EM alls staðar gæti farið fram í einu landi næsta sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2020 09:24 Komist íslenska landsliðið á EM næsta sumar þá lendir það í riðli með Portúgal, Frakklandi og Þýskalandi. Hér má sjá landsliðsþjálfara þeirra landa eða þá Fernando Santos, Joachim Löw og Didier Deschamps. Getty/Alex Nicodim Það er ekki öruggt að þær þjóðir sem telja sig vera að fara að hýsa leiki á Evrópumótinu næsta sumar muni gera það þegar á hólminn er komið. Evrópumótið í knattspyrnu átti að fara fram síðasta sumar en var frestað um eitt ár vegna kórónuveirufaraldursins. Nú gæti mótið tekið enn frekari breytingum. Alexander Ceferin, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, er nú farinn að tala um það að fækka gestgjöfunum og jafnvel láta Evrópumótið bara fara fram í einu landi. Evrópumótið hefur verið kallað EM alls staðar en það átti að fara fram í tólf mismunandi löndum víðs vegar um Evrópu. Undanúrslitin og úrslitaleikurinn á síðan að vera á Englandi. Uefa-basen: EM kan bli i ett land https://t.co/7S5JDTlNOz— SVT Sport (@SVTSport) October 16, 2020 „Planið okkar er að halda Evrópumótið með óbreyttu sniði en í stað þess að hafa það í tólf löndum þá gætum við verið með Evrópumótið í ellefu, átta, fimm eða jafnvel einu landi,“ sagði Alexander Ceferin í viðtali við Movistar+ á Spáni. Ceferin segir að það sé of snemmt að ákveða hvort að það verði áhorfendur leyfðir á leikjunum eða ekki enda hafa menn miklar áhyggjur af mikilli útbreiðslu kórónuveirunnar í Evrópu þessa dagana. „Við höfum alltaf áhyggjur af stöðunni en við erum jafnframt alveg viss um að þetta Evrópumóti muni fara fram,“ sagði Ceferin. Íslenska landsliðið er eitt af þeim átta löndum sem keppa um fjögur laus sæti í keppninni. Ísland mætir Ungverjalandi á útivelli í næsta mánuði í hreinum úrslitaleik um farseðil á EM 2020 (21). Komist Ísland áfram þá átti liðið að spila leiki sína í Búdapest og München en samkvæmt þessum fréttum þá gæti það breyst í vetur. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Það er ekki öruggt að þær þjóðir sem telja sig vera að fara að hýsa leiki á Evrópumótinu næsta sumar muni gera það þegar á hólminn er komið. Evrópumótið í knattspyrnu átti að fara fram síðasta sumar en var frestað um eitt ár vegna kórónuveirufaraldursins. Nú gæti mótið tekið enn frekari breytingum. Alexander Ceferin, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, er nú farinn að tala um það að fækka gestgjöfunum og jafnvel láta Evrópumótið bara fara fram í einu landi. Evrópumótið hefur verið kallað EM alls staðar en það átti að fara fram í tólf mismunandi löndum víðs vegar um Evrópu. Undanúrslitin og úrslitaleikurinn á síðan að vera á Englandi. Uefa-basen: EM kan bli i ett land https://t.co/7S5JDTlNOz— SVT Sport (@SVTSport) October 16, 2020 „Planið okkar er að halda Evrópumótið með óbreyttu sniði en í stað þess að hafa það í tólf löndum þá gætum við verið með Evrópumótið í ellefu, átta, fimm eða jafnvel einu landi,“ sagði Alexander Ceferin í viðtali við Movistar+ á Spáni. Ceferin segir að það sé of snemmt að ákveða hvort að það verði áhorfendur leyfðir á leikjunum eða ekki enda hafa menn miklar áhyggjur af mikilli útbreiðslu kórónuveirunnar í Evrópu þessa dagana. „Við höfum alltaf áhyggjur af stöðunni en við erum jafnframt alveg viss um að þetta Evrópumóti muni fara fram,“ sagði Ceferin. Íslenska landsliðið er eitt af þeim átta löndum sem keppa um fjögur laus sæti í keppninni. Ísland mætir Ungverjalandi á útivelli í næsta mánuði í hreinum úrslitaleik um farseðil á EM 2020 (21). Komist Ísland áfram þá átti liðið að spila leiki sína í Búdapest og München en samkvæmt þessum fréttum þá gæti það breyst í vetur.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira