Rakningarteymið skoðaði ekki hvað fólk keypti á barnum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. október 2020 12:12 Greiðslukortafærslur hafa verið nýttar til að rekja ferðir fólks í nokkrum tilvikum, meðal annars til að finna hverjir voru útsettir fyrir smiti á Irishman Pub. Vísir/Vilhelm Ekki var farið inn í kortafærslur og skoðað hvað fólk var að kaupa þegar færslurnar voru notaðar við rakningu kórónuveirusmita. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi allsherjar- og menntamálanefndar í morgun. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, og Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, komu fyrir allsherjar- og menntamálanefnd í morgun þar sem fjallað var um heimildir sóttvarnalæknis til aðgangs að persónuupplýsingum. Líkt og fram hefur komið hafa greiðslukortafærslur verið nýttar við smitrakningu í nokkrum tilvikum. Til að mynda til að komast að því hverjir voru útsettir fyrir smiti á Irishman Pub. Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.Vísir/Vilhelm Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður nefndarinnar, segist eftir fundinn telja að meðalhófs hafi verið gætt við aðgerðirnar. „Það kom í ljós að það var ekki farið inn í kortafærslurnar sjálfar þannig að það var ekki verið að rekja hvað fólk var að kaupa. Þær voru hins vegar notaðar til að finna fólkið sem var á staðnum,“ segir Páll og ítrekar að gera þurfi greinarmun á þessu. Þá hafi forstjóri Persónuverndar greint frá því að sóttvarnaryfirvöld hafi haft tilskilið samráð við embættið í undirbúningi aðgerða. Páll segir þetta flókið og viðkvæmt úrlausnarefni. Nauðsynlegt sé að taka umræðu þegar ríkisvaldið grípur til aðgerða sem hafa áhrif á stjórnarvarin mannréttindi fólks. „Ef farið hefði verið ofan í kortafærslurnar hefði það verið fyrir mér skýrt brot á meðalhófi en að nota kortin til að sjá hverjir voru á staðnum finnst mér í ljósi aðstæðna vera innan marka þess.“ Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Persónuvernd Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Ekki var farið inn í kortafærslur og skoðað hvað fólk var að kaupa þegar færslurnar voru notaðar við rakningu kórónuveirusmita. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi allsherjar- og menntamálanefndar í morgun. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, og Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, komu fyrir allsherjar- og menntamálanefnd í morgun þar sem fjallað var um heimildir sóttvarnalæknis til aðgangs að persónuupplýsingum. Líkt og fram hefur komið hafa greiðslukortafærslur verið nýttar við smitrakningu í nokkrum tilvikum. Til að mynda til að komast að því hverjir voru útsettir fyrir smiti á Irishman Pub. Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.Vísir/Vilhelm Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður nefndarinnar, segist eftir fundinn telja að meðalhófs hafi verið gætt við aðgerðirnar. „Það kom í ljós að það var ekki farið inn í kortafærslurnar sjálfar þannig að það var ekki verið að rekja hvað fólk var að kaupa. Þær voru hins vegar notaðar til að finna fólkið sem var á staðnum,“ segir Páll og ítrekar að gera þurfi greinarmun á þessu. Þá hafi forstjóri Persónuverndar greint frá því að sóttvarnaryfirvöld hafi haft tilskilið samráð við embættið í undirbúningi aðgerða. Páll segir þetta flókið og viðkvæmt úrlausnarefni. Nauðsynlegt sé að taka umræðu þegar ríkisvaldið grípur til aðgerða sem hafa áhrif á stjórnarvarin mannréttindi fólks. „Ef farið hefði verið ofan í kortafærslurnar hefði það verið fyrir mér skýrt brot á meðalhófi en að nota kortin til að sjá hverjir voru á staðnum finnst mér í ljósi aðstæðna vera innan marka þess.“
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Persónuvernd Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira