Nýsmituðum gæti fækkað heldur á næstu tíu dögum Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. október 2020 14:52 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Smitstuðull í kórónuveirufaraldrinum er nú um 1,4, samkvæmt nýrri rýni um þróun faraldursins sem birt var í dag. Hafi aðgerðir sem nú eru í gildi áhrif á smitstuðulinn má ætla að nýsmituðum fækki heldur á næstu tíu dögum. Sóttvarnalæknir segir að halda verði áfram aðgerðum svo stuðullinn lækki. Spálíkön þurfi þó alltaf að nálgast með ákveðnum fyrirvara. Teymi vísindafólks frá Háskóla Íslands, embætti Landlæknis og Landspítala hefur unnið að gerð spálíkansins síðustu mánuði. Ný rýni um þróun smitstuðuls faraldursins, þ.e. áætlaðan fjölda einstaklinga sem sýktur einstaklingur utan sóttkvíar smitar að jafnaði, var birt í dag. Smitstuðullinn utan sóttkvíar á Íslandi er nú áætlaður 1,4. Hann hefur lækkað undanfarið en fór á tímabili yfir sex í bylgjunni sem nú gengur yfir. Þá fór stuðullinn upp undir þrjá fyrr í október. „[…] miðað við núverandi stöðu má gera ráð fyrir að nokkur fjöldi hafi smitast síðustu daga og muni greinast á næstu dögum. Árangur aðgerða, ef þátttaka almennings er góð, gæti orðið sýnilegur eftir eina vikum,“ segir í rýni um þróun stuðulsins. Þróun smitstuðuls innanlands utan sóttkvíar og dagleg greind smit innanlands. Smitum fækki heldur eða geti allt eins fjölgað Þá er farið yfir mögulega þróun greindra smita hér á landi næstu tíu daga og settar fram tvær sviðsmyndir. Sú fyrri miðar við að núverandi aðgerðir hafi áhrif á smitstuðulinn og hann lækki í svipuðum takti og í fyrstu bylgju eftir samkomutakmörk við 20 manns. Þar er gert ráð fyrir að smitrakning haldi í við faraldurinn og 50% smita greinist hjá þeim sem eru þegar í sóttkví. Þó óvissan sé mikil bendir þessi sviðsmynd til þess að smitum fækki heldur á næstu 10 dögum. Sviðsmynd 1. Seinni sviðsmyndin miðar við að aðgerðirnar hafi ekki áhrif á smitstuðulinn (t.d. vegna lakari þátttöku almennings í sóttvörnum miðað við í fyrstu bylgju) og hann haldist svipaður áfram. Gert er ráð fyrir að smitrakning haldi í við faraldurinn og 50% smita greinist hjá þeim sem eru þegar í sóttkví. Í þessari sviðsmynd er enn meiri óvissa um þróun faraldursins, og smitum gæti rétt eins fjölgað á næstu 10 dögum. Sviðsmynd 2. „Sviðsmyndirnar að ofan endurspegla mikla óvissu um hvert stefnir þegar smitstuðullinn er yfir einum. Það er grundvallaratriði að lækka smitstuðulinn undir 1. Meðan hann er yfir 1, er til staðar ástand þar sem smit geta auðveldlega blossað upp og þróað faraldurinn í veldisvísisvöxt. Það sem hefur áhrif á smitstuðulinn er okkar hegðun. Munum að þeir sem smitast byrja að smita áður en einkenni koma fram og þess vegna getur hver sem lent í því að smita aðra,“ segir í niðurstöðu rýninnar. Þurfum að halda aðgerðum áfram Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að alltaf beri að taka spálíkön á borð við þetta með fyrirvara. Þau séu aldrei betri en þær forsendur sem menn gefa sér við gerð þeirra. Hann segir að það merkilegasta við rýnina að sínu mati sé þróun smitstuðulsins. „Það virðist vera að þessi R-stuðull sé aðeins á niðurleið og er núna í kringum 1,5, samkvæmt þeirra útreikningum, þ.e.a.s. hjá fólki utan sóttkvíar. Það þýðir það að við þurfum að halda áfram með þessum aðgerðum til að ná smitstuðlinum undir einn, því þá fer faraldurinn að fjara út og minnka,“ segir Þórólfur. Inntur eftir því hvort það teljist ekki nokkuð gott miðað við hversu hár stuðullinn var fyrir ekki svo lengi bendir Þórólfur aftur á að útreikninga sem þessa þurfi að nálgast með fyrirvara. „Þetta eru útreikningar sem gefa vísbendingar. Maður þarf að passa sig á því að oftúlka ekki þessar tölur,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tveggja metra regla um allt land á ný Tveggja metra reglan verður innleidd á öllu landinu á ný þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveiruaðgerðir tekur gildi í næstu viku. 16. október 2020 12:53 67 greindust innanlands í gær og fjórir nú á gjörgæslu 67 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 45 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 22 ekki. 16. október 2020 11:02 Eins metra reglan hafi orðið að eins sentímetra reglu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það ekki endilega hafa verið mistök að breyta úr tveggja metra reglu í eins metra reglu. Líftölfræðingur telur marga ekki virða eins metra fjarlægðarmörk. 6. október 2020 16:04 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Smitstuðull í kórónuveirufaraldrinum er nú um 1,4, samkvæmt nýrri rýni um þróun faraldursins sem birt var í dag. Hafi aðgerðir sem nú eru í gildi áhrif á smitstuðulinn má ætla að nýsmituðum fækki heldur á næstu tíu dögum. Sóttvarnalæknir segir að halda verði áfram aðgerðum svo stuðullinn lækki. Spálíkön þurfi þó alltaf að nálgast með ákveðnum fyrirvara. Teymi vísindafólks frá Háskóla Íslands, embætti Landlæknis og Landspítala hefur unnið að gerð spálíkansins síðustu mánuði. Ný rýni um þróun smitstuðuls faraldursins, þ.e. áætlaðan fjölda einstaklinga sem sýktur einstaklingur utan sóttkvíar smitar að jafnaði, var birt í dag. Smitstuðullinn utan sóttkvíar á Íslandi er nú áætlaður 1,4. Hann hefur lækkað undanfarið en fór á tímabili yfir sex í bylgjunni sem nú gengur yfir. Þá fór stuðullinn upp undir þrjá fyrr í október. „[…] miðað við núverandi stöðu má gera ráð fyrir að nokkur fjöldi hafi smitast síðustu daga og muni greinast á næstu dögum. Árangur aðgerða, ef þátttaka almennings er góð, gæti orðið sýnilegur eftir eina vikum,“ segir í rýni um þróun stuðulsins. Þróun smitstuðuls innanlands utan sóttkvíar og dagleg greind smit innanlands. Smitum fækki heldur eða geti allt eins fjölgað Þá er farið yfir mögulega þróun greindra smita hér á landi næstu tíu daga og settar fram tvær sviðsmyndir. Sú fyrri miðar við að núverandi aðgerðir hafi áhrif á smitstuðulinn og hann lækki í svipuðum takti og í fyrstu bylgju eftir samkomutakmörk við 20 manns. Þar er gert ráð fyrir að smitrakning haldi í við faraldurinn og 50% smita greinist hjá þeim sem eru þegar í sóttkví. Þó óvissan sé mikil bendir þessi sviðsmynd til þess að smitum fækki heldur á næstu 10 dögum. Sviðsmynd 1. Seinni sviðsmyndin miðar við að aðgerðirnar hafi ekki áhrif á smitstuðulinn (t.d. vegna lakari þátttöku almennings í sóttvörnum miðað við í fyrstu bylgju) og hann haldist svipaður áfram. Gert er ráð fyrir að smitrakning haldi í við faraldurinn og 50% smita greinist hjá þeim sem eru þegar í sóttkví. Í þessari sviðsmynd er enn meiri óvissa um þróun faraldursins, og smitum gæti rétt eins fjölgað á næstu 10 dögum. Sviðsmynd 2. „Sviðsmyndirnar að ofan endurspegla mikla óvissu um hvert stefnir þegar smitstuðullinn er yfir einum. Það er grundvallaratriði að lækka smitstuðulinn undir 1. Meðan hann er yfir 1, er til staðar ástand þar sem smit geta auðveldlega blossað upp og þróað faraldurinn í veldisvísisvöxt. Það sem hefur áhrif á smitstuðulinn er okkar hegðun. Munum að þeir sem smitast byrja að smita áður en einkenni koma fram og þess vegna getur hver sem lent í því að smita aðra,“ segir í niðurstöðu rýninnar. Þurfum að halda aðgerðum áfram Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að alltaf beri að taka spálíkön á borð við þetta með fyrirvara. Þau séu aldrei betri en þær forsendur sem menn gefa sér við gerð þeirra. Hann segir að það merkilegasta við rýnina að sínu mati sé þróun smitstuðulsins. „Það virðist vera að þessi R-stuðull sé aðeins á niðurleið og er núna í kringum 1,5, samkvæmt þeirra útreikningum, þ.e.a.s. hjá fólki utan sóttkvíar. Það þýðir það að við þurfum að halda áfram með þessum aðgerðum til að ná smitstuðlinum undir einn, því þá fer faraldurinn að fjara út og minnka,“ segir Þórólfur. Inntur eftir því hvort það teljist ekki nokkuð gott miðað við hversu hár stuðullinn var fyrir ekki svo lengi bendir Þórólfur aftur á að útreikninga sem þessa þurfi að nálgast með fyrirvara. „Þetta eru útreikningar sem gefa vísbendingar. Maður þarf að passa sig á því að oftúlka ekki þessar tölur,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tveggja metra regla um allt land á ný Tveggja metra reglan verður innleidd á öllu landinu á ný þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveiruaðgerðir tekur gildi í næstu viku. 16. október 2020 12:53 67 greindust innanlands í gær og fjórir nú á gjörgæslu 67 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 45 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 22 ekki. 16. október 2020 11:02 Eins metra reglan hafi orðið að eins sentímetra reglu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það ekki endilega hafa verið mistök að breyta úr tveggja metra reglu í eins metra reglu. Líftölfræðingur telur marga ekki virða eins metra fjarlægðarmörk. 6. október 2020 16:04 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Tveggja metra regla um allt land á ný Tveggja metra reglan verður innleidd á öllu landinu á ný þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveiruaðgerðir tekur gildi í næstu viku. 16. október 2020 12:53
67 greindust innanlands í gær og fjórir nú á gjörgæslu 67 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 45 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 22 ekki. 16. október 2020 11:02
Eins metra reglan hafi orðið að eins sentímetra reglu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það ekki endilega hafa verið mistök að breyta úr tveggja metra reglu í eins metra reglu. Líftölfræðingur telur marga ekki virða eins metra fjarlægðarmörk. 6. október 2020 16:04