Maður grunaður um að hafa orðið konu sinni að bana í Sandgerði látinn laus í ljósi nýrra gagna Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 15. október 2020 12:38 Úrskurðurinn féll í Landsrétti á föstudaginn var. Vísir/Hanna Andrésdóttir Karlmaður á sextugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa orðið eiginkonu sinni að bana í Sandgerði í lok mars hefur verið látinn laus úr gæsluvarðhaldi í ljósi nýrra gagna í málinu. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem úrskurðaði í málinu á föstudaginn var. Þar var felldur úr gildi fyrri úrskurður héraðsdóms þess efnis að maðurinn skyldi áfram sæta gæsluvarðhaldi. Maðurinn er grunaður um að hafa banað eiginkonu sinni á heimili þeirra með því að hafa þrengt að hálsi hennar með þeim afleiðingum að hún lést af völdum köfnunar. Í kröfu sóknaraðila til héraðsdóms segir að réttarkrufning hafi leitt í ljós að banamein hennar hafi verið kyrking og að ekkert liggi fyrir um að einhver annar gæti átt hlut að máli. Ný matsgerð breytir málinu Í nýrri matsgerð dómkvaddra matsmanna sem lögð var fyrir þann 30. september síðastliðinn segir hinsvegar að mögulegt sé að konan hafi látist af völdum „blöndunareitrunar af klórdíasepoxíði, lífefna þess og áfengis,“ eins og það er orðað. Jafnframt segir að ekki sé unnt að staðfesta að kraftbeiting gegn hálsi hafi átt sér stað rétt fyrir andlátið, heldur gæti hún hafa átt sér stað allt að þremur dögum fyrir það. Landsréttardómarar komust því að þeirri niðurstöðu að í ljósi þessara nýju gagna verði ekki talið að skilyrði til gæsluvarðhalds séu lengur fyrir hendi. Varakrafa um að maðurinn skyldi sæta farbanni var heldur ekki tekin til greina. Manndráp í Sandgerði Dómsmál Suðurnesjabær Tengdar fréttir Talinn hafa þrengt að hálsi eiginkonu sinnar sem lést Karlmaður á sextugsaldri, sem hefur verið ákærður fyrir manndráp með því að hafa banað eiginkonu sinni á heimili þeirra í Sandgerði í lok mars, er talinn hafa þrengt svo að hálsi hennar að hún lést af völdum köfnunar. 18. september 2020 17:11 Hinn grunaði í Sandgerði áfram í gæsluvarðhaldi Karlmaður á sextugsaldri, sem grunaður er um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana á heimili þeirra í Sandgerði í lok mars, var á miðvikudag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 16. júní. 22. maí 2020 11:00 Krefjast áframhaldandi varðhalds yfir hinum grunaða Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ætlar í dag að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir karlmanni á sextugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana í Sandgerði laugardagskvöldið 28. mars. 8. apríl 2020 11:33 Handtekinn fjórum dögum eftir að hann tilkynnti andlát konu sinnar Sambýlismaður konu sem lést í Sandgerði þann 28. mars síðastliðinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 8. apríl. Hann var ekki handtekinn fyrr en fjórum dögum eftir að konan lést. 6. apríl 2020 11:48 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Sjá meira
Karlmaður á sextugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa orðið eiginkonu sinni að bana í Sandgerði í lok mars hefur verið látinn laus úr gæsluvarðhaldi í ljósi nýrra gagna í málinu. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem úrskurðaði í málinu á föstudaginn var. Þar var felldur úr gildi fyrri úrskurður héraðsdóms þess efnis að maðurinn skyldi áfram sæta gæsluvarðhaldi. Maðurinn er grunaður um að hafa banað eiginkonu sinni á heimili þeirra með því að hafa þrengt að hálsi hennar með þeim afleiðingum að hún lést af völdum köfnunar. Í kröfu sóknaraðila til héraðsdóms segir að réttarkrufning hafi leitt í ljós að banamein hennar hafi verið kyrking og að ekkert liggi fyrir um að einhver annar gæti átt hlut að máli. Ný matsgerð breytir málinu Í nýrri matsgerð dómkvaddra matsmanna sem lögð var fyrir þann 30. september síðastliðinn segir hinsvegar að mögulegt sé að konan hafi látist af völdum „blöndunareitrunar af klórdíasepoxíði, lífefna þess og áfengis,“ eins og það er orðað. Jafnframt segir að ekki sé unnt að staðfesta að kraftbeiting gegn hálsi hafi átt sér stað rétt fyrir andlátið, heldur gæti hún hafa átt sér stað allt að þremur dögum fyrir það. Landsréttardómarar komust því að þeirri niðurstöðu að í ljósi þessara nýju gagna verði ekki talið að skilyrði til gæsluvarðhalds séu lengur fyrir hendi. Varakrafa um að maðurinn skyldi sæta farbanni var heldur ekki tekin til greina.
Manndráp í Sandgerði Dómsmál Suðurnesjabær Tengdar fréttir Talinn hafa þrengt að hálsi eiginkonu sinnar sem lést Karlmaður á sextugsaldri, sem hefur verið ákærður fyrir manndráp með því að hafa banað eiginkonu sinni á heimili þeirra í Sandgerði í lok mars, er talinn hafa þrengt svo að hálsi hennar að hún lést af völdum köfnunar. 18. september 2020 17:11 Hinn grunaði í Sandgerði áfram í gæsluvarðhaldi Karlmaður á sextugsaldri, sem grunaður er um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana á heimili þeirra í Sandgerði í lok mars, var á miðvikudag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 16. júní. 22. maí 2020 11:00 Krefjast áframhaldandi varðhalds yfir hinum grunaða Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ætlar í dag að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir karlmanni á sextugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana í Sandgerði laugardagskvöldið 28. mars. 8. apríl 2020 11:33 Handtekinn fjórum dögum eftir að hann tilkynnti andlát konu sinnar Sambýlismaður konu sem lést í Sandgerði þann 28. mars síðastliðinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 8. apríl. Hann var ekki handtekinn fyrr en fjórum dögum eftir að konan lést. 6. apríl 2020 11:48 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Sjá meira
Talinn hafa þrengt að hálsi eiginkonu sinnar sem lést Karlmaður á sextugsaldri, sem hefur verið ákærður fyrir manndráp með því að hafa banað eiginkonu sinni á heimili þeirra í Sandgerði í lok mars, er talinn hafa þrengt svo að hálsi hennar að hún lést af völdum köfnunar. 18. september 2020 17:11
Hinn grunaði í Sandgerði áfram í gæsluvarðhaldi Karlmaður á sextugsaldri, sem grunaður er um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana á heimili þeirra í Sandgerði í lok mars, var á miðvikudag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 16. júní. 22. maí 2020 11:00
Krefjast áframhaldandi varðhalds yfir hinum grunaða Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ætlar í dag að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir karlmanni á sextugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana í Sandgerði laugardagskvöldið 28. mars. 8. apríl 2020 11:33
Handtekinn fjórum dögum eftir að hann tilkynnti andlát konu sinnar Sambýlismaður konu sem lést í Sandgerði þann 28. mars síðastliðinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 8. apríl. Hann var ekki handtekinn fyrr en fjórum dögum eftir að konan lést. 6. apríl 2020 11:48