Ekkert mál að rækta epli úti á Íslandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. október 2020 19:30 Eplin hjá Jóni eru einstaklega falleg en hann áætlar að hann nái af trjánum 40 til 50 kíló af eplum í haust. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrátt fyrir að í dag sé 18. október þá eru þeir, sem eru með eplatré í görðum sínum enn að fara út og tína sér epli af trjánum. Gott dæmi um það er eplabóndi á Akranesi, sem hefur ekki undan að tína eplin vegna mikillar uppskeru. Hver hefði trúað því fyrir nokkrum árum að eplarækt væri stunduð úti á Íslandi í görðum fólks og einstaka garðyrkjustöð. Jón Þórir Guðmundsson, garðyrkjumaður á Akranesi reið á vaðið og hóf að prófa sig áfram með ræktunina og hefur prófað mismunandi yrki af plöntum til að finna út hvaða tré gefa bestu og mestu uppskeruna. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa. „Þau eru ágætlega þroskuð og fjöldinn er bara nokkuð góður. Sum læt ég vera aðeins lengur, ég tek þetta stundum í tveimur til þremur áföngum með kannski viku millibil,“ segir Jón. Jón Þórir Guðmundsson, eplabóndi og garðyrkjumaður á Akranesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er ekkert mál að rækta epli á Íslandi? „Nei, nei, ef þú ert sæmilega staðsettur gagnvart skjóli og sól, þá áttu töluverða möguleika, sérstaklega hér á suðvesturhorninu þar sem sumarið er lengst.“ Jón segist vera mjög ánægður með uppskeruna í ár. „Ætli þetta séu ekki þrjú, fjögur eða fimm hundruð epli, ég hef ekki talið það nákvæmlega, ég gæti trúað því, kannski 40 til 50 kíló,“ segir Jón. Jón fer reglulega út í garð hjá sér og tínir epli af trjánum og safnar þeim saman í körfu áður en það verður gert eitthvað úr þeim eða þau borðuð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eplin hjá Jóni smakkast einstaklega vel, það fer þó eftir tegundum, þau eru allt frá því að vera töluvert súr og þau bestu eru sæt og mjög safarík. Læðan Merlín á heimil Jóns og fjölskyldu fylgist vel með eplaræktinni og er alltaf mætt ef gesti ber að garði til að skoða eplin eða fá að smakka á þeim hjá Jóni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Akranes Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Þrátt fyrir að í dag sé 18. október þá eru þeir, sem eru með eplatré í görðum sínum enn að fara út og tína sér epli af trjánum. Gott dæmi um það er eplabóndi á Akranesi, sem hefur ekki undan að tína eplin vegna mikillar uppskeru. Hver hefði trúað því fyrir nokkrum árum að eplarækt væri stunduð úti á Íslandi í görðum fólks og einstaka garðyrkjustöð. Jón Þórir Guðmundsson, garðyrkjumaður á Akranesi reið á vaðið og hóf að prófa sig áfram með ræktunina og hefur prófað mismunandi yrki af plöntum til að finna út hvaða tré gefa bestu og mestu uppskeruna. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa. „Þau eru ágætlega þroskuð og fjöldinn er bara nokkuð góður. Sum læt ég vera aðeins lengur, ég tek þetta stundum í tveimur til þremur áföngum með kannski viku millibil,“ segir Jón. Jón Þórir Guðmundsson, eplabóndi og garðyrkjumaður á Akranesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er ekkert mál að rækta epli á Íslandi? „Nei, nei, ef þú ert sæmilega staðsettur gagnvart skjóli og sól, þá áttu töluverða möguleika, sérstaklega hér á suðvesturhorninu þar sem sumarið er lengst.“ Jón segist vera mjög ánægður með uppskeruna í ár. „Ætli þetta séu ekki þrjú, fjögur eða fimm hundruð epli, ég hef ekki talið það nákvæmlega, ég gæti trúað því, kannski 40 til 50 kíló,“ segir Jón. Jón fer reglulega út í garð hjá sér og tínir epli af trjánum og safnar þeim saman í körfu áður en það verður gert eitthvað úr þeim eða þau borðuð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eplin hjá Jóni smakkast einstaklega vel, það fer þó eftir tegundum, þau eru allt frá því að vera töluvert súr og þau bestu eru sæt og mjög safarík. Læðan Merlín á heimil Jóns og fjölskyldu fylgist vel með eplaræktinni og er alltaf mætt ef gesti ber að garði til að skoða eplin eða fá að smakka á þeim hjá Jóni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Akranes Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira