Þjálfari Ungverja er ekki hræddur við leikinn gegn Íslandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. október 2020 12:31 Rossi á hliðarlínunni gegn Serbíu. Hann telur ungverska liðið á nákvæmlega þeim stað sem það eigi að vera á. Srdjan Stevanovic/Getty Images Marco Rossi, þjálfari ungverska landsliðsins í knattspyrnu, verður á hliðarlínunni er þjóðirnar mætast á Puskas-vellinum í Búdapest. Er leikurinn hreinn úrslitaleikur um hvort þeirra kemst á Evrópumótið næsta sumar. Dauðariðill mótsins bíður en liðið sem vinnur leikinn í nóvember verður í riðli með Frakklandi, Portúgal og Þýskalandi. Hinn 56 ára gamli Rossi segir íslenska liðið engu betra en lið Serbíu eða Rússlands. Þjóðir sem Ungverjar mættu í æfingaleikjum nýverið. Fór það svo að Ungverjar unnu sögulegan 1-0 útisigur á Serbíu og gerðu í kjölfarið markalaust jafntefli við Rússland. Þetta kemur fram á ungverska vefmiðlinum Nemzeti Sport. Eftir markalaust jafntefli gegn Rússlandi sagði Rossi að sá leikur hefði verið sá erfiðasti sem liðið hefði spilað í dágóðan tíma. Rússar væru með mjög líkamlega sterkt lið ásamt því að leikmenn þeirra væru einkar hraðir. Var þetta annar leikur Ungverjalands og Rússlands á aðeins tveimur mánuðum en síðarnefnda liðið vann fyrri æfingaleik liðanna. „Fótbolti er einföld íþrótt. Ef þú hefur boltann getur þú sótt að marki andstæðinganna, ef ekki þá þarftu að verja þitt mark,“ sagði hinn ítalski Rossi heimspekilega á blaðamananfundinum eftir leikinn. Varðandi leikinn gegn Íslandi „Sá leikur verður öðruvísi en hinir en við erum fullir tilhlökkunar. Það er mikilvægast að vera með báða fætur á jörðinni, ekki að ég hafi neinar áhyggjur af því. Samkvæmt heimslistanum eru þeir með betra lið en við sjáum til hver staðan er eftir nokkrar vikur.“ Ísland er sem stendur í 41. sæti listans á meðan Ungverjar eru í 52. sæti. Það mun breytast á næstu dögum er listinn verður uppfærður. Rossi segir að íslenska liðið spili nær eingöngu 4-4-2 leikkerfi ásamt því að vera með stóra og sterka leikmenn í öllum stöðum. Þá telur hann íslenska liðið hættulegt í föstum leikatriðum. „Það eru átta eða níu mánuðir síðan það kom í ljós að við gætum mætt þeim. Höfum því skoðað leiki þeirra til að undirbúa okkur. Ég tel þá vera með betra lið en Búlgaríu en ekki Serbíu eða Rússland. Þetta verður erfiður leikur en við verðum að trúa því að við getum sigrað, og ég trúi því,“ sagði Rossi að lokum. Leikur Íslands og Ungverjalands fer fram 12. nóvember. Verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Allt í blóma hjá Ungverjum eftir sögulega þynnku Ungverjar hafa farið í gegnum rússíbanareið frá því að þeir mættu Íslendingum á EM 2016. Liðin mætast í úrslitaleik um sæti á EM, í Búdapest 12. nóvember. 15. október 2020 13:30 Íslenska landsliðið mun hækka sig á FIFA listanum í fyrsta sinn á árinu Sigur Íslands á Rúmeníu hjálpar íslenska landsliðinu að komast upp FIFA-listann en Rúmenar detta aftur á móti niður um tíu sæti eftir ófarir þeirra í þessum landsliðsglugga. 16. október 2020 10:02 EM alls staðar gæti farið fram í einu landi næsta sumar Svo gæti farið að Evrópumótið í knattspyrnu næsta sumar taki verulegum breytingum á næstunni. 16. október 2020 09:24 Mikið rót á landsliðinu í síðustu leikjum Það verður seint sagt að Erik Hamrén og Freyr Alexandersson hafi ekki gefið mönnum tækifæri í leikjum Íslands að undanförnu. Alls hafa 29 leikmenn tekið þátt í leikjunum fjórum í Þjóðadeildinni. 15. október 2020 20:20 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sjá meira
