Íslenska landsliðið mun hækka sig á FIFA listanum í fyrsta sinn á árinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2020 10:02 Aron Einar Gunnarsson og Guðlaugur Victor Pálsson fagna Gylfa Þór Sigurðssyni eftir mark þess síðastnefnda á móti Rúmeníu. Vísir/Vilhelm Sigurinn á Rúmenum í umspili um sæti á Evrópumótinu næsta sumar kom íslenska landsliðinu ekki bara í hreinan úrslitaleik heldur einnig upp um sæti á heimslistanum. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun hækka sig um tvö sæti á FIFA-listanum sem verður gefinn út á fimmtudaginn í næstu viku. Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo hefur reiknað út stöðu landsliðanna á listanum eftir úrslitin í landsliðsglugganum sem kláraðist í vikunni. Gylfi Sigurdsson Which goal was better? 1 OR 2 #EURO2020 | @footballiceland pic.twitter.com/T9ZzUOcAKG— UEFA Nations League (@EURO2020) October 12, 2020 Íslenska landsliðið lækkaði sig um tvö sæti á síðasta lista og sat í 41. til 42. sæti á honum. Liðið fer nú aftur upp um tvö sæti og aftur inn á topp fjörtíu. Íslenska liðið verður í 39. sæti listans í næstu viku. Þetta er í fyrsta sinn á þessu ári sem íslenska landsliðið hækkar sig á FIFA-listanum. Ísland deilir reyndar þessu sæti með landsliði Marokkó og verður því ekkert landslið í sæti númer fjörutíu. Marokkó er að hækka sig um fjögur sæti. Rúmenska landsliðið tapaði ekki bara fyrir Íslandi heldur steinlá liðið einnig fyrir Noregi í leiknum á eftir. Liðið tapaði einnig lokaleik sínum á móti Austurríki. Rúmenar hrynja niður listann og niður fyrir Ísland en rúmenska landsliðið fer út 34. sæti niður í sæti númer 44 en það er tíu sæta fall. Síðasta hækkaði Íslands sig á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins í nóvember 2019 þegar liðið fór út 40. sæti upp í sæti 39. Íslenska landsliðið hefur nú setið í sætum 39 til 41 undanfarna fjórtán mánuði. Hér fyrir neðan má sjá þessu úteikninga Alexis Martín-Tamayo eða Mister Chip eins og hann kallar sig á Twitter. Recién sacado del horno. Aquí tenéis el NUEVO RANKING FIFA que será publicado el próximo 22-octubre. Para que esperar tanto tiempo? pic.twitter.com/uQbY2hjofb— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) October 16, 2020 Þjóðadeild UEFA EM 2020 í fótbolta Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Sjá meira
Sigurinn á Rúmenum í umspili um sæti á Evrópumótinu næsta sumar kom íslenska landsliðinu ekki bara í hreinan úrslitaleik heldur einnig upp um sæti á heimslistanum. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun hækka sig um tvö sæti á FIFA-listanum sem verður gefinn út á fimmtudaginn í næstu viku. Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo hefur reiknað út stöðu landsliðanna á listanum eftir úrslitin í landsliðsglugganum sem kláraðist í vikunni. Gylfi Sigurdsson Which goal was better? 1 OR 2 #EURO2020 | @footballiceland pic.twitter.com/T9ZzUOcAKG— UEFA Nations League (@EURO2020) October 12, 2020 Íslenska landsliðið lækkaði sig um tvö sæti á síðasta lista og sat í 41. til 42. sæti á honum. Liðið fer nú aftur upp um tvö sæti og aftur inn á topp fjörtíu. Íslenska liðið verður í 39. sæti listans í næstu viku. Þetta er í fyrsta sinn á þessu ári sem íslenska landsliðið hækkar sig á FIFA-listanum. Ísland deilir reyndar þessu sæti með landsliði Marokkó og verður því ekkert landslið í sæti númer fjörutíu. Marokkó er að hækka sig um fjögur sæti. Rúmenska landsliðið tapaði ekki bara fyrir Íslandi heldur steinlá liðið einnig fyrir Noregi í leiknum á eftir. Liðið tapaði einnig lokaleik sínum á móti Austurríki. Rúmenar hrynja niður listann og niður fyrir Ísland en rúmenska landsliðið fer út 34. sæti niður í sæti númer 44 en það er tíu sæta fall. Síðasta hækkaði Íslands sig á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins í nóvember 2019 þegar liðið fór út 40. sæti upp í sæti 39. Íslenska landsliðið hefur nú setið í sætum 39 til 41 undanfarna fjórtán mánuði. Hér fyrir neðan má sjá þessu úteikninga Alexis Martín-Tamayo eða Mister Chip eins og hann kallar sig á Twitter. Recién sacado del horno. Aquí tenéis el NUEVO RANKING FIFA que será publicado el próximo 22-octubre. Para que esperar tanto tiempo? pic.twitter.com/uQbY2hjofb— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) October 16, 2020
Þjóðadeild UEFA EM 2020 í fótbolta Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Sjá meira