Ríkið sýknað af kröfum Kristjáns Viðars og dánarbús Tryggva Rúnars Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. október 2020 21:32 Sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu sem sýknaðir voru af öllum ákærum af Hæstarétti í september árið 2018. VÍSIR Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfum Kristjáns Viðars Júlíussonar og dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar. Kristján krafði ríkið um 1,4 milljarða króna í bætur en krafa dánarbús Tryggva hljóðaði upp á 1,6 milljarða króna. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Kröfurnar má rekja til Guðmundar- og Geirfinnsmálsins svokallaða en Tryggvi Rúnar og Kristján voru sakfelldir vegna hvarfs Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar árið 1980. Hæstiréttur tók mál þeirra upp og sýknaði fimmmenningana árið 2018. Mál Kristjáns Viðars og dánarbús Tryggva Rúnars eru aðskilin. Bótakrafa Kristjáns Viðars var byggð á því að hann hafi verið talinn sekur maður að ósekju í nærri fjörutíu ár. Auk þess sat hann inni í rúm sjö ár. Krafa Kristjáns tvíþætt Krafa Kristjáns fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur var tvíþætt. Annars vegar miskabótakrafa fyrir brot gegn friði, persónu og æru hans, sem hljóðar upp á 1,63 milljarða. Hins vegar var um að ræða kröfu að fjárhæð 25 milljóna vegna þess fjártjóns sem hann varð fyrir við það að möguleikar hans til tekjuöflunar óýttust. Hvað miskabótakröfuna varðar er vísað til ólögmætra rannsóknaraðferða og galla á málsmeðferð. Hér má lesa dóm Kristjáns Viðars Júlíussonar. Krafa dánarbús Tryggva þríþætt Dánarbú Tryggva Rúnars tefldi fram þríþættri kröfu. Í fyrsta lagi vegna þeirrar frelsisskerðingar sem hann sætti í gæsluvarðhaldi og vegna annarra rannsóknaraðgerða sem hafi beinst að honum. Í öðru lagi vegna þess áfellisdóms sem kveðinn var upp yfir honum í Hæstarétti árið 1980 og afleiðinga hans og í þriðja lagi vegna þeirrar frelsisskerðingar sem hann sætti meðan hann afplánaði fangelsisrefsingu. Tryggvi Rúnar lést árið 2009 og rekur dánarbú hans málið. Tryggvi var á sínum tíma dæmdur til 13 ára fangelsisvistar. Hér má lesa dóm dánarbús Tryggva Rúnars Jónssonar. Alls voru 774 milljónir greiddar úr ríkissjóði í gær til þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í Hæstarétti í september 2018 og til maka og barna þeirra tveggja sem látnir eru. Þá fékk Kristján Viðar 204 milljónir og aðstandendur Tryggva Rúnars alls 171 milljón. Vísað til yfirlýsinga á blaðamannafundi árið 1977 Er í kröfum Kristjáns Viðars meðal annars vísað til þess að á blaðamannafundi hjá Sakadómi Reykjavíkur hafi því verið slegið föstu af hálfu handhafa ríkisvalds að stefnandi væri einn geranda í Guðmundar og geirfinnsmálinu. Kemur fram að: ,,Á þessum tímapunkti höfðu ákærur í málunum enn ekki verið gefnar út, og var fjarri því að fallið hefði dómur um málin. Eðli máls samkvæmt hafi mikið og ítarlega verið fjallað um þetta í fjölmiðlum á þessum tíma með tilheyrandi afleiðingum fyrir stefnanda.“ Fyrirgert rétti sínu til bóta Í máli Kristjáns Viðars vísar dómurinn til þess að Hæstiréttur hafi á sínum tíma ekki tekið efnislega afstöðu til málsatvika. Því standi málsatvikalýsing frá því þegar upphaflega var dæmt í málinu. Kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að: „Með vísan til framburða þeirra sem stefnandi gaf fyrir dómi hefur hann sjálfur valdið þeim aðgerðum sem hann reisir kröfur sínar á. Því hefur stefnandi fyrirgert rétti sínum til bóta.“ Skorti skýrleika Í rökstuðningi dómsins í máli dánarbús Tryggva Rúnars segir m.a. að „verulega skortir á skýrleika í málatilbúnaði stefnanda um það hvernig stefnandi, það er dánarbú Tryggva Rúnars Leifssonar, geti verið aðili að máli þessu og á hverju dánarbúið byggi rétt sinn til hinna umkröfðu bóta.“ Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfum Kristjáns Viðars Júlíussonar og dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar. Kristján krafði ríkið um 1,4 milljarða króna í bætur en krafa dánarbús Tryggva hljóðaði upp á 1,6 milljarða króna. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Kröfurnar má rekja til Guðmundar- og Geirfinnsmálsins svokallaða en Tryggvi Rúnar og Kristján voru sakfelldir vegna hvarfs Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar árið 1980. Hæstiréttur tók mál þeirra upp og sýknaði fimmmenningana árið 2018. Mál Kristjáns Viðars og dánarbús Tryggva Rúnars eru aðskilin. Bótakrafa Kristjáns Viðars var byggð á því að hann hafi verið talinn sekur maður að ósekju í nærri fjörutíu ár. Auk þess sat hann inni í rúm sjö ár. Krafa Kristjáns tvíþætt Krafa Kristjáns fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur var tvíþætt. Annars vegar miskabótakrafa fyrir brot gegn friði, persónu og æru hans, sem hljóðar upp á 1,63 milljarða. Hins vegar var um að ræða kröfu að fjárhæð 25 milljóna vegna þess fjártjóns sem hann varð fyrir við það að möguleikar hans til tekjuöflunar óýttust. Hvað miskabótakröfuna varðar er vísað til ólögmætra rannsóknaraðferða og galla á málsmeðferð. Hér má lesa dóm Kristjáns Viðars Júlíussonar. Krafa dánarbús Tryggva þríþætt Dánarbú Tryggva Rúnars tefldi fram þríþættri kröfu. Í fyrsta lagi vegna þeirrar frelsisskerðingar sem hann sætti í gæsluvarðhaldi og vegna annarra rannsóknaraðgerða sem hafi beinst að honum. Í öðru lagi vegna þess áfellisdóms sem kveðinn var upp yfir honum í Hæstarétti árið 1980 og afleiðinga hans og í þriðja lagi vegna þeirrar frelsisskerðingar sem hann sætti meðan hann afplánaði fangelsisrefsingu. Tryggvi Rúnar lést árið 2009 og rekur dánarbú hans málið. Tryggvi var á sínum tíma dæmdur til 13 ára fangelsisvistar. Hér má lesa dóm dánarbús Tryggva Rúnars Jónssonar. Alls voru 774 milljónir greiddar úr ríkissjóði í gær til þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í Hæstarétti í september 2018 og til maka og barna þeirra tveggja sem látnir eru. Þá fékk Kristján Viðar 204 milljónir og aðstandendur Tryggva Rúnars alls 171 milljón. Vísað til yfirlýsinga á blaðamannafundi árið 1977 Er í kröfum Kristjáns Viðars meðal annars vísað til þess að á blaðamannafundi hjá Sakadómi Reykjavíkur hafi því verið slegið föstu af hálfu handhafa ríkisvalds að stefnandi væri einn geranda í Guðmundar og geirfinnsmálinu. Kemur fram að: ,,Á þessum tímapunkti höfðu ákærur í málunum enn ekki verið gefnar út, og var fjarri því að fallið hefði dómur um málin. Eðli máls samkvæmt hafi mikið og ítarlega verið fjallað um þetta í fjölmiðlum á þessum tíma með tilheyrandi afleiðingum fyrir stefnanda.“ Fyrirgert rétti sínu til bóta Í máli Kristjáns Viðars vísar dómurinn til þess að Hæstiréttur hafi á sínum tíma ekki tekið efnislega afstöðu til málsatvika. Því standi málsatvikalýsing frá því þegar upphaflega var dæmt í málinu. Kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að: „Með vísan til framburða þeirra sem stefnandi gaf fyrir dómi hefur hann sjálfur valdið þeim aðgerðum sem hann reisir kröfur sínar á. Því hefur stefnandi fyrirgert rétti sínum til bóta.“ Skorti skýrleika Í rökstuðningi dómsins í máli dánarbús Tryggva Rúnars segir m.a. að „verulega skortir á skýrleika í málatilbúnaði stefnanda um það hvernig stefnandi, það er dánarbú Tryggva Rúnars Leifssonar, geti verið aðili að máli þessu og á hverju dánarbúið byggi rétt sinn til hinna umkröfðu bóta.“
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent