Víðir segir KSÍ hafa brugðist: „Fyrst og fremst vonbrigði“ Sindri Sverrisson skrifar 15. október 2020 11:48 Þorgrímur Þráinsson faðmar Birki Bjarnason að sér eftir sigurinn frækna á Rúmeníu síðasta fimmtudagskvöld. MYND/STÖÐ 2 SPORT Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það fyrst og fremst vonbrigði að starfsmenn karlalandsliðsins í fótbolta hafi verið í snertingu við leikmenn þvert á loforð KSÍ. Eins og fram hefur komið tóku starfsmenn landsliðsins virkan þátt í fagnaðarlátum eftir sigurinn gegn Rúmeníu síðasta fimmtudagskvöld. Eftir sýnatöku á mánudag greindist einn þeirra, Þorgrímur Þráinsson, með kórónuveirusmit og var þá allt starfslið landsliðsins sent í sóttkví. „Í fréttum í morgun kemur fram mynd sem sýnir fögnuð starfsmanna og leikmanna knattspyrnusambandsins eftir landsleik í síðustu viku. Samkvæmt þeim reglum sem knattspyrnusambandið hafði kynnt okkur og þeim undanþágum varðandi sóttkví og framkvæmd leiksins sem KSÍ fékk, með svokallaðri vinnusóttkví, var okkar skilningur að leitast ætti við að ekki yrði blöndun á milli hópa og hólfa við framkvæmd leikja. Þegar slíkt væri nauðsynlegt væri sérstaklega gætt að sóttvörnum. Á þeirri mynd sem birtist með fréttunum var slíku ekki fylgt. Þetta eru fyrst og fremst vonbrigði,“ sagði Víðir á upplýsingafundi í dag. Aðspurður hvort að um væri að ræða brot sem varðaði sekt svaraði Víðir: „Við eigum eftir að skoða það hvers eðlis þetta brot er. Hvort þetta er eingöngu brot á þeim reglum sem gilda hjá UEFA, á okkar undanþágu eða hvort þetta teygir sig alveg í það að vera brot á sóttvarnareglum. Það á eftir að fara yfir það.“ KSÍ sendi svo um leið og upplýsingafundi lauk frá sér tilkynningu vegna umfjöllunar um samskipti leikmanna og starfsmanna landsliðsins. Hana má sjá hér að neðan. Yfirlýsing KSÍ Vegna umfjöllunar um nýafstaðna leiki A landsliðs karla á Laugardalsvelli, sóttvarnir og Covid-19, og samskipti tiltekinna starfsmanna landsliðsins og leikmanna, