Ánægjulegt að nýgengið sé á niðurleið en hefur áhyggjur af opnun líkamsræktarstöðva Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 21. október 2020 12:14 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna Kórónuveirunnar Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Tæplega helmingur þeirra 45 sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær var í sóttkví. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ánægjulegt að nýgengi smits sé á niðurleið. Hann hefur þó áhyggjur af því að smituðum geti fjölgað aftur í ljósi opnunar hjá líkamsræktarstöðvum. „Staðan er þannig að nýgengið er að fara niður og við sjáum að kúrvan er að fara niður en þetta getur alveg gengið svona upp og niður á milli daga. En það er greinilega niðursveifla í þessu og það er mjög ánægjulegt,“ segir Þórólfur í viðtali við fréttastofu. Hann telur að þær aðgerðir sem gripið hafi verið til á síðustu tveimur til þremur vikum og svo samtakamáttur þjóðarinnar séu að skila árangri. Það sé einnig ánægjulegt. „Við getum gert þetta ef við tökum höndum saman“ „Og sýnir það að við getum gert þetta ef við tökum höndum saman. Við þurfum bara að halda áfram til þess að ná þessu neðar niður á sama tíma og við förum kannski eitthvað að slaka á,“ segir Þórólfur. Aðspurður hvort hann búist við því að tölur yfir fjölda smitaðra fari hækkandi næstu daga frá því sem nú er segir hann það alveg geta gerst. „Það getur komið svona hópsýking upp einhvers staðar þar sem tölurnar fara upp eins og þessi hópsýking sem varð þarna í bátnum fyrir vestan þannig að það getur ýmislegt gerst sem gerir það að verkum að tölurnar fara upp aftur. Það skyldi maður aldrei útiloka en við vonum bara að það gerist ekki.“ Ósáttir við að vera áfram um borð með hinum sýktu Báturinn sem Þórólfur vísar til er frystiskipið Júlíus Germundsson frá Ísafirði. 19 af 25 áhafnarmeðlimum eru með Covid-19. Áhöfnin hafði verið um þrjár vikur á sjó og sýndu nokkrir starfsmenn flensueinkenni. Í gær fóru áhafnarmeðlimir í mótefnamælingu og mun niðurstaðan liggja fyrir síðar í dag. Heimildir fréttastofu herma að þeir sem ekki eru sýktir séu ósáttir með að þurfa að vera áfram um borð í togaranum með hinum sýktu þar til niðurstaða liggur fyrir. Spurður út í hvort ekki hafi verið talið betra að þeir myndu vera í sóttkví heima hjá sér segir Þórólfur: „Það er bara ákvörðun þeirra fyrir vestan hvernig að því er staðið. Sumir búa þarna fyrir vestan en helmingurinn af áhöfninni býr annars staðar, býr hér á höfuðborgarsvæðinu til dæmis og það er meiriháttar mál að flytja þá á milli landshluta fyrr en við vitum hvernig staðan er. Það er allt bara í undirbúningi.“ Hættuspil að hópast saman Þó nokkuð margar líkamsræktarstöðvar opnuðu í gær í samræmi við reglugerð heilbrigðisráðherra. Reglugerðin heimilar líkamsræktarstöðvum að halda hópatíma þar sem tuttugu manna samkomubann er virt og ítrustu sóttvörnum fylgt. Ljóst er að margir hafa beðið spenntir eftir því að komast aftur í ræktina en til dæmis var nánast fullt í alla hópatíma hjá World Class í gær. Þórólfur kveðst hafa áhyggjur af því að smituðum geti fjölgað vegna þessa. „Ef fólk fer að hópast saman og það skiptir engu máli hvað við köllum starfsemina þar sem fólk er að hópast saman. Öll starfsemi þar sem fólk hópast saman og er kannski hvert ofan í öðru, það er áhættuspil hvað varðar veiruna og það er það sem við erum að reyna biðja menn um að forðast og gera ekki. Það er að segja að hópast ekki saman, vera ekki í mikilli nánd og passa snertingu á sameiginlegum hlutum, sótthreinsa og hreinsa vel,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Tæplega helmingur þeirra 45 sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær var í sóttkví. