Æfingar leyfðar en húsin lokuð Sindri Sverrisson skrifar 20. október 2020 12:25 Valsmenn geta æft í sínum íþróttahúsnæði en þurfa að uppfylla afar ströng skilyrði. Meðal annars að fylgja tveggja metra reglu og deila ekki bolta. vísir/Hulda Margrét Hver mega æfa, hvað má æfa og hvar má æfa íþróttir á höfuðborgarsvæðinu í dag? Upplýsingar um það hafa verið misvísandi og staðan er óskýr. Í reglugerð heilbrigðisráðherra sem tók gildi í dag eru íþróttir sem krefjast mikillar nálægðar eða snertingar við aðra bannaðar á höfuðborgarsvæðinu, til 3. nóvember. Á fundi ÍSÍ og íþróttasérsambandanna með fulltrúum heilbrigðisyfirvalda í gær var niðurstaðan sú að íþróttalið gætu æft, en að hvert sérsamband þyrfti þó að fá samþykktar æfingareglur. Virða þyrfti tveggja metra reglu á æfingum og 20 manna fjöldatakmörk, auk þess sem að fólk mætti ekki deila bolta eða öðrum áhöldum. Í gærkvöld kom aftur á móti fréttatilkynning frá almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins þess efnis að öll íþróttamannvirki og sundlaugar á vegum sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins yrðu áfram lokuð. Það gæti þó breyst fljótlega. Þetta þýðir að félög eins og Valur, sem eiga sín íþróttamannvirki, geta stundað æfingar að uppfylltum ströngum skilyrðum en félög sem treysta á mannvirki í eigu sveitarfélaganna þurfa að bíða enn um sinn. „Mikilvægast að menn vandi sig“ Jón Viðar Matthíasson, framkvæmdastjóri almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins, sagði við Vísi að markmiðið væri að vernda skólasamfélagið. Vegna þess hve misvísandi upplýsingar hefðu verið í gær þyrftu íþróttahreyfingin og sveitarfélögin tíma til að ráða ráðum sínum fyrir opnun íþróttamannvirkja: „Þetta er þannig verkefni að það þarf að setjast niður og útfæra þetta. Eins og margoft hefur komið fram er baráttan við þessa blessuðu veiru langhlaup, svo það skiptir ekki öllu máli hvort að 1-2 dagar líði áður en menn finna niðurstöðuna. Mikilvægast er að menn vandi sig við ákvarðanatökuna,“ segir Jón Viðar. Í fyrrgreindri fréttatilkynningu sem send var út í gær sagði að ákvörðunin yrði endurskoðuð að viku liðinni, í takti við álit sóttvarnalæknis. Jón Viðar segir þau tímamörk þó ekki heilög: „Ef að menn komast að einhverri niðurstöðu sem talar í takti við þau markmið sem allir eru með, að lágmarka útbreiðslu veirunnar, þá gæti það orðið fyrr.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski körfuboltinn Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Tengdar fréttir Nýjar reglur um samkomutakmarkanir hafa tekið gildi Tveggja metra nándarregla hefur nú gengið í gildi um allt land. 20. október 2020 06:57 Íþróttir utandyra og skólasund fellt niður Skóla- og íþróttasvið allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa tekið þá ákvörðun að öll íþróttakennsla muni fara fram utandyra og skólasund muni falla niður. Var það ákveðið í samráði við almannavarnir og með tilliti til leiðbeininga sóttvarnaryfirvalda. 19. október 2020 22:41 Æfingar hefjast á morgun en ströng skilyrði gilda Íþróttaæfingar geta hafist að nýju á morgun, hjá liðum á höfuðborgarsvæðinu, að uppfylltum afar ströngum skilyrðum. 19. október 2020 12:30 Golfið fær grænt ljós GSÍ hefur tilkynnt að golfvellir höfuðborgarsvæðisins muni opna aftur fyrir kylfingum núna á þriðjudag, eða 20. október. 18. október 2020 23:08 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira
Hver mega æfa, hvað má æfa og hvar má æfa íþróttir á höfuðborgarsvæðinu í dag? Upplýsingar um það hafa verið misvísandi og staðan er óskýr. Í reglugerð heilbrigðisráðherra sem tók gildi í dag eru íþróttir sem krefjast mikillar nálægðar eða snertingar við aðra bannaðar á höfuðborgarsvæðinu, til 3. nóvember. Á fundi ÍSÍ og íþróttasérsambandanna með fulltrúum heilbrigðisyfirvalda í gær var niðurstaðan sú að íþróttalið gætu æft, en að hvert sérsamband þyrfti þó að fá samþykktar æfingareglur. Virða þyrfti tveggja metra reglu á æfingum og 20 manna fjöldatakmörk, auk þess sem að fólk mætti ekki deila bolta eða öðrum áhöldum. Í gærkvöld kom aftur á móti fréttatilkynning frá almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins þess efnis að öll íþróttamannvirki og sundlaugar á vegum sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins yrðu áfram lokuð. Það gæti þó breyst fljótlega. Þetta þýðir að félög eins og Valur, sem eiga sín íþróttamannvirki, geta stundað æfingar að uppfylltum ströngum skilyrðum en félög sem treysta á mannvirki í eigu sveitarfélaganna þurfa að bíða enn um sinn. „Mikilvægast að menn vandi sig“ Jón Viðar Matthíasson, framkvæmdastjóri almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins, sagði við Vísi að markmiðið væri að vernda skólasamfélagið. Vegna þess hve misvísandi upplýsingar hefðu verið í gær þyrftu íþróttahreyfingin og sveitarfélögin tíma til að ráða ráðum sínum fyrir opnun íþróttamannvirkja: „Þetta er þannig verkefni að það þarf að setjast niður og útfæra þetta. Eins og margoft hefur komið fram er baráttan við þessa blessuðu veiru langhlaup, svo það skiptir ekki öllu máli hvort að 1-2 dagar líði áður en menn finna niðurstöðuna. Mikilvægast er að menn vandi sig við ákvarðanatökuna,“ segir Jón Viðar. Í fyrrgreindri fréttatilkynningu sem send var út í gær sagði að ákvörðunin yrði endurskoðuð að viku liðinni, í takti við álit sóttvarnalæknis. Jón Viðar segir þau tímamörk þó ekki heilög: „Ef að menn komast að einhverri niðurstöðu sem talar í takti við þau markmið sem allir eru með, að lágmarka útbreiðslu veirunnar, þá gæti það orðið fyrr.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski körfuboltinn Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Tengdar fréttir Nýjar reglur um samkomutakmarkanir hafa tekið gildi Tveggja metra nándarregla hefur nú gengið í gildi um allt land. 20. október 2020 06:57 Íþróttir utandyra og skólasund fellt niður Skóla- og íþróttasvið allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa tekið þá ákvörðun að öll íþróttakennsla muni fara fram utandyra og skólasund muni falla niður. Var það ákveðið í samráði við almannavarnir og með tilliti til leiðbeininga sóttvarnaryfirvalda. 19. október 2020 22:41 Æfingar hefjast á morgun en ströng skilyrði gilda Íþróttaæfingar geta hafist að nýju á morgun, hjá liðum á höfuðborgarsvæðinu, að uppfylltum afar ströngum skilyrðum. 19. október 2020 12:30 Golfið fær grænt ljós GSÍ hefur tilkynnt að golfvellir höfuðborgarsvæðisins muni opna aftur fyrir kylfingum núna á þriðjudag, eða 20. október. 18. október 2020 23:08 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira
Nýjar reglur um samkomutakmarkanir hafa tekið gildi Tveggja metra nándarregla hefur nú gengið í gildi um allt land. 20. október 2020 06:57
Íþróttir utandyra og skólasund fellt niður Skóla- og íþróttasvið allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa tekið þá ákvörðun að öll íþróttakennsla muni fara fram utandyra og skólasund muni falla niður. Var það ákveðið í samráði við almannavarnir og með tilliti til leiðbeininga sóttvarnaryfirvalda. 19. október 2020 22:41
Æfingar hefjast á morgun en ströng skilyrði gilda Íþróttaæfingar geta hafist að nýju á morgun, hjá liðum á höfuðborgarsvæðinu, að uppfylltum afar ströngum skilyrðum. 19. október 2020 12:30
Golfið fær grænt ljós GSÍ hefur tilkynnt að golfvellir höfuðborgarsvæðisins muni opna aftur fyrir kylfingum núna á þriðjudag, eða 20. október. 18. október 2020 23:08