Raunhæft að Ísland verði óháð bensíni og dísil árið 2050 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 17. október 2020 07:01 Upphaflegur starfshópur um gerð Orkustefnu. Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir, formaður starfshópsins er fyrir miðju á myndinni. Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir, formaður starfshóps stjórnvalda um Orkustefnu til næstu 30 ára telur mögulegt að Ísland verði orðið óháð jarðefnaeldsneyti ári 2050. Þetta kom fram í máli Guðrúnar í Morgunvaktinni á Rás 1 vikunni. Þar lagði Guðrún áherslu á að stjórnvöld þurfi að vera með hvata og nota gjaldtökur til að flýta ferlinu. Aðrar lausnir í orkumálum séu dýrari og kalli á mikla endurnýjun tækja. Það þarf með einhverjum hætti að gera aðilum efnahagslega kleift að taka þátt í innleiðingu vistvænni orkugjafa. Orkustefna til næstu 30 ára var unnin í þverpólitísku samstarfi og í samráði við hagsmunaaðila. Allir þingflokkar áttu fulltrúa í hópnum, auk fjögurra ráðuneyta. Guðrún segir hægt að ná markmiðum um orkuskipti fram án þess að þvinga þau fram með valdi. Markmið Orkustefnunnar til næstu 30 ára. Þá segir í Orkustefnunni að stjórnvöld stefni á kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Eins segir að „Markmið orkuskipta á sjó eigi að vera þau að öll skip, bátar og önnur sjóför, hvort sem er til fiskveiða, flutninga á vörum og fólki eða annarra nota, verði knúin með orkugjöfum af endurnýjanlegum uppruna. Jafnframt sé skipum sem liggja við bryggju gert að tengjast dreifikerfi raforku eða ganga fyrir öðru endurnýjanlegu eldsneyti“. Slíkt kallar á innviðauppbyggingu á hafnarsvæðum. Þá segir í Orkustefnunni að „Stefnt skal að orkuskiptum í flugi eins hratt og tækni og hagkvæmni leyfir“. Flugsamgöngur eiga enn þónokkuð í land þegar kemur að orkuskiptum. Rafknúnar flugvélar eru enn á tilraunastigi, en framfaraskref hafa náðst í eldsneytisnýtingu flugvéla undanfarið. Orkumál Loftslagsmál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Innlent
Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir, formaður starfshóps stjórnvalda um Orkustefnu til næstu 30 ára telur mögulegt að Ísland verði orðið óháð jarðefnaeldsneyti ári 2050. Þetta kom fram í máli Guðrúnar í Morgunvaktinni á Rás 1 vikunni. Þar lagði Guðrún áherslu á að stjórnvöld þurfi að vera með hvata og nota gjaldtökur til að flýta ferlinu. Aðrar lausnir í orkumálum séu dýrari og kalli á mikla endurnýjun tækja. Það þarf með einhverjum hætti að gera aðilum efnahagslega kleift að taka þátt í innleiðingu vistvænni orkugjafa. Orkustefna til næstu 30 ára var unnin í þverpólitísku samstarfi og í samráði við hagsmunaaðila. Allir þingflokkar áttu fulltrúa í hópnum, auk fjögurra ráðuneyta. Guðrún segir hægt að ná markmiðum um orkuskipti fram án þess að þvinga þau fram með valdi. Markmið Orkustefnunnar til næstu 30 ára. Þá segir í Orkustefnunni að stjórnvöld stefni á kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Eins segir að „Markmið orkuskipta á sjó eigi að vera þau að öll skip, bátar og önnur sjóför, hvort sem er til fiskveiða, flutninga á vörum og fólki eða annarra nota, verði knúin með orkugjöfum af endurnýjanlegum uppruna. Jafnframt sé skipum sem liggja við bryggju gert að tengjast dreifikerfi raforku eða ganga fyrir öðru endurnýjanlegu eldsneyti“. Slíkt kallar á innviðauppbyggingu á hafnarsvæðum. Þá segir í Orkustefnunni að „Stefnt skal að orkuskiptum í flugi eins hratt og tækni og hagkvæmni leyfir“. Flugsamgöngur eiga enn þónokkuð í land þegar kemur að orkuskiptum. Rafknúnar flugvélar eru enn á tilraunastigi, en framfaraskref hafa náðst í eldsneytisnýtingu flugvéla undanfarið.
Orkumál Loftslagsmál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Innlent