í skyttustöðuna og það fer að verða þrengra um menn,“ sagði Rúnar Sigtryggsson. Bjarni Ófeigur Valdimarsson í FH kom næstur og veltu sérfræðingarnir því fyrir sér hvort hann ætti að skipta um umhverfi til að ná fyrri hæðum: „Þetta er strákur sem ég er mjög hrifinn af en hann virðist ekki alveg finna fjölina í ár,“ sagði Rúnar. Tveir afar efnilegir hjá Haukum og Val Guðmundur Bragi Ástþórsson, ung og efnileg skytta Hauka, var í 3. sæti: „Hann er að rústa Grill-deildinni einn síns liðs. Ég held að hann hafi verið með 14 mörk í síðasta leik fyrir ungmennalið Hauka. Hann hefur verið að koma inn á í „rusltíma“ í Olís-deildinni, fékk smátíma alla vega á undirbúningstímabilinu til að koma inn á. Hann fengi klárlega hlutverk í lélegri liðunum í deildinni, stærra hlutverk en hjá toppliði Hauka, og það er spurning hvort að þeir ættu að láta hann fara og koma þá með meiri reynslu til baka.“ Svipaða sögu var að segja af næsta manni, Benedikt Óskarssyni úr Val, sem fæddur er 2002 eins og Guðmundur. Benedikt er sonur Óskars Bjarna Óskarssonar, aðstoðarþjálfara Vals og eins mesta Valsara sem um getur, svo rætur hans eru sterkar á Hlíðarenda: „Hann er miðjumaður, lykilmaður í ungmennaliði Vals, með 10 mörk í leik. Ef við horfum á leikmannahóp Vals þá er Anton Rúnarsson leikstjórnandi númer 1, 2 og 3. Tumi Steinn [Rúnarsson] kemur inn, þó í mikið minna hlutverki en hjá Aftureldingu í fyrra, en Benedikt er alveg þar á eftir.“ Efstur á listanum var Magnús Öder, leikmaður Selfoss: „Hann er búinn að vera á skýrslu alla fjóra leikina hjá Selfossi en hefur ekki látið taka til sín sóknarlega. Eins og við vitum er þetta maður sem getur alveg skotið á markið. Það eiga sum lið í vandræðum með að skjóta markið, svo það er spurning hvort hann hugsi sér til hreyfings,“ sagði Rúnar. Klippa: Seinni bylgjan: Fimm sem ættu að hugsa sér til hreyfings
Olís-deild karla Seinni bylgjan Tengdar fréttir Topp fimm framtíðar landsliðsmenn Íslands Theodór Ingi Pálmason valdi fimm framtíðar landsliðsmenn Íslands úr Olís-deild karla í Seinni bylgjunni. 20. október 2020 14:00 Haukur um meiðslin: Mikill skellur en algjör klassi að fá að koma heim Vonarstjarna íslenska handboltans meiddist á hné eftir aðeins nokkra mánuði í atvinnumennsku. Það er samt enginn uppgjafartónn í Hauki Þrastarsyni eins og Henry Birgir Gunnarsson komst að í Seinni bylgjunni. 20. október 2020 12:00 Þórólfur sóttvarnalæknir og Gummi Gumm „alveg eins“ „Þeir eru bara alveg eins,“ segir Rúnar Sigtryggsson um Þórólf Guðnason sóttvarnalækni og Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara í handbolta. 20. október 2020 10:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Sjá meira
Topp fimm framtíðar landsliðsmenn Íslands Theodór Ingi Pálmason valdi fimm framtíðar landsliðsmenn Íslands úr Olís-deild karla í Seinni bylgjunni. 20. október 2020 14:00
Haukur um meiðslin: Mikill skellur en algjör klassi að fá að koma heim Vonarstjarna íslenska handboltans meiddist á hné eftir aðeins nokkra mánuði í atvinnumennsku. Það er samt enginn uppgjafartónn í Hauki Þrastarsyni eins og Henry Birgir Gunnarsson komst að í Seinni bylgjunni. 20. október 2020 12:00
Þórólfur sóttvarnalæknir og Gummi Gumm „alveg eins“ „Þeir eru bara alveg eins,“ segir Rúnar Sigtryggsson um Þórólf Guðnason sóttvarnalækni og Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara í handbolta. 20. október 2020 10:00