Henry í áfalli eftir val þjálfarans Sindri Sverrisson skrifar 16. október 2020 12:31 Amandine Henry hefur lengi verið í stóru hlutverki í franska landsliðinu. Hér er hún í baráttu við Dagnýju Brynjarsdóttur á EM 2017, áður en Henry fiskaði víti seint í leiknum með leikaraskap. Getty/Christopher Lee Amandine Henry, liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Lyon og ein fremsta knattspyrnukona heims síðustu ár, er furðu lostin eftir að hún var ekki valin í franska landsliðið. Þetta segir Olivier Blanc, stjórnandi hjá Lyon, í viðtali við heimasíðu félagsins. Franska landsliðið mætir Norður-Makedóníu og Austurríki 23. og 27. október, í sömu undankeppni EM og Ísland mætir Svíþjóð í 27. október. Henry, sem er 31 árs, hefur leikið 92 A-landsleiki og verið fyrirliði franska landsliðsins. Corinne Diacre, sem hefur verið landsliðsþjálfari Frakka frá 2017, ákvað hins vegar að velja aðra leikmenn og sagði Henry þurfa tíma til að komast í sitt besta ástand. „Þetta er eitthvað sem að enginn bjóst við. Við erum öll furðu lostin og mjög vonsvikin fyrir hönd Amandine sem er einn reynslumesti leikmaður Lyon og franska landsliðsins þar sem hún er fyrirliði,“ sagði Blanc. „Þetta hafði mikil áhrif á hana“ Aðspurður hvað honum þætti um þau rök Diacre að Henry þyrfti tíma til að komast í sitt besta form svaraði hann: „Það er hennar afstaða og við virðum hana þó að við séum ekki sammála. Amandine var meidd í upphafi tímabilsins en hún hefur byrjað síðustu þrjá leiki Lyon og Jean-Luc Vasseur [þjálfari Lyon] verið ánægður með hana. Hún er lykilmaður hjá Lyon og vann á ný allt sem hægt er að vinna með liðinu á síðustu leiktíð, og fyrir mér er hún lykilmaður í franska landsliðinu þar sem hún hefur verið fyrirliði.“ Henry verður því eftir í Lyon á meðan að Sara og margir aðrir liðsfélagar hennar fara í landsliðsverkefni í næstu viku. „Hún var mjög hissa og í áfalli yfir þessari ákvörðun og ég fann hvað þetta hafði mikil áhrif á hana því hún er mjög tengd franska landsliðinu eins og allir okkar frönsku leikmenn,“ sagði Blanc. Franski boltinn EM 2021 í Englandi Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Sjá meira
Amandine Henry, liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Lyon og ein fremsta knattspyrnukona heims síðustu ár, er furðu lostin eftir að hún var ekki valin í franska landsliðið. Þetta segir Olivier Blanc, stjórnandi hjá Lyon, í viðtali við heimasíðu félagsins. Franska landsliðið mætir Norður-Makedóníu og Austurríki 23. og 27. október, í sömu undankeppni EM og Ísland mætir Svíþjóð í 27. október. Henry, sem er 31 árs, hefur leikið 92 A-landsleiki og verið fyrirliði franska landsliðsins. Corinne Diacre, sem hefur verið landsliðsþjálfari Frakka frá 2017, ákvað hins vegar að velja aðra leikmenn og sagði Henry þurfa tíma til að komast í sitt besta ástand. „Þetta er eitthvað sem að enginn bjóst við. Við erum öll furðu lostin og mjög vonsvikin fyrir hönd Amandine sem er einn reynslumesti leikmaður Lyon og franska landsliðsins þar sem hún er fyrirliði,“ sagði Blanc. „Þetta hafði mikil áhrif á hana“ Aðspurður hvað honum þætti um þau rök Diacre að Henry þyrfti tíma til að komast í sitt besta form svaraði hann: „Það er hennar afstaða og við virðum hana þó að við séum ekki sammála. Amandine var meidd í upphafi tímabilsins en hún hefur byrjað síðustu þrjá leiki Lyon og Jean-Luc Vasseur [þjálfari Lyon] verið ánægður með hana. Hún er lykilmaður hjá Lyon og vann á ný allt sem hægt er að vinna með liðinu á síðustu leiktíð, og fyrir mér er hún lykilmaður í franska landsliðinu þar sem hún hefur verið fyrirliði.“ Henry verður því eftir í Lyon á meðan að Sara og margir aðrir liðsfélagar hennar fara í landsliðsverkefni í næstu viku. „Hún var mjög hissa og í áfalli yfir þessari ákvörðun og ég fann hvað þetta hafði mikil áhrif á hana því hún er mjög tengd franska landsliðinu eins og allir okkar frönsku leikmenn,“ sagði Blanc.
Franski boltinn EM 2021 í Englandi Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Sjá meira