Valur í Meistaradeild en æfingabann og leikjaleysi setur strik í reikninginn Sindri Sverrisson skrifar 21. október 2020 12:30 Sjö leikmenn Vals eru með landsliðinu í Svíþjóð og því fámennt á æfingum á Hlíðarenda þessa dagana, þar sem þar að auki þarf að fylgja ströngum sóttvarnareglum. vísir/vilhelm Ríkjandi Íslandsmeistarar Vals í knattspyrnu kvenna fá að vita á morgun hvort þær leika á heima- eða útivelli, og gegn hvaða liði, í fyrri umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Ljóst er að Valskonur spila 3. eða 4. nóvember, á Íslandi í Finnlandi eða í Færeyjum, en íþróttir með snertingu eru bannaðar á höfuðborgarsvæðinu til 3. nóvember og hafa verið bannaðar síðustu tvær vikur. Það gerir undirbúning Valsliðsins erfiðan, sem og sú staðreynd að sjö leikmanna liðsins eru nú komnir með íslenska landsliðinu til Svíþjóðar og verða þar fram yfir landsleikinn í Gautaborg 27. október. Eiður Benedikt Eiríksson, aðstoðarþjálfari Vals, tekur undir að undirbúningur fyrir Meistaradeildarleikina sé snúinn. Hann bendir á að mánuður verði liðinn frá síðasta leik Vals þegar liðið leikur í Meistaradeildinni. „Þetta er hálfömurleg staða að vera í. Við höfum verið að æfa með alla leikmenn í sitt hvoru laginu. Þær fengu bara bolta heim og sinna sínu heimaprógrammi. Í gær gat hópurinn komið saman á Hlíðarenda, þó hann telji núna aðeins um tíu leikmenn vegna landsleiksins, en við þurftum að fara eftir reglum um tveggja metra reglu og annað slíkt. Þetta er ekki besti undirbúningurinn en við reynum að gera gott út úr þessu.“ Mæta HJK Helsinki eða KÍ Klaksvík Dregist hefur á langinn að hefja undankeppni Meistaradeildarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Ákveðið var að breyta undankeppninni svo að í henni verða leiknar tvær stuttar umferðir, með stökum útsláttarleikjum í stað þess að leika heima og að heiman. Valur þarf því að vinna tvo leiki (og slá þar með út tvo andstæðinga) til að komast í 32-liða úrslitin. Þangað stefna Valskonur fullum fetum, segir Eiður. Seinni umferð undankeppninnar er 18. og 19. nóvember (þá verður keppni væntanlega hafin að nýju í Pepsi Max-deildinni) og 32-liða úrslitin í jólamánuðinum, 8.-9. og 15.-16. desember. Valskonur eru ríkjandi Íslandsmeistarar en töpuðu fyrir Breiðabliki í toppslagnum 3. október. Síðan þá hefur liðið ekki getað spilað vegna íþróttabanns á höfuðborgarsvæðinu.vísir/hulda margrét Dregið verður í fyrri umferðina á morgun og hefur UEFA skipt liðunum 40 í tíu hópa eftir því hvar í Evrópu þau eru staðsett. Innan hvers hóps eru svo tvö sterkari lið, sem ekki geta mæst, og tvö lægra skrifuð lið. Valur og Vålerenga frá Noregi eru í efri styrkleikaflokki og geta dregist gegn HJK Helsinki frá Finnlandi eða KÍ Klaksvík frá Færeyjum. Sömuleiðis er dregið um það hvaða lið fá heimaleiki. Saman á hóteli í Reykjavík eða úti Eiður segir ljóst að ef Valskonur fái ekki að æfa með hefðbundnum hætti fram til 3. nóvember þá fari liðið í vinnusóttkví á Íslandi verði leikurinn hér, eða til Finnlands eða Færeyja eins fljótt og auðið er. „Ef að við fengjum leik heima á Íslandi hugsa ég að við færum saman á hótel og æfðum saman í „búbblu“ eins og landsliðin hafa verið að gera. Landsliðskonurnar gætu þá komið strax til móts við okkur þar. Sama yrði uppi á teningnum ef við færum í útileik. Þá myndu þær sem eru í landsliðinu hugsanlega koma beint þangað frá Svíþjóð,“ segir Eiður. Þurfa ekki að hætta við eins og handboltaliðin Valur dró handknattleikslið sín úr Evrópukeppnum vegna kórónuveirufaraldursins nú í haust. Eiður segir hins vegar ekkert annað hafa komið til greina en að knattspyrnukonur félagsins myndu spila í Meistaradeildinni. Það sé enda staðreynd að vegna peninga frá UEFA komi Valur svo að segja út á sléttu við að taka þátt í keppninni, og hagnist af þátttöku komist liðið í 16-liða úrslit, en að þátttaka í handboltakeppnunum kosti aftur á móti nokkrar milljónir. Meistaradeild Evrópu Valur Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Ríkjandi Íslandsmeistarar Vals í knattspyrnu kvenna fá að vita á morgun hvort þær leika á heima- eða útivelli, og gegn hvaða liði, í fyrri umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Ljóst er að Valskonur spila 3. eða 4. nóvember, á Íslandi í Finnlandi eða í Færeyjum, en íþróttir með snertingu eru bannaðar á höfuðborgarsvæðinu til 3. nóvember og hafa verið bannaðar síðustu tvær vikur. Það gerir undirbúning Valsliðsins erfiðan, sem og sú staðreynd að sjö leikmanna liðsins eru nú komnir með íslenska landsliðinu til Svíþjóðar og verða þar fram yfir landsleikinn í Gautaborg 27. október. Eiður Benedikt Eiríksson, aðstoðarþjálfari Vals, tekur undir að undirbúningur fyrir Meistaradeildarleikina sé snúinn. Hann bendir á að mánuður verði liðinn frá síðasta leik Vals þegar liðið leikur í Meistaradeildinni. „Þetta er hálfömurleg staða að vera í. Við höfum verið að æfa með alla leikmenn í sitt hvoru laginu. Þær fengu bara bolta heim og sinna sínu heimaprógrammi. Í gær gat hópurinn komið saman á Hlíðarenda, þó hann telji núna aðeins um tíu leikmenn vegna landsleiksins, en við þurftum að fara eftir reglum um tveggja metra reglu og annað slíkt. Þetta er ekki besti undirbúningurinn en við reynum að gera gott út úr þessu.“ Mæta HJK Helsinki eða KÍ Klaksvík Dregist hefur á langinn að hefja undankeppni Meistaradeildarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Ákveðið var að breyta undankeppninni svo að í henni verða leiknar tvær stuttar umferðir, með stökum útsláttarleikjum í stað þess að leika heima og að heiman. Valur þarf því að vinna tvo leiki (og slá þar með út tvo andstæðinga) til að komast í 32-liða úrslitin. Þangað stefna Valskonur fullum fetum, segir Eiður. Seinni umferð undankeppninnar er 18. og 19. nóvember (þá verður keppni væntanlega hafin að nýju í Pepsi Max-deildinni) og 32-liða úrslitin í jólamánuðinum, 8.-9. og 15.-16. desember. Valskonur eru ríkjandi Íslandsmeistarar en töpuðu fyrir Breiðabliki í toppslagnum 3. október. Síðan þá hefur liðið ekki getað spilað vegna íþróttabanns á höfuðborgarsvæðinu.vísir/hulda margrét Dregið verður í fyrri umferðina á morgun og hefur UEFA skipt liðunum 40 í tíu hópa eftir því hvar í Evrópu þau eru staðsett. Innan hvers hóps eru svo tvö sterkari lið, sem ekki geta mæst, og tvö lægra skrifuð lið. Valur og Vålerenga frá Noregi eru í efri styrkleikaflokki og geta dregist gegn HJK Helsinki frá Finnlandi eða KÍ Klaksvík frá Færeyjum. Sömuleiðis er dregið um það hvaða lið fá heimaleiki. Saman á hóteli í Reykjavík eða úti Eiður segir ljóst að ef Valskonur fái ekki að æfa með hefðbundnum hætti fram til 3. nóvember þá fari liðið í vinnusóttkví á Íslandi verði leikurinn hér, eða til Finnlands eða Færeyja eins fljótt og auðið er. „Ef að við fengjum leik heima á Íslandi hugsa ég að við færum saman á hótel og æfðum saman í „búbblu“ eins og landsliðin hafa verið að gera. Landsliðskonurnar gætu þá komið strax til móts við okkur þar. Sama yrði uppi á teningnum ef við færum í útileik. Þá myndu þær sem eru í landsliðinu hugsanlega koma beint þangað frá Svíþjóð,“ segir Eiður. Þurfa ekki að hætta við eins og handboltaliðin Valur dró handknattleikslið sín úr Evrópukeppnum vegna kórónuveirufaraldursins nú í haust. Eiður segir hins vegar ekkert annað hafa komið til greina en að knattspyrnukonur félagsins myndu spila í Meistaradeildinni. Það sé enda staðreynd að vegna peninga frá UEFA komi Valur svo að segja út á sléttu við að taka þátt í keppninni, og hagnist af þátttöku komist liðið í 16-liða úrslit, en að þátttaka í handboltakeppnunum kosti aftur á móti nokkrar milljónir.
Meistaradeild Evrópu Valur Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira