Þingmaður gerir athugasemd við orrustuþotuflug yfir Akureyri Kjartan Kjartansson skrifar 15. október 2020 22:26 F-15-orrustuþota líkt og þær sem flugu yfir Akureyri í gær. Myndin er úr safni. Vísir/Getty Bandarískar orrustuþotur ollu töluverðum skarkala þegar þær flugu yfir Akureyri í gær. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerði athugasemd við að þoturnar hefðu verið með afturbrennara í gangi við Landhelgisgæsluna og telur að misskilningur hafi átt sér stað um hvað væri leyfilegt. Þoturnar taka þátt í loftrýmisgæslu á Íslandi þessa dagana og hafa meðal annars æft aðflug að Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, birti myndband þar sem F-15-orrustuþota sést í aðflugi með miklum drunum yfir Akureyri á Facebook-síðu sinni í dag. Í færslunni segist Njáll Trausti hafa verið á gangi með hundi sínum fyrir ofan Skautahöllina þegar hann sá þoturnar á ferð. Sem flugáhugamanni hafi þoturnar verið honum himnasending. Þeim hafi aftur á móti fylgt mikið sjónarspil og hávaði. „Það var hins vegar óheppilegt að afturbrennararnir voru í gangi og mikill hávaði myndaðist vegna þessa,“ skrifar þingmaðurinn. Því segist hann hafa haft samband við Landhelgisgæsluna í morgun til að gera athugasemd við notkun afturbrennaranna. „Það er greinilegt að það hefur orðið einhver misskilningur á milli aðila um hvað mætti gera og hvað ekki. Það er milli Gæslu og ameríska flughersins. Mér skilst að þetta hafi síðan verið tekið föstum tökum og allt sé á beinu brautinni núna. Við skulum læra af þessu,“ skrifar Njáll Trausti. Í færslunni hér fyrir neðan má sjá myndband Njáls Trausta af herþotu með afturbrennara í gangi koma til lendingar á Akureyri í gær. Akureyri NATO Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Bandarískar orrustuþotur ollu töluverðum skarkala þegar þær flugu yfir Akureyri í gær. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerði athugasemd við að þoturnar hefðu verið með afturbrennara í gangi við Landhelgisgæsluna og telur að misskilningur hafi átt sér stað um hvað væri leyfilegt. Þoturnar taka þátt í loftrýmisgæslu á Íslandi þessa dagana og hafa meðal annars æft aðflug að Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, birti myndband þar sem F-15-orrustuþota sést í aðflugi með miklum drunum yfir Akureyri á Facebook-síðu sinni í dag. Í færslunni segist Njáll Trausti hafa verið á gangi með hundi sínum fyrir ofan Skautahöllina þegar hann sá þoturnar á ferð. Sem flugáhugamanni hafi þoturnar verið honum himnasending. Þeim hafi aftur á móti fylgt mikið sjónarspil og hávaði. „Það var hins vegar óheppilegt að afturbrennararnir voru í gangi og mikill hávaði myndaðist vegna þessa,“ skrifar þingmaðurinn. Því segist hann hafa haft samband við Landhelgisgæsluna í morgun til að gera athugasemd við notkun afturbrennaranna. „Það er greinilegt að það hefur orðið einhver misskilningur á milli aðila um hvað mætti gera og hvað ekki. Það er milli Gæslu og ameríska flughersins. Mér skilst að þetta hafi síðan verið tekið föstum tökum og allt sé á beinu brautinni núna. Við skulum læra af þessu,“ skrifar Njáll Trausti. Í færslunni hér fyrir neðan má sjá myndband Njáls Trausta af herþotu með afturbrennara í gangi koma til lendingar á Akureyri í gær.
Akureyri NATO Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira