Braggamál í Borgarbyggð Davíð Sigurðsson skrifar 20. október 2020 10:31 Meirihluti Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Vinstri-grænna í Borgarbyggð er farinn að minna um margt á borgarstjórnarmeirihlutann í Reykjavík. Stjórnun og ábyrgð í stjórnsýslunni er aukaatriði nema þegar um að er ræða mál sem henta meirihlutanum. Það fer mikill tími í að móta stefnur, búa til ferla, halda fundi og gera úttektir á hinu og þessu. Þessar úttektir og innri skoðun ásamt ferlum og stefnum virðast hins vegar ekki pappírsins virði. Mál enda út og suður og svo norður og niður eins og dæmið sem farið er yfir hér á eftir sýnir. Ryki er kastað í augu íbúa með því að vitna í stefnur og ferla en staðreyndin er sú að það stendur ekki steinn yfir steini. Jón og séra Jón er orðatiltæki sem á vel við hjá þessum meirihluta. 27 milljóna lóðahönnunarbíó Eitt nærtækasta dæmið er hönnun leiksvæða við skólahúsnæði sveitarfélagsins. Þar má sjá framúrkeyrslur á framúrkeyrslur ofan. Hönnunarkostnaður við útisvæði grunnskólans í Borgarnesi er kominn í rúmlega 15,3 milljónir króna. Já, þið lásuð rétt; 15,3 milljónir króna. Þetta er bara kostnaður við hönnun útisvæðis. Inn í þessari tölu er hvorki efni, vinna eða tæki. Bara teikningar á blaði og ekki nóg með það heldur afhenti meirihlutinn þetta allt til hönnunaraðila án útboðs eða verðkönnunar þrátt fyrir að byggingarnefnd skólans hafi ákveðið og bókað að slíkt ferli yrði viðhaft. Sem er líka lögbrot þar sem samkvæmt innkaupareglum sveitarfélagsins á að bjóða öll þjónustukaup út sem fara yfir 10 milljónir króna. Til vara er hægt að gera formlegar verðkannanir með forvali. Þetta er ekki allt og bíóið heldur áfram. Á Kleppjárnsreykjum er verið að byggja 30 barna leikskóla sem þörf var á fyrir okkur íbúa uppsveitanna. En þar eins og í Borgarnesi þarf leiksvæði fyrir börnin og það þarf að sjálfsögðu að vera vandað. En er það virkilega þess virði að hanna leiksvæði þar sem kostnaðurinn við einungis hönnunina er kominn í 11,8 milljónir króna? Aftur eins og í Borgarnesi er ekki neitt efni, vinna eða tæki inn í þessari tölu. En eins og þetta sé ekki nóg þá átti nú heldur betur að vanda til verka uppi á Kleppjárnsreykjum og sleppa við framúrkeyrslu eins og áttu sér stað í kringum alla framkvæmd Grunnskólans í Borgarnesi og samið var við arkitekt um alla hönnunarvinnu leiksvæðisins. Samningurinn var undirritaður í nóvember 2018 og hljóðaði uppá 2 milljónir króna! Hvað gerðist? Þetta er bara hönnun, nú má ekki misskilja mig á þann veg að mér finnist ekki mikilvægt að hafa fallega hönnuð svæði við menntastofnanir sveitarfélagsins en fyrr má nú vera. Til að setja málið í samhengi við eitthvað sem að við öll þekkjum þá var kostnaður per. íbúa (1. jan. 2020) í Reykjavík vegna Braggamálsins 3.164 kr. en lóðahönnunarfíaskóið í Borgarbyggð er nú þegar búið að kosta hvern íbúa sveitarfélagsins (1. jan. 2020) 7.009 kr. og er þeirri hönnun ekki allri lokið enn. Braggamálið í Reykjavík var gott dæmi um stórkostlega óstjórn, en það er nú sennilega barnaleikur miðað við framúrkeyrsluna í þeim verkefnum sem meirihlutinn hefur farið af stað með í Borgarbyggð. Hönnun leiksvæðis á Kleppjárnsreykjum er komin 490% fram úr áætlun og í Borgarnesi 337% fram úr áætlun. En Bragginn frægi í Reykjavík fór einungis um 160% fram úr áætlun. Slönguspil í boði meirihlutans Erfiðir tímar eru framundan í rekstri Borgarbyggðar og er meirhlutinn eins og vant er á hröðu undanhaldi frá raunveruleikanum og staðreyndum um rekstur. Ekki á að skera niður í rekstri eða staldra við í framkvæmdagleðinni og draga andann djúpt og átta sig betur á hvaða afleiðingar þessi tekjumissir sem hefur orðið af völdum Covid-19 muni hafa á fjárfestingagetu sveitarfélagsins, heldur á að taka lán ofan á lán til þess að borga óráðsíuna. Hvernig á svo að borga af þeim lánum? Á kannski bara að setja okkur í þá stöðu að neyðast til þess að hækka álögur á íbúa enn frekar? Loksins þegar búið var að ná tökum á rekstri Borgarbyggðar sem hófst með vegferðinni „Brúin til framtíðar“ árið 2014 og búið var að greiða niður mikið af skuldum þá er eins og setja eigi fólk aftur á byrjunarreit. Þetta er eins og að vera að koma í mark í slönguspili en lenda á næstsíðasta reit á slöngunni og fljúga aftur niður á upphafsreit. Það er allavega morgunljóst að það er íbúum Borgarbyggðar fyrir bestu að núverandi meirihluti láti það bara vera að framkvæma meira. Meirihlutinn virðist bara ekki hafa yfirsýn yfir verkefnin sem hann fer í og kostnaðurinn fer ekki bara út og suður heldur líka norður og niður, eins og sést glögglega á þessum hönnunarkostnaði og það væri óskandi að þetta væri það versta en því fer fjarri, yfirferð á öðrum framkvæmdum sveitarfélagsins bíður betri tíma. Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi Framsóknarflokksins í Borgarbyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarbyggð Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Sjá meira
Meirihluti Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Vinstri-grænna í Borgarbyggð er farinn að minna um margt á borgarstjórnarmeirihlutann í Reykjavík. Stjórnun og ábyrgð í stjórnsýslunni er aukaatriði nema þegar um að er ræða mál sem henta meirihlutanum. Það fer mikill tími í að móta stefnur, búa til ferla, halda fundi og gera úttektir á hinu og þessu. Þessar úttektir og innri skoðun ásamt ferlum og stefnum virðast hins vegar ekki pappírsins virði. Mál enda út og suður og svo norður og niður eins og dæmið sem farið er yfir hér á eftir sýnir. Ryki er kastað í augu íbúa með því að vitna í stefnur og ferla en staðreyndin er sú að það stendur ekki steinn yfir steini. Jón og séra Jón er orðatiltæki sem á vel við hjá þessum meirihluta. 27 milljóna lóðahönnunarbíó Eitt nærtækasta dæmið er hönnun leiksvæða við skólahúsnæði sveitarfélagsins. Þar má sjá framúrkeyrslur á framúrkeyrslur ofan. Hönnunarkostnaður við útisvæði grunnskólans í Borgarnesi er kominn í rúmlega 15,3 milljónir króna. Já, þið lásuð rétt; 15,3 milljónir króna. Þetta er bara kostnaður við hönnun útisvæðis. Inn í þessari tölu er hvorki efni, vinna eða tæki. Bara teikningar á blaði og ekki nóg með það heldur afhenti meirihlutinn þetta allt til hönnunaraðila án útboðs eða verðkönnunar þrátt fyrir að byggingarnefnd skólans hafi ákveðið og bókað að slíkt ferli yrði viðhaft. Sem er líka lögbrot þar sem samkvæmt innkaupareglum sveitarfélagsins á að bjóða öll þjónustukaup út sem fara yfir 10 milljónir króna. Til vara er hægt að gera formlegar verðkannanir með forvali. Þetta er ekki allt og bíóið heldur áfram. Á Kleppjárnsreykjum er verið að byggja 30 barna leikskóla sem þörf var á fyrir okkur íbúa uppsveitanna. En þar eins og í Borgarnesi þarf leiksvæði fyrir börnin og það þarf að sjálfsögðu að vera vandað. En er það virkilega þess virði að hanna leiksvæði þar sem kostnaðurinn við einungis hönnunina er kominn í 11,8 milljónir króna? Aftur eins og í Borgarnesi er ekki neitt efni, vinna eða tæki inn í þessari tölu. En eins og þetta sé ekki nóg þá átti nú heldur betur að vanda til verka uppi á Kleppjárnsreykjum og sleppa við framúrkeyrslu eins og áttu sér stað í kringum alla framkvæmd Grunnskólans í Borgarnesi og samið var við arkitekt um alla hönnunarvinnu leiksvæðisins. Samningurinn var undirritaður í nóvember 2018 og hljóðaði uppá 2 milljónir króna! Hvað gerðist? Þetta er bara hönnun, nú má ekki misskilja mig á þann veg að mér finnist ekki mikilvægt að hafa fallega hönnuð svæði við menntastofnanir sveitarfélagsins en fyrr má nú vera. Til að setja málið í samhengi við eitthvað sem að við öll þekkjum þá var kostnaður per. íbúa (1. jan. 2020) í Reykjavík vegna Braggamálsins 3.164 kr. en lóðahönnunarfíaskóið í Borgarbyggð er nú þegar búið að kosta hvern íbúa sveitarfélagsins (1. jan. 2020) 7.009 kr. og er þeirri hönnun ekki allri lokið enn. Braggamálið í Reykjavík var gott dæmi um stórkostlega óstjórn, en það er nú sennilega barnaleikur miðað við framúrkeyrsluna í þeim verkefnum sem meirihlutinn hefur farið af stað með í Borgarbyggð. Hönnun leiksvæðis á Kleppjárnsreykjum er komin 490% fram úr áætlun og í Borgarnesi 337% fram úr áætlun. En Bragginn frægi í Reykjavík fór einungis um 160% fram úr áætlun. Slönguspil í boði meirihlutans Erfiðir tímar eru framundan í rekstri Borgarbyggðar og er meirhlutinn eins og vant er á hröðu undanhaldi frá raunveruleikanum og staðreyndum um rekstur. Ekki á að skera niður í rekstri eða staldra við í framkvæmdagleðinni og draga andann djúpt og átta sig betur á hvaða afleiðingar þessi tekjumissir sem hefur orðið af völdum Covid-19 muni hafa á fjárfestingagetu sveitarfélagsins, heldur á að taka lán ofan á lán til þess að borga óráðsíuna. Hvernig á svo að borga af þeim lánum? Á kannski bara að setja okkur í þá stöðu að neyðast til þess að hækka álögur á íbúa enn frekar? Loksins þegar búið var að ná tökum á rekstri Borgarbyggðar sem hófst með vegferðinni „Brúin til framtíðar“ árið 2014 og búið var að greiða niður mikið af skuldum þá er eins og setja eigi fólk aftur á byrjunarreit. Þetta er eins og að vera að koma í mark í slönguspili en lenda á næstsíðasta reit á slöngunni og fljúga aftur niður á upphafsreit. Það er allavega morgunljóst að það er íbúum Borgarbyggðar fyrir bestu að núverandi meirihluti láti það bara vera að framkvæma meira. Meirihlutinn virðist bara ekki hafa yfirsýn yfir verkefnin sem hann fer í og kostnaðurinn fer ekki bara út og suður heldur líka norður og niður, eins og sést glögglega á þessum hönnunarkostnaði og það væri óskandi að þetta væri það versta en því fer fjarri, yfirferð á öðrum framkvæmdum sveitarfélagsins bíður betri tíma. Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi Framsóknarflokksins í Borgarbyggð.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun