„Ég hefði átt að taka forseta Alþingis með mér“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. október 2020 20:05 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis sat hinn rólegasti á meðan skjálftinn reið yfir. VÍSIR „Það voru ákveðin mistök hjá mér að hlaupa þarna einn undir hurðarkarminn. Ég hefði átt að taka forseta Alþingis með mér eins og bent hefur verið á en ég bara man það næst,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata um hlaupin úr pontu þegar jarðskjálftinn reið yfir. Í útsendingu Alþingis heyrðist vel í glamri í þingsal og sat Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis hinn rólegasti á meðan Helgi Hrafn tók á rás. Jarðskjálftinn varð um fimm kílómetrum vestan við Kleifarvatn klukkan 13.43 í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni mældist hann 5,6 að stærð. Um fimmtíu eftirskjálftar hafa orðið á svæðinu í kjölfarið og fer þeim fjölgandi. Jarðskjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og var hann á allra vörum í dag. Þeir Viktor Frans Hjartarson og Kacper Kaczynski voru í dálitla stund að fatta að um jarðskjálfta væri að ræða. „Ég áttaði mig ekki á því að þetta væri jarðskjálfti. Svo fattaði ég það seinna þegar allir voru í sjokki. Allir vinir okkar sendu á okkur sklaboð.“ Hefur ekki fundið svona sterkan skjálfta í langan tíma „Manni brá bara. Auðvitað datt manni strax í hug að þetta væri jarðskjálfti. Það var allt í lagi hér. Það hristist ekkert mjög mikið og ekkert féll úr hillum,“ sagði Agnes Sigurðardóttir. „Það hristist allt hér. Ég hef ekki fundið fyrir svona sterkum skjálfta í langan tíma,“ sagði Alexandra Lýðsdóttir. Í myndbandinu hér að neðan má heyra hvað fólk hafði að segja um jarðskjálftann. Eldgos og jarðhræringar Alþingi Reykjavík Píratar Grín og gaman Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Allt lék á reiðiskjálfi á suðvesturhorni landsins Stór jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu nú á öðrum tímanum. 20. október 2020 13:47 Myndband sýnir vel hvernig jarðskjálftinn gekk yfir Myndband sem Borgnesingurinn Heiðrún Helga Bjarnadóttir tók upp á meðan jarðskálftinn reið yfir Suðvesturhornið í dag sýnir vel hvernig hann gekk yfir. 20. október 2020 15:56 Rúmlega 400 eftirskjálftar Skjálftavirkni á Núpshlíðarhálsi og í Fagradalsfjalli mælist enn mikil. Samkvæmt Veðurstofu Íslands hafa mælst rúmlega 400 eftirskjálftar frá því stærsti skjálftinn varð klukkan 13:43 í dag. 20. október 2020 18:28 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
„Það voru ákveðin mistök hjá mér að hlaupa þarna einn undir hurðarkarminn. Ég hefði átt að taka forseta Alþingis með mér eins og bent hefur verið á en ég bara man það næst,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata um hlaupin úr pontu þegar jarðskjálftinn reið yfir. Í útsendingu Alþingis heyrðist vel í glamri í þingsal og sat Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis hinn rólegasti á meðan Helgi Hrafn tók á rás. Jarðskjálftinn varð um fimm kílómetrum vestan við Kleifarvatn klukkan 13.43 í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni mældist hann 5,6 að stærð. Um fimmtíu eftirskjálftar hafa orðið á svæðinu í kjölfarið og fer þeim fjölgandi. Jarðskjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og var hann á allra vörum í dag. Þeir Viktor Frans Hjartarson og Kacper Kaczynski voru í dálitla stund að fatta að um jarðskjálfta væri að ræða. „Ég áttaði mig ekki á því að þetta væri jarðskjálfti. Svo fattaði ég það seinna þegar allir voru í sjokki. Allir vinir okkar sendu á okkur sklaboð.“ Hefur ekki fundið svona sterkan skjálfta í langan tíma „Manni brá bara. Auðvitað datt manni strax í hug að þetta væri jarðskjálfti. Það var allt í lagi hér. Það hristist ekkert mjög mikið og ekkert féll úr hillum,“ sagði Agnes Sigurðardóttir. „Það hristist allt hér. Ég hef ekki fundið fyrir svona sterkum skjálfta í langan tíma,“ sagði Alexandra Lýðsdóttir. Í myndbandinu hér að neðan má heyra hvað fólk hafði að segja um jarðskjálftann.
Eldgos og jarðhræringar Alþingi Reykjavík Píratar Grín og gaman Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Allt lék á reiðiskjálfi á suðvesturhorni landsins Stór jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu nú á öðrum tímanum. 20. október 2020 13:47 Myndband sýnir vel hvernig jarðskjálftinn gekk yfir Myndband sem Borgnesingurinn Heiðrún Helga Bjarnadóttir tók upp á meðan jarðskálftinn reið yfir Suðvesturhornið í dag sýnir vel hvernig hann gekk yfir. 20. október 2020 15:56 Rúmlega 400 eftirskjálftar Skjálftavirkni á Núpshlíðarhálsi og í Fagradalsfjalli mælist enn mikil. Samkvæmt Veðurstofu Íslands hafa mælst rúmlega 400 eftirskjálftar frá því stærsti skjálftinn varð klukkan 13:43 í dag. 20. október 2020 18:28 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Allt lék á reiðiskjálfi á suðvesturhorni landsins Stór jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu nú á öðrum tímanum. 20. október 2020 13:47
Myndband sýnir vel hvernig jarðskjálftinn gekk yfir Myndband sem Borgnesingurinn Heiðrún Helga Bjarnadóttir tók upp á meðan jarðskálftinn reið yfir Suðvesturhornið í dag sýnir vel hvernig hann gekk yfir. 20. október 2020 15:56
Rúmlega 400 eftirskjálftar Skjálftavirkni á Núpshlíðarhálsi og í Fagradalsfjalli mælist enn mikil. Samkvæmt Veðurstofu Íslands hafa mælst rúmlega 400 eftirskjálftar frá því stærsti skjálftinn varð klukkan 13:43 í dag. 20. október 2020 18:28