Katrín Tanja eins og kvikmyndastjarna: Með sitt eigið hjólhýsi á keppnistaðnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2020 08:31 Katrín Tanja Davíðsdóttir í kvöldsólinni í Kaliforníu. Instagram/@katrintanja Keppendurnir í ofurúrslitum heimsleikanna fá smá Hollywood meðferð á heimsleikunum en keppnin hefst á morgun. Katrín Tanja Davíðsdóttir er í hópi fimm kvenna og fimm karla sem keppa um heimsmeistaratitilinn í CrossFit. Þetta er í fyrsta sinn sem slík ofurúrslit ráða úrslitum í baráttunni um sigurinn á heimsleikunum. Keppnin fer nú fram í Aromas og nágrenni í norður Kaliforníu en CrossFit búgarðurinn er einmitt í Aromas. Vanalega eru tuttugu til þrjátíu keppendur að keppa á heimsleikunum og í fyrra voru keppendurnir yfir hundrað. Heimsfaraldurinn kallaði hins vegar á breytingar og lausnin til að ná að halda eina lokakeppni á einum stað var að útbúa fámenn úrslit. View this post on Instagram Checked in, ready to GO & looooving this California heat! Taking advantage of these extra couple days of summer with an ICE cold recovery water, pineapple coconut today! // @ascent_protein #Ascent #RecoveryWater #2days A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) on Oct 21, 2020 at 5:14pm PDT Niðurstaðan var því að skipta heimsleikunum í tvennt og búa til sérstök fimm manna ofurúrslit þar sem heimsmeistaratitlarnir verða í boði. Allir keppendur eru komnir inn í sérstaka CrossFit búbblu og mega ekki yfirgefa hana fyrr en eftir lokagreinina á sunnudaginn kemur. Instagram/katrintanja CrossFit samtökin passa upp á að hver og einn keppandi fái sinn stað á keppnisstaðnum. Þangað má enginn koma nema viðkomandi keppandi og eini aðstoðarmaður hans. Katrín Tanja og CrossFit stjörnurnar eru því eins og kvikmyndastjörnur því hver og einn er með merkt hjólhýsi á keppnisstaðnum. Við erum náttúrulega að tala um fimm bestu CrossFit karla og CrossFit konur heims og þetta eru stærstu stjörnur sinnar íþróttar í dag. Það er því full ástæða til að þau fái smá stjörnumeðferð á helgi sem þessari. Katrín Tanja sýndi frá hjólhýsinu í sínum sögum á Instagram í gær. Hér til hliðar má sjá mynd frá hjólhýsinu hennar. Keppendur hafa verið í búbblunni frá því um helgina og geta eflaust ekki beðið eftir því að fara að keppa. Þau hafa hins vegar allt til alls til að sinna lokaundirbúningi sínum fyrir heimsleikana og þurfa ekki að kvarta. Það er bara biðin sem getur tekið á. Fyrsta grein heimsleikanna fer fram á morgun klukkan átta um morguninn að staðartíma eða klukkan þrjú eftir hádegi að íslenskum tíma. Það verður síðan svaka keyrsla á þessum keppendum fram á sunnudagskvöldið. CrossFit Tengdar fréttir Þjálfari Katrínar Tönju skemmti sinni konu með danstilþrifum í búbblunni Katrín Tanja Davíðsdóttir er með þjálfarann sinn Ben Bergeron með sér í CrossFit búbblunni í Aromas í Kaliforníu og hann er ekki bara að pína hana áfram. 21. október 2020 08:30 Katrín Tanja nú í CrossFit búbblu með þeim bestu í heimi: Mjög strangar reglur Katrín Tanja Davíðsdóttir er mætt til Kaliforníu þar sem ofurúrslit heimsleikanna hefjast á föstudaginn en næstu dagar verða allt öðruvísi en hún er vön í aðdraganda slíkra leika. 20. október 2020 08:30 Fylgdust með æfingadegi hjá Katrínu Tönju og sáu hvernig er svindlað á okkar konu á æfingunum Smjörstrákarnir fengu að fylgjast með heilum æfingadegi hjá íslensku CrossFit stjörnunni Katrínu Tönju Davíðsdóttir nokkrum dögum fyrir ofurúrslit heimsleikana í CrossFit. 19. október 2020 09:00 Mældu hjartslátt Katrínar Tönju í handstöðuæfingunni sem hún rústaði Flottasta grein íslensku CrossFit stjörnunnar Katrínar Tönju Davíðsdóttir í fyrri hluta heimsleikanna var án efa handstöðuæfingin þar sem enginn af bestu CrossFit konum heimsins átti möguleika í hana. 16. október 2020 09:41 Katrín Tanja heimspekileg nokkrum dögum fyrir heimsleikana Íslenska CrossFit stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir deildi hugsunum sínum á samfélagsmiðlum nú þegar aðeins átta dagar eru í að keppnin um heimsmeistaratitilinn í CrossFit hefst. 15. október 2020 08:32 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Haukur magnaður í sigri Löwen Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Elvar skoraði tólf í naumu tapi Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sjáðu mörkin sem komu United upp fyrir Liverpool Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Sjá meira
Keppendurnir í ofurúrslitum heimsleikanna fá smá Hollywood meðferð á heimsleikunum en keppnin hefst á morgun. Katrín Tanja Davíðsdóttir er í hópi fimm kvenna og fimm karla sem keppa um heimsmeistaratitilinn í CrossFit. Þetta er í fyrsta sinn sem slík ofurúrslit ráða úrslitum í baráttunni um sigurinn á heimsleikunum. Keppnin fer nú fram í Aromas og nágrenni í norður Kaliforníu en CrossFit búgarðurinn er einmitt í Aromas. Vanalega eru tuttugu til þrjátíu keppendur að keppa á heimsleikunum og í fyrra voru keppendurnir yfir hundrað. Heimsfaraldurinn kallaði hins vegar á breytingar og lausnin til að ná að halda eina lokakeppni á einum stað var að útbúa fámenn úrslit. View this post on Instagram Checked in, ready to GO & looooving this California heat! Taking advantage of these extra couple days of summer with an ICE cold recovery water, pineapple coconut today! // @ascent_protein #Ascent #RecoveryWater #2days A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) on Oct 21, 2020 at 5:14pm PDT Niðurstaðan var því að skipta heimsleikunum í tvennt og búa til sérstök fimm manna ofurúrslit þar sem heimsmeistaratitlarnir verða í boði. Allir keppendur eru komnir inn í sérstaka CrossFit búbblu og mega ekki yfirgefa hana fyrr en eftir lokagreinina á sunnudaginn kemur. Instagram/katrintanja CrossFit samtökin passa upp á að hver og einn keppandi fái sinn stað á keppnisstaðnum. Þangað má enginn koma nema viðkomandi keppandi og eini aðstoðarmaður hans. Katrín Tanja og CrossFit stjörnurnar eru því eins og kvikmyndastjörnur því hver og einn er með merkt hjólhýsi á keppnisstaðnum. Við erum náttúrulega að tala um fimm bestu CrossFit karla og CrossFit konur heims og þetta eru stærstu stjörnur sinnar íþróttar í dag. Það er því full ástæða til að þau fái smá stjörnumeðferð á helgi sem þessari. Katrín Tanja sýndi frá hjólhýsinu í sínum sögum á Instagram í gær. Hér til hliðar má sjá mynd frá hjólhýsinu hennar. Keppendur hafa verið í búbblunni frá því um helgina og geta eflaust ekki beðið eftir því að fara að keppa. Þau hafa hins vegar allt til alls til að sinna lokaundirbúningi sínum fyrir heimsleikana og þurfa ekki að kvarta. Það er bara biðin sem getur tekið á. Fyrsta grein heimsleikanna fer fram á morgun klukkan átta um morguninn að staðartíma eða klukkan þrjú eftir hádegi að íslenskum tíma. Það verður síðan svaka keyrsla á þessum keppendum fram á sunnudagskvöldið.
CrossFit Tengdar fréttir Þjálfari Katrínar Tönju skemmti sinni konu með danstilþrifum í búbblunni Katrín Tanja Davíðsdóttir er með þjálfarann sinn Ben Bergeron með sér í CrossFit búbblunni í Aromas í Kaliforníu og hann er ekki bara að pína hana áfram. 21. október 2020 08:30 Katrín Tanja nú í CrossFit búbblu með þeim bestu í heimi: Mjög strangar reglur Katrín Tanja Davíðsdóttir er mætt til Kaliforníu þar sem ofurúrslit heimsleikanna hefjast á föstudaginn en næstu dagar verða allt öðruvísi en hún er vön í aðdraganda slíkra leika. 20. október 2020 08:30 Fylgdust með æfingadegi hjá Katrínu Tönju og sáu hvernig er svindlað á okkar konu á æfingunum Smjörstrákarnir fengu að fylgjast með heilum æfingadegi hjá íslensku CrossFit stjörnunni Katrínu Tönju Davíðsdóttir nokkrum dögum fyrir ofurúrslit heimsleikana í CrossFit. 19. október 2020 09:00 Mældu hjartslátt Katrínar Tönju í handstöðuæfingunni sem hún rústaði Flottasta grein íslensku CrossFit stjörnunnar Katrínar Tönju Davíðsdóttir í fyrri hluta heimsleikanna var án efa handstöðuæfingin þar sem enginn af bestu CrossFit konum heimsins átti möguleika í hana. 16. október 2020 09:41 Katrín Tanja heimspekileg nokkrum dögum fyrir heimsleikana Íslenska CrossFit stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir deildi hugsunum sínum á samfélagsmiðlum nú þegar aðeins átta dagar eru í að keppnin um heimsmeistaratitilinn í CrossFit hefst. 15. október 2020 08:32 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Haukur magnaður í sigri Löwen Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Elvar skoraði tólf í naumu tapi Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sjáðu mörkin sem komu United upp fyrir Liverpool Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Sjá meira
Þjálfari Katrínar Tönju skemmti sinni konu með danstilþrifum í búbblunni Katrín Tanja Davíðsdóttir er með þjálfarann sinn Ben Bergeron með sér í CrossFit búbblunni í Aromas í Kaliforníu og hann er ekki bara að pína hana áfram. 21. október 2020 08:30
Katrín Tanja nú í CrossFit búbblu með þeim bestu í heimi: Mjög strangar reglur Katrín Tanja Davíðsdóttir er mætt til Kaliforníu þar sem ofurúrslit heimsleikanna hefjast á föstudaginn en næstu dagar verða allt öðruvísi en hún er vön í aðdraganda slíkra leika. 20. október 2020 08:30
Fylgdust með æfingadegi hjá Katrínu Tönju og sáu hvernig er svindlað á okkar konu á æfingunum Smjörstrákarnir fengu að fylgjast með heilum æfingadegi hjá íslensku CrossFit stjörnunni Katrínu Tönju Davíðsdóttir nokkrum dögum fyrir ofurúrslit heimsleikana í CrossFit. 19. október 2020 09:00
Mældu hjartslátt Katrínar Tönju í handstöðuæfingunni sem hún rústaði Flottasta grein íslensku CrossFit stjörnunnar Katrínar Tönju Davíðsdóttir í fyrri hluta heimsleikanna var án efa handstöðuæfingin þar sem enginn af bestu CrossFit konum heimsins átti möguleika í hana. 16. október 2020 09:41
Katrín Tanja heimspekileg nokkrum dögum fyrir heimsleikana Íslenska CrossFit stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir deildi hugsunum sínum á samfélagsmiðlum nú þegar aðeins átta dagar eru í að keppnin um heimsmeistaratitilinn í CrossFit hefst. 15. október 2020 08:32