Gísli Þorgeir með gleðifréttir: Ég finn ekki fyrir neinu núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2020 17:30 Gísli Þorgeir Kristjánsson í leik með SC Magdeburg á móti Bergischer HC í þýsku deildinni á dögunum. Getty/Ronny Hartmann Handboltamaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson er kominn af stað á nýjan leik eftir hafa glímt við erfið meiðsli á báðum öxlum á fyrstu tveimur tímabilum sínum í Þýskalandi. Þetta eru frábærar fréttir fyrir íslenskan handbolta enda hafa erfið meiðsli hægt mikið á ferli þessa efnilega handboltamanns á síðustu árum. Gísli Þorgeir fór meðal tvisvar úr lið á vinstri öxl með nokkra mínútna millibili en í síðara skiptið í febrúar í leik með Magdeburg gegn Flensburg. Fyrra skiptið var í leik með Kiel gegn Rhein-Neckar Löwen í nóvember fyrir ellefu mánuðum. Gísli hafði áður meiðst á hægri öxl í leik með FH á móti ÍBV í lokaúrslitum Olís deildar karla. Gísli Þorgeir Kristjánsson ræddi stöðuna á sér í viðtali við Ívar Benediktsson á vefsíðunni handbolti.is og það var gott hljóð í þessum 21 árs gamla handboltamanni sem verður vonandi með íslenska landsliðinu á HM í Egyptalandi á næsta ári. Ég er sæll, glaður og þakklátur https://t.co/jnXRq1zW8V— @handboltiis (@handboltiis) October 14, 2020 „Endurhæfingin eftir seinni aðgerðina á þessu ári gekk ótrúlega vel og ég finn ekki fyrir neinu núna. Ég hef reynt að líta á það jákvæða í öllu þessu ferli sem hefur tekið langan tíma,“ segir Gísli Þorgeir í viðtalinn en hann er kominn á fulla ferð með SC Magdeburg og hefur þegar tekið þátt í þremur fyrstu leikjum liðsins í deildarkeppninni. Gísli var þakklátur læknunum Brynjólfi Jónssyni og Örnólfi Valdimarssyni sem gerðu við axlirnar hans og þá hefur Magdeburg staðið vel við bak við hann í öllu ferlinu og framlengdi sem dæmi samning hans umsvifalaust í kjölfar þess að hann fór öðru sinni úr axlarlið í febrúar. View this post on Instagram Markmiðið er að na heilu keppnisti mabili og njo ta þess bara að spila handbolta eftir allt það sem a undan er gengið hja me r, segir handknattleiksmaðurinn Gi sli Þorgeir Kristja nsson, leikmaður Magdeburg i Þy skalandi þar sem hann hefur komið se r vel fyrir og leggur stund a fjarna m i verkfræði við HI samhliða handboltanum. Sja na nar a www.handbolti.is. #handboltiis #handball #ha ndboll #ha ndbold #balonmano #pallamano #handebol #grawpi ke re czna #þrautseigja #handboltafre ttir #okkarfo lku ti #breytumleiknum @scmagdeburg @gislithorgeir SC Magdeburg A post shared by handbolti.is (@handboltiis) on Oct 14, 2020 at 1:37am PDT „Ég er bara orðinn heill heilsu sem mjög sérstök tilfinning eftir allt það sem á undan er gengið. Í fyrst sinn í nærri tvö og hálft ár er ekkert að plaga mig,“ sagði Gísli Þorgeir sem horfir bjartsýnn og jákvæður á framhaldið en það má finna allt viðtalið hann á handbolti.is með því að smella hér. Gísli Þorgeir Kristjánsson er með 2 mörk og 5 stoðsendingar í fyrstu þremur deildarleikjum sínum með SC Magdeburg á leiktíðinni. Þýski handboltinn Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Sjá meira
Handboltamaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson er kominn af stað á nýjan leik eftir hafa glímt við erfið meiðsli á báðum öxlum á fyrstu tveimur tímabilum sínum í Þýskalandi. Þetta eru frábærar fréttir fyrir íslenskan handbolta enda hafa erfið meiðsli hægt mikið á ferli þessa efnilega handboltamanns á síðustu árum. Gísli Þorgeir fór meðal tvisvar úr lið á vinstri öxl með nokkra mínútna millibili en í síðara skiptið í febrúar í leik með Magdeburg gegn Flensburg. Fyrra skiptið var í leik með Kiel gegn Rhein-Neckar Löwen í nóvember fyrir ellefu mánuðum. Gísli hafði áður meiðst á hægri öxl í leik með FH á móti ÍBV í lokaúrslitum Olís deildar karla. Gísli Þorgeir Kristjánsson ræddi stöðuna á sér í viðtali við Ívar Benediktsson á vefsíðunni handbolti.is og það var gott hljóð í þessum 21 árs gamla handboltamanni sem verður vonandi með íslenska landsliðinu á HM í Egyptalandi á næsta ári. Ég er sæll, glaður og þakklátur https://t.co/jnXRq1zW8V— @handboltiis (@handboltiis) October 14, 2020 „Endurhæfingin eftir seinni aðgerðina á þessu ári gekk ótrúlega vel og ég finn ekki fyrir neinu núna. Ég hef reynt að líta á það jákvæða í öllu þessu ferli sem hefur tekið langan tíma,“ segir Gísli Þorgeir í viðtalinn en hann er kominn á fulla ferð með SC Magdeburg og hefur þegar tekið þátt í þremur fyrstu leikjum liðsins í deildarkeppninni. Gísli var þakklátur læknunum Brynjólfi Jónssyni og Örnólfi Valdimarssyni sem gerðu við axlirnar hans og þá hefur Magdeburg staðið vel við bak við hann í öllu ferlinu og framlengdi sem dæmi samning hans umsvifalaust í kjölfar þess að hann fór öðru sinni úr axlarlið í febrúar. View this post on Instagram Markmiðið er að na heilu keppnisti mabili og njo ta þess bara að spila handbolta eftir allt það sem a undan er gengið hja me r, segir handknattleiksmaðurinn Gi sli Þorgeir Kristja nsson, leikmaður Magdeburg i Þy skalandi þar sem hann hefur komið se r vel fyrir og leggur stund a fjarna m i verkfræði við HI samhliða handboltanum. Sja na nar a www.handbolti.is. #handboltiis #handball #ha ndboll #ha ndbold #balonmano #pallamano #handebol #grawpi ke re czna #þrautseigja #handboltafre ttir #okkarfo lku ti #breytumleiknum @scmagdeburg @gislithorgeir SC Magdeburg A post shared by handbolti.is (@handboltiis) on Oct 14, 2020 at 1:37am PDT „Ég er bara orðinn heill heilsu sem mjög sérstök tilfinning eftir allt það sem á undan er gengið. Í fyrst sinn í nærri tvö og hálft ár er ekkert að plaga mig,“ sagði Gísli Þorgeir sem horfir bjartsýnn og jákvæður á framhaldið en það má finna allt viðtalið hann á handbolti.is með því að smella hér. Gísli Þorgeir Kristjánsson er með 2 mörk og 5 stoðsendingar í fyrstu þremur deildarleikjum sínum með SC Magdeburg á leiktíðinni.
Þýski handboltinn Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Sjá meira