Ráðuneytið telur ekki stætt á því að banna hreyfingu í líkamsræktarstöðvum Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. október 2020 16:45 Forsvarsmenn líkamsræktarstöðva hafa gagnrýnt misræmi í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttaiðkun annars vegar og tilmæla sóttvarnalæknis hins vegar. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðuneytið telur ekki stætt á því að banna hreyfingu í líkamsræktarstöðvum, hvar unnt sé að uppfylla sömu sóttvarnaskilyrði og gilda um íþróttastarf. Sömu skilyrði skuli gilda um íþróttaiðkun og líkamsrækt, þ.e. að iðka megi hvoru tveggja ef regla um 20 manna hámarksfjölda og 2 metra nálægðarmörk er virt. Líkamsræktarstöðvum er heimilt að opna á morgun innan þessa ramma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu sem send var út til áréttingar vegna opnunar líkamsræktarstöðva. Forsvarsmenn líkamsræktarstöðva hafa gagnrýnt misræmi í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttaiðkun annars vegar og tilmæla sóttvarnalæknis hins vegar. Ákvæði nýrrar reglugerðar um samkomutakmarkanir, sem tekur á gildi á morgun, heimilar opnun líkamsræktarstöðva, sem hafa verið lokaðar síðan í byrjun mánaðar. Sóttvarnalæknir hefur hins vegar talað fyrir því að stöðvunum verði lokað áfram í ljósi þess að þangað megi rekja mörg smit í þeirri bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir. Heilbrigðisráðuneytið og sóttvarnalæknir funduðu í dag til að fara yfir þau ákvæði sem gilda um íþróttir og líkamsrækt í reglugerð heilbrigðisráðherra. Jafnræðis og meðalhófs gætt Í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins sem send var út nú á fimmta tímanum er bent á að í nýjasta minnisblaði sóttvarnalæknis sé lagt til að íþróttaiðkun án snertingar verði leyfð að hámarki í 20 manna hópi, þar sem tveggja metra reglan er virt, sótthreinsun sinnt og engir áhorfendur viðstaddir. Aftur á móti hafi verið lagt til að líkamsræktarstöðvar skyldu lokaðar. „Niðurstaða ráðuneytisins var sú að ekki væri stætt á því að banna hreyfingu í líkamsræktarstöðvum þar sem unnt væri að uppfylla sömu skilyrði og gilda um íþróttastarf,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Ákvörðunin byggist á því að jafnræðis og meðalhófs sé gætt. „Í reglugerðinni er því kveðið á um að líkamsræktarstöðvar megi vera opnar, að því gefnu að þar sé einungis stunduð starfsemi sem rúmast innan þeirra takmarkana sem reglugerðin setur. Ráðuneytið minnir á að öll blöndun milli hópa er óheimil, hvort sem er í tengslum við salernisaðstöðu, búningsaðstöðu, inn- og útganga o.s.frv,“ segir í tilkynningu. Sóttvarnalæknir vinnur nú að gerð leiðbeininga til heilsuræktar- og íþróttastöðva á grundvelli reglugerðar heilbrigðisráðherra. Líkamsræktarstöðvarnar World Class og Sporthúsið hafa þegar gefið það út að þær hyggist opna á morgun innan þess ramma sem reglugerðin býður. Þannig verði boðið upp á skipulagða hóptíma, að viðhöfðum fjöldatakmörkunum, tveggja metra reglu og öðrum sóttvörnum. Þá verða líkamsræktarstöðvar Hreyfingar einnig líklega opnaðar á morgun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Stefna á að opna þrátt fyrir misvísandi fyrirmæli Líkamsræktarstöðvarnar World Class og Sporthúsið hyggjast hefja starfsemi á ný á morgun, innan þess ramma sem kveðið er á um í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttastarf sem taka á gildi í fyrramálið. 19. október 2020 15:14 Væri óheppilegt að opna aftur „aðaluppsprettu faraldursins“ Líkamsræktarstöðvar eru ein aðaluppspretta þeirrar bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir hér á landi, að sögn sóttvarnalæknis. Hann telur í ljósi þess að óheppilegt væri að opna þær aftur í bráð. 19. október 2020 12:24 Mest allt íþróttastarf barna leggst af með nýjum takmörkunum Allt íþrótta- og tómstundastarf sem krefst snertingar og skólasund barna verður óheimilt á höfuðborgarsvæðinu þegar nýjar sóttvarnaráðstafanir taka gildi á þriðjudag. Á landsbyggðinni verða takmarkanir færðar nær þeim sem hafa gilt á höfuðborgarsvæðinu í á aðra viku. Reglur um skólastarf verða óbreyttar. 16. október 2020 17:24 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið telur ekki stætt á því að banna hreyfingu í líkamsræktarstöðvum, hvar unnt sé að uppfylla sömu sóttvarnaskilyrði og gilda um íþróttastarf. Sömu skilyrði skuli gilda um íþróttaiðkun og líkamsrækt, þ.e. að iðka megi hvoru tveggja ef regla um 20 manna hámarksfjölda og 2 metra nálægðarmörk er virt. Líkamsræktarstöðvum er heimilt að opna á morgun innan þessa ramma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu sem send var út til áréttingar vegna opnunar líkamsræktarstöðva. Forsvarsmenn líkamsræktarstöðva hafa gagnrýnt misræmi í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttaiðkun annars vegar og tilmæla sóttvarnalæknis hins vegar. Ákvæði nýrrar reglugerðar um samkomutakmarkanir, sem tekur á gildi á morgun, heimilar opnun líkamsræktarstöðva, sem hafa verið lokaðar síðan í byrjun mánaðar. Sóttvarnalæknir hefur hins vegar talað fyrir því að stöðvunum verði lokað áfram í ljósi þess að þangað megi rekja mörg smit í þeirri bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir. Heilbrigðisráðuneytið og sóttvarnalæknir funduðu í dag til að fara yfir þau ákvæði sem gilda um íþróttir og líkamsrækt í reglugerð heilbrigðisráðherra. Jafnræðis og meðalhófs gætt Í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins sem send var út nú á fimmta tímanum er bent á að í nýjasta minnisblaði sóttvarnalæknis sé lagt til að íþróttaiðkun án snertingar verði leyfð að hámarki í 20 manna hópi, þar sem tveggja metra reglan er virt, sótthreinsun sinnt og engir áhorfendur viðstaddir. Aftur á móti hafi verið lagt til að líkamsræktarstöðvar skyldu lokaðar. „Niðurstaða ráðuneytisins var sú að ekki væri stætt á því að banna hreyfingu í líkamsræktarstöðvum þar sem unnt væri að uppfylla sömu skilyrði og gilda um íþróttastarf,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Ákvörðunin byggist á því að jafnræðis og meðalhófs sé gætt. „Í reglugerðinni er því kveðið á um að líkamsræktarstöðvar megi vera opnar, að því gefnu að þar sé einungis stunduð starfsemi sem rúmast innan þeirra takmarkana sem reglugerðin setur. Ráðuneytið minnir á að öll blöndun milli hópa er óheimil, hvort sem er í tengslum við salernisaðstöðu, búningsaðstöðu, inn- og útganga o.s.frv,“ segir í tilkynningu. Sóttvarnalæknir vinnur nú að gerð leiðbeininga til heilsuræktar- og íþróttastöðva á grundvelli reglugerðar heilbrigðisráðherra. Líkamsræktarstöðvarnar World Class og Sporthúsið hafa þegar gefið það út að þær hyggist opna á morgun innan þess ramma sem reglugerðin býður. Þannig verði boðið upp á skipulagða hóptíma, að viðhöfðum fjöldatakmörkunum, tveggja metra reglu og öðrum sóttvörnum. Þá verða líkamsræktarstöðvar Hreyfingar einnig líklega opnaðar á morgun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Stefna á að opna þrátt fyrir misvísandi fyrirmæli Líkamsræktarstöðvarnar World Class og Sporthúsið hyggjast hefja starfsemi á ný á morgun, innan þess ramma sem kveðið er á um í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttastarf sem taka á gildi í fyrramálið. 19. október 2020 15:14 Væri óheppilegt að opna aftur „aðaluppsprettu faraldursins“ Líkamsræktarstöðvar eru ein aðaluppspretta þeirrar bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir hér á landi, að sögn sóttvarnalæknis. Hann telur í ljósi þess að óheppilegt væri að opna þær aftur í bráð. 19. október 2020 12:24 Mest allt íþróttastarf barna leggst af með nýjum takmörkunum Allt íþrótta- og tómstundastarf sem krefst snertingar og skólasund barna verður óheimilt á höfuðborgarsvæðinu þegar nýjar sóttvarnaráðstafanir taka gildi á þriðjudag. Á landsbyggðinni verða takmarkanir færðar nær þeim sem hafa gilt á höfuðborgarsvæðinu í á aðra viku. Reglur um skólastarf verða óbreyttar. 16. október 2020 17:24 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira
Stefna á að opna þrátt fyrir misvísandi fyrirmæli Líkamsræktarstöðvarnar World Class og Sporthúsið hyggjast hefja starfsemi á ný á morgun, innan þess ramma sem kveðið er á um í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttastarf sem taka á gildi í fyrramálið. 19. október 2020 15:14
Væri óheppilegt að opna aftur „aðaluppsprettu faraldursins“ Líkamsræktarstöðvar eru ein aðaluppspretta þeirrar bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir hér á landi, að sögn sóttvarnalæknis. Hann telur í ljósi þess að óheppilegt væri að opna þær aftur í bráð. 19. október 2020 12:24
Mest allt íþróttastarf barna leggst af með nýjum takmörkunum Allt íþrótta- og tómstundastarf sem krefst snertingar og skólasund barna verður óheimilt á höfuðborgarsvæðinu þegar nýjar sóttvarnaráðstafanir taka gildi á þriðjudag. Á landsbyggðinni verða takmarkanir færðar nær þeim sem hafa gilt á höfuðborgarsvæðinu í á aðra viku. Reglur um skólastarf verða óbreyttar. 16. október 2020 17:24