Marco Rossi, þjálfari ungverska landsliðsins í knattspyrnu, verður á hliðarlínunni er þjóðirnar mætast á Puskas-vellinum í Búdapest. Er leikurinn hreinn úrslitaleikur um hvort þeirra kemst á Evrópumótið næsta sumar. Dauðariðill mótsins bíður en liðið sem vinnur leikinn í nóvember verður í riðli með Frakklandi, Portúgal og Þýskalandi. Hinn 56 ára gamli Rossi segir íslenska liðið engu betra en lið Serbíu eða Rússlands. Þjóðir sem Ungverjar mættu í æfingaleikjum nýverið. Fór það svo að Ungverjar unnu sögulegan 1-0 útisigur á Serbíu og gerðu í kjölfarið markalaust jafntefli við Rússland. Þetta kemur fram á ungverska vefmiðlinum Nemzeti Sport. Eftir markalaust jafntefli gegn Rússlandi sagði Rossi að sá leikur hefði verið sá erfiðasti sem liðið hefði spilað í dágóðan tíma. Rússar væru með mjög líkamlega sterkt lið ásamt því að leikmenn þeirra væru einkar hraðir. Var þetta annar leikur Ungverjalands og Rússlands á aðeins tveimur mánuðum en síðarnefnda liðið vann fyrri æfingaleik liðanna. „Fótbolti er einföld íþrótt. Ef þú hefur boltann getur þú sótt að marki andstæðinganna, ef ekki þá þarftu að verja þitt mark,“ sagði hinn ítalski Rossi heimspekilega á blaðamananfundinum eftir leikinn. Varðandi leikinn gegn Íslandi „Sá leikur verður öðruvísi en hinir en við erum fullir tilhlökkunar. Það er mikilvægast að vera með báða fætur á jörðinni, ekki að ég hafi neinar áhyggjur af því. Samkvæmt heimslistanum eru þeir með betra lið en við sjáum til hver staðan er eftir nokkrar vikur.“ Ísland er sem stendur í 41. sæti listans á meðan Ungverjar eru í 52. sæti. Það mun breytast á næstu dögum er listinn verður uppfærður. Rossi segir að íslenska liðið spili nær eingöngu 4-4-2 leikkerfi ásamt því að vera með stóra og sterka leikmenn í öllum stöðum. Þá telur hann íslenska liðið hættulegt í föstum leikatriðum. „Það eru átta eða níu mánuðir síðan það kom í ljós að við gætum mætt þeim. Höfum því skoðað leiki þeirra til að undirbúa okkur. Ég tel þá vera með betra lið en Búlgaríu en ekki Serbíu eða Rússland. Þetta verður erfiður leikur en við verðum að trúa því að við getum sigrað, og ég trúi því,“ sagði Rossi að lokum. Leikur Íslands og Ungverjalands fer fram 12. nóvember. Verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Allt í blóma hjá Ungverjum eftir sögulega þynnku Ungverjar hafa farið í gegnum rússíbanareið frá því að þeir mættu Íslendingum á EM 2016. Liðin mætast í úrslitaleik um sæti á EM, í Búdapest 12. nóvember. 15. október 2020 13:30 Íslenska landsliðið mun hækka sig á FIFA listanum í fyrsta sinn á árinu Sigur Íslands á Rúmeníu hjálpar íslenska landsliðinu að komast upp FIFA-listann en Rúmenar detta aftur á móti niður um tíu sæti eftir ófarir þeirra í þessum landsliðsglugga. 16. október 2020 10:02 EM alls staðar gæti farið fram í einu landi næsta sumar Svo gæti farið að Evrópumótið í knattspyrnu næsta sumar taki verulegum breytingum á næstunni. 16. október 2020 09:24 Mikið rót á landsliðinu í síðustu leikjum Það verður seint sagt að Erik Hamrén og Freyr Alexandersson hafi ekki gefið mönnum tækifæri í leikjum Íslands að undanförnu. Alls hafa 29 leikmenn tekið þátt í leikjunum fjórum í Þjóðadeildinni. 15. október 2020 20:20 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sjá meira
Allt í blóma hjá Ungverjum eftir sögulega þynnku Ungverjar hafa farið í gegnum rússíbanareið frá því að þeir mættu Íslendingum á EM 2016. Liðin mætast í úrslitaleik um sæti á EM, í Búdapest 12. nóvember. 15. október 2020 13:30
Íslenska landsliðið mun hækka sig á FIFA listanum í fyrsta sinn á árinu Sigur Íslands á Rúmeníu hjálpar íslenska landsliðinu að komast upp FIFA-listann en Rúmenar detta aftur á móti niður um tíu sæti eftir ófarir þeirra í þessum landsliðsglugga. 16. október 2020 10:02
EM alls staðar gæti farið fram í einu landi næsta sumar Svo gæti farið að Evrópumótið í knattspyrnu næsta sumar taki verulegum breytingum á næstunni. 16. október 2020 09:24
Mikið rót á landsliðinu í síðustu leikjum Það verður seint sagt að Erik Hamrén og Freyr Alexandersson hafi ekki gefið mönnum tækifæri í leikjum Íslands að undanförnu. Alls hafa 29 leikmenn tekið þátt í leikjunum fjórum í Þjóðadeildinni. 15. október 2020 20:20