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ánægjulegt að nýgengi smits sé á niðurleið. Hann hefur þó áhyggjur af því að smituðum geti fjölgað aftur í ljósi opnunar hjá líkamsræktarstöðvum. „Staðan er þannig að nýgengið er að fara niður og við sjáum að kúrvan er að fara niður en þetta getur alveg gengið svona upp og niður á milli daga. En það er greinilega niðursveifla í þessu og það er mjög ánægjulegt,“ segir Þórólfur í viðtali við fréttastofu. Hann telur að þær aðgerðir sem gripið hafi verið til á síðustu tveimur til þremur vikum og svo samtakamáttur þjóðarinnar séu að skila árangri. Það sé einnig ánægjulegt. „Við getum gert þetta ef við tökum höndum saman“ „Og sýnir það að við getum gert þetta ef við tökum höndum saman. Við þurfum bara að halda áfram til þess að ná þessu neðar niður á sama tíma og við förum kannski eitthvað að slaka á,“ segir Þórólfur. Aðspurður hvort hann búist við því að tölur yfir fjölda smitaðra fari hækkandi næstu daga frá því sem nú er segir hann það alveg geta gerst. „Það getur komið svona hópsýking upp einhvers staðar þar sem tölurnar fara upp eins og þessi hópsýking sem varð þarna í bátnum fyrir vestan þannig að það getur ýmislegt gerst sem gerir það að verkum að tölurnar fara upp aftur. Það skyldi maður aldrei útiloka en við vonum bara að það gerist ekki.“ Ósáttir við að vera áfram um borð með hinum sýktu Báturinn sem Þórólfur vísar til er frystiskipið Júlíus Germundsson frá Ísafirði. 19 af 25 áhafnarmeðlimum eru með Covid-19. Áhöfnin hafði verið um þrjár vikur á sjó og sýndu nokkrir starfsmenn flensueinkenni. Í gær fóru áhafnarmeðlimir í mótefnamælingu og mun niðurstaðan liggja fyrir síðar í dag. Heimildir fréttastofu herma að þeir sem ekki eru sýktir séu ósáttir með að þurfa að vera áfram um borð í togaranum með hinum sýktu þar til niðurstaða liggur fyrir. Spurður út í hvort ekki hafi verið talið betra að þeir myndu vera í sóttkví heima hjá sér segir Þórólfur: „Það er bara ákvörðun þeirra fyrir vestan hvernig að því er staðið. Sumir búa þarna fyrir vestan en helmingurinn af áhöfninni býr annars staðar, býr hér á höfuðborgarsvæðinu til dæmis og það er meiriháttar mál að flytja þá á milli landshluta fyrr en við vitum hvernig staðan er. Það er allt bara í undirbúningi.“ Hættuspil að hópast saman Þó nokkuð margar líkamsræktarstöðvar opnuðu í gær í samræmi við reglugerð heilbrigðisráðherra. Reglugerðin heimilar líkamsræktarstöðvum að halda hópatíma þar sem tuttugu manna samkomubann er virt og ítrustu sóttvörnum fylgt. Ljóst er að margir hafa beðið spenntir eftir því að komast aftur í ræktina en til dæmis var nánast fullt í alla hópatíma hjá World Class í gær. Þórólfur kveðst hafa áhyggjur af því að smituðum geti fjölgað vegna þessa. „Ef fólk fer að hópast saman og það skiptir engu máli hvað við köllum starfsemina þar sem fólk er að hópast saman. Öll starfsemi þar sem fólk hópast saman og er kannski hvert ofan í öðru, það er áhættuspil hvað varðar veiruna og það er það sem við erum að reyna biðja menn um að forðast og gera ekki. Það er að segja að hópast ekki saman, vera ekki í mikilli nánd og passa snertingu á sameiginlegum hlutum, sótthreinsa og hreinsa vel,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira