Ekkert mál að rækta epli úti á Íslandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. október 2020 19:30 Eplin hjá Jóni eru einstaklega falleg en hann áætlar að hann nái af trjánum 40 til 50 kíló af eplum í haust. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrátt fyrir að í dag sé 18. október þá eru þeir, sem eru með eplatré í görðum sínum enn að fara út og tína sér epli af trjánum. Gott dæmi um það er eplabóndi á Akranesi, sem hefur ekki undan að tína eplin vegna mikillar uppskeru. Hver hefði trúað því fyrir nokkrum árum að eplarækt væri stunduð úti á Íslandi í görðum fólks og einstaka garðyrkjustöð. Jón Þórir Guðmundsson, garðyrkjumaður á Akranesi reið á vaðið og hóf að prófa sig áfram með ræktunina og hefur prófað mismunandi yrki af plöntum til að finna út hvaða tré gefa bestu og mestu uppskeruna. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa. „Þau eru ágætlega þroskuð og fjöldinn er bara nokkuð góður. Sum læt ég vera aðeins lengur, ég tek þetta stundum í tveimur til þremur áföngum með kannski viku millibil,“ segir Jón. Jón Þórir Guðmundsson, eplabóndi og garðyrkjumaður á Akranesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er ekkert mál að rækta epli á Íslandi? „Nei, nei, ef þú ert sæmilega staðsettur gagnvart skjóli og sól, þá áttu töluverða möguleika, sérstaklega hér á suðvesturhorninu þar sem sumarið er lengst.“ Jón segist vera mjög ánægður með uppskeruna í ár. „Ætli þetta séu ekki þrjú, fjögur eða fimm hundruð epli, ég hef ekki talið það nákvæmlega, ég gæti trúað því, kannski 40 til 50 kíló,“ segir Jón. Jón fer reglulega út í garð hjá sér og tínir epli af trjánum og safnar þeim saman í körfu áður en það verður gert eitthvað úr þeim eða þau borðuð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eplin hjá Jóni smakkast einstaklega vel, það fer þó eftir tegundum, þau eru allt frá því að vera töluvert súr og þau bestu eru sæt og mjög safarík. Læðan Merlín á heimil Jóns og fjölskyldu fylgist vel með eplaræktinni og er alltaf mætt ef gesti ber að garði til að skoða eplin eða fá að smakka á þeim hjá Jóni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Akranes Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Sjá meira
Þrátt fyrir að í dag sé 18. október þá eru þeir, sem eru með eplatré í görðum sínum enn að fara út og tína sér epli af trjánum. Gott dæmi um það er eplabóndi á Akranesi, sem hefur ekki undan að tína eplin vegna mikillar uppskeru. Hver hefði trúað því fyrir nokkrum árum að eplarækt væri stunduð úti á Íslandi í görðum fólks og einstaka garðyrkjustöð. Jón Þórir Guðmundsson, garðyrkjumaður á Akranesi reið á vaðið og hóf að prófa sig áfram með ræktunina og hefur prófað mismunandi yrki af plöntum til að finna út hvaða tré gefa bestu og mestu uppskeruna. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa. „Þau eru ágætlega þroskuð og fjöldinn er bara nokkuð góður. Sum læt ég vera aðeins lengur, ég tek þetta stundum í tveimur til þremur áföngum með kannski viku millibil,“ segir Jón. Jón Þórir Guðmundsson, eplabóndi og garðyrkjumaður á Akranesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er ekkert mál að rækta epli á Íslandi? „Nei, nei, ef þú ert sæmilega staðsettur gagnvart skjóli og sól, þá áttu töluverða möguleika, sérstaklega hér á suðvesturhorninu þar sem sumarið er lengst.“ Jón segist vera mjög ánægður með uppskeruna í ár. „Ætli þetta séu ekki þrjú, fjögur eða fimm hundruð epli, ég hef ekki talið það nákvæmlega, ég gæti trúað því, kannski 40 til 50 kíló,“ segir Jón. Jón fer reglulega út í garð hjá sér og tínir epli af trjánum og safnar þeim saman í körfu áður en það verður gert eitthvað úr þeim eða þau borðuð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eplin hjá Jóni smakkast einstaklega vel, það fer þó eftir tegundum, þau eru allt frá því að vera töluvert súr og þau bestu eru sæt og mjög safarík. Læðan Merlín á heimil Jóns og fjölskyldu fylgist vel með eplaræktinni og er alltaf mætt ef gesti ber að garði til að skoða eplin eða fá að smakka á þeim hjá Jóni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Akranes Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent