Stjórnvöld sökuð um virðingarleysi gagnvart lýðræðinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. október 2020 13:32 Reimar Pétursson lögmaður segir að gengið hafi verið á stjórnarskrárvarin réttindi fólks í marga mánuði. Umræða um aðgerðirnar hefði átt að fara fram á Alþingi. Vísir/Vilhelm Það er virðingarleysi gagnvart leikreglum lýðræðisins og valdaskiptingu samfélagsins að þingið skuli ekki hafa komið í ríkari mæli að ákvörðunum stjórnvalda í faraldrinum að mati Reimars Péturssonar, lögmanns. Reimar kom fyrir allsherjar- og menntamálanefnd í morgun þegar fjallað var um heimildir sóttvarnalæknis til aðgangs að persónuupplýsingum við rakningu kórónuveirusmita. Þar fjallaði hann almennt um aðgerðir stjórnvalda og setti annars vegar fram efasemdir um að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til hafi nægjanlega lagastoð og hins vegar efasemdir um niðurstöður nýlegrar álitsgerðar Páls Hreinssonar um valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra. Reimar Pétursson hæstaréttarlögmaður. Reimar segir sóttvarnarlög fábrotin og óljós um heimildir stjórnvalda. „Þetta er mjög óheppilegt þar sem verið er að skerða margs konar stjórnarskrárvarin réttindi sem einungis er heimilt að skerða þegar lög heimila.“ Líkt og fram hefur komið stendur til að endurskoða sóttvarnalög og greindi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, frá því á Alþingi í gær að ákveðið hefði verið að flýta þeirri endurskoðun í ljósi athugasemda sem fram koma í álitsgerðinni. Reimar bendir á að í Danmörku hafi sóttvarnarlögum verið breytt strax í upphafi faraldursins til að skýra allar heimildir stjórnvalda. Það hefði einnig átt að gera hér og telur Reimar að sú umræða hefði átt að fara fram á vettvangi Alþingis. „Ég hef ekki skilið hvers vegna frumvarp var ekki lagt fyrir þingið þegar ráðist var í þessar aðgerðir.“ Hann segir heimildina til að setja á samkomubann meðal annars óskýra. „Það þarf að vera skýrt hvað felst í þessu, hvort það sé til dæmis heimilt að banna fólki að koma saman í heimahúsum.“ Einnig sé heimild yfirvalda til að skikka fólk sem ekki er veikt í sóttkví hæpin. Stjórnarskráin hafi verið virt að vettugi í marga mánuði. „Svo er þessi álitsgerð pöntuð þegar öllum má vera ljóst að þessar heimildir eru óburðugar í einhvers konar tilraun til að réttlæta klaufaganginn. Í staðinn fyrir að ganga hreint til verks og laga þetta fá menn álitsgerð um að þetta hafi kannski verið í lagi,“ segir Reimar. „Þetta virðist mér einhvers konar virðingarleysi gagnvart leikreglum lýðræðisins og valdaskiptingu samfélagins að þingið skuli ekki hafa komið í ríkari mæli að reglusetningu. Að það eina sem þingið fái til umfjöllunar sé hvernig skipta eigi fé í ráðstafanir vegna þessara aðgerða,“ segir Reimar. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Fleiri fréttir Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Sjá meira
Það er virðingarleysi gagnvart leikreglum lýðræðisins og valdaskiptingu samfélagsins að þingið skuli ekki hafa komið í ríkari mæli að ákvörðunum stjórnvalda í faraldrinum að mati Reimars Péturssonar, lögmanns. Reimar kom fyrir allsherjar- og menntamálanefnd í morgun þegar fjallað var um heimildir sóttvarnalæknis til aðgangs að persónuupplýsingum við rakningu kórónuveirusmita. Þar fjallaði hann almennt um aðgerðir stjórnvalda og setti annars vegar fram efasemdir um að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til hafi nægjanlega lagastoð og hins vegar efasemdir um niðurstöður nýlegrar álitsgerðar Páls Hreinssonar um valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra. Reimar Pétursson hæstaréttarlögmaður. Reimar segir sóttvarnarlög fábrotin og óljós um heimildir stjórnvalda. „Þetta er mjög óheppilegt þar sem verið er að skerða margs konar stjórnarskrárvarin réttindi sem einungis er heimilt að skerða þegar lög heimila.“ Líkt og fram hefur komið stendur til að endurskoða sóttvarnalög og greindi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, frá því á Alþingi í gær að ákveðið hefði verið að flýta þeirri endurskoðun í ljósi athugasemda sem fram koma í álitsgerðinni. Reimar bendir á að í Danmörku hafi sóttvarnarlögum verið breytt strax í upphafi faraldursins til að skýra allar heimildir stjórnvalda. Það hefði einnig átt að gera hér og telur Reimar að sú umræða hefði átt að fara fram á vettvangi Alþingis. „Ég hef ekki skilið hvers vegna frumvarp var ekki lagt fyrir þingið þegar ráðist var í þessar aðgerðir.“ Hann segir heimildina til að setja á samkomubann meðal annars óskýra. „Það þarf að vera skýrt hvað felst í þessu, hvort það sé til dæmis heimilt að banna fólki að koma saman í heimahúsum.“ Einnig sé heimild yfirvalda til að skikka fólk sem ekki er veikt í sóttkví hæpin. Stjórnarskráin hafi verið virt að vettugi í marga mánuði. „Svo er þessi álitsgerð pöntuð þegar öllum má vera ljóst að þessar heimildir eru óburðugar í einhvers konar tilraun til að réttlæta klaufaganginn. Í staðinn fyrir að ganga hreint til verks og laga þetta fá menn álitsgerð um að þetta hafi kannski verið í lagi,“ segir Reimar. „Þetta virðist mér einhvers konar virðingarleysi gagnvart leikreglum lýðræðisins og valdaskiptingu samfélagins að þingið skuli ekki hafa komið í ríkari mæli að reglusetningu. Að það eina sem þingið fái til umfjöllunar sé hvernig skipta eigi fé í ráðstafanir vegna þessara aðgerða,“ segir Reimar.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Fleiri fréttir Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Sjá meira