110 smit rakin beint til líkamsræktarstöðva og annarra íþrótta Kristín Ólafsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 20. október 2020 16:39 Líkamsræktarstöðvar fengu að opna á ný í dag og bjóða upp á hópatíma. Tækjasalir eru þó enn lokaðir. Vísir/Vilhelm 110 kórónuveirusmit hafa verið rakin beint til líkamsræktarstöðva og annarrar íþróttaiðkunar. Þar eru ekki meðtalin afleidd smit sem væntanlega hlaupa á hundruðum. Þetta kemur fram í svari almannavarna við fyrirspurn fréttastofu. Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um aðgerðir vegna kórónuveirunnar tók gildi í dag. Með henni fengu líkamsræktarstöðvar að opna á ný, innan ramma reglugerðarinnar, eftir að hafa verið gert að loka í byrjun mánaðar. Stöðvarnar mega halda úti hóptímum, að uppfylltum skilyrðum um sóttvarnir, tveggja metra reglu og fjöldatakmarkanir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna að sér þætti ekki hyggilegt að opna líkamsræktarstöðvar á ný í ljósi þess að þær væru „aðaluppspretta faraldursins“ sem nú gengur yfir. Fram kom í svari almannavarna við fyrirspurn Vísis í síðustu viku að margir hefðu smitast af veirunni í tengslum við íþróttaiðkun. Þannig var stærsta hópsýking faraldursins rakin til Hnefaleikafélags Kópavogs, þar sem 55 greindust með veiruna. Hún dreifði sér svo til 180 annarra og kom af stað minnst fimm minni hópsýkingum, sem m.a. tengist skólum, líkamsrækt og skemmtistöðum. Þá hefur tekist að rekja minnst tíu hópsýkingar sem telja 30-50 manns. Einhverjar þeirra tengjast líkamsrækt, að því er fram kom í svari almannavarna við fyrirspurn Vísis í síðustu viku. Eins og staðan er í dag hefur tekist að rekja 110 smit beint til líkamsræktarstöðva og annarrar íþróttaiðkunar. Þar eru ekki meðtalin afleidd smit sem hlaupa væntanlega á hundruðum. Þegar kom fram í liðinni viku að á sjötta hundrað hefðu greinst með veiruna í þremur stærstu hópsýkingum landsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir „Ekki borin virðing fyrir fjölmennustu fjöldahreyfingu landsins“ Formaður Körfuknattleikssambands Íslands segir að ekki sé borin virðing fyrir íþróttahreyfingunni í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Hann kallar eftir betra samtali við yfirvöld. 20. október 2020 13:31 Stútfullt í tíma í World Class en Hreyfing hættir við að opna Forsvarsmenn líkamsræktarstöðvarinnar Hreyfingar hafa ákveðið að opna ekki fyrir hóptíma í stöð sinni. Fullt er í flesta hóptíma í World Class í dag. 20. október 2020 12:20 Segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Hún hefur farið yfir málið með sóttvarnalækni. 20. október 2020 12:03 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
110 kórónuveirusmit hafa verið rakin beint til líkamsræktarstöðva og annarrar íþróttaiðkunar. Þar eru ekki meðtalin afleidd smit sem væntanlega hlaupa á hundruðum. Þetta kemur fram í svari almannavarna við fyrirspurn fréttastofu. Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um aðgerðir vegna kórónuveirunnar tók gildi í dag. Með henni fengu líkamsræktarstöðvar að opna á ný, innan ramma reglugerðarinnar, eftir að hafa verið gert að loka í byrjun mánaðar. Stöðvarnar mega halda úti hóptímum, að uppfylltum skilyrðum um sóttvarnir, tveggja metra reglu og fjöldatakmarkanir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna að sér þætti ekki hyggilegt að opna líkamsræktarstöðvar á ný í ljósi þess að þær væru „aðaluppspretta faraldursins“ sem nú gengur yfir. Fram kom í svari almannavarna við fyrirspurn Vísis í síðustu viku að margir hefðu smitast af veirunni í tengslum við íþróttaiðkun. Þannig var stærsta hópsýking faraldursins rakin til Hnefaleikafélags Kópavogs, þar sem 55 greindust með veiruna. Hún dreifði sér svo til 180 annarra og kom af stað minnst fimm minni hópsýkingum, sem m.a. tengist skólum, líkamsrækt og skemmtistöðum. Þá hefur tekist að rekja minnst tíu hópsýkingar sem telja 30-50 manns. Einhverjar þeirra tengjast líkamsrækt, að því er fram kom í svari almannavarna við fyrirspurn Vísis í síðustu viku. Eins og staðan er í dag hefur tekist að rekja 110 smit beint til líkamsræktarstöðva og annarrar íþróttaiðkunar. Þar eru ekki meðtalin afleidd smit sem hlaupa væntanlega á hundruðum. Þegar kom fram í liðinni viku að á sjötta hundrað hefðu greinst með veiruna í þremur stærstu hópsýkingum landsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir „Ekki borin virðing fyrir fjölmennustu fjöldahreyfingu landsins“ Formaður Körfuknattleikssambands Íslands segir að ekki sé borin virðing fyrir íþróttahreyfingunni í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Hann kallar eftir betra samtali við yfirvöld. 20. október 2020 13:31 Stútfullt í tíma í World Class en Hreyfing hættir við að opna Forsvarsmenn líkamsræktarstöðvarinnar Hreyfingar hafa ákveðið að opna ekki fyrir hóptíma í stöð sinni. Fullt er í flesta hóptíma í World Class í dag. 20. október 2020 12:20 Segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Hún hefur farið yfir málið með sóttvarnalækni. 20. október 2020 12:03 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
„Ekki borin virðing fyrir fjölmennustu fjöldahreyfingu landsins“ Formaður Körfuknattleikssambands Íslands segir að ekki sé borin virðing fyrir íþróttahreyfingunni í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Hann kallar eftir betra samtali við yfirvöld. 20. október 2020 13:31
Stútfullt í tíma í World Class en Hreyfing hættir við að opna Forsvarsmenn líkamsræktarstöðvarinnar Hreyfingar hafa ákveðið að opna ekki fyrir hóptíma í stöð sinni. Fullt er í flesta hóptíma í World Class í dag. 20. október 2020 12:20
Segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Hún hefur farið yfir málið með sóttvarnalækni. 20. október 2020 12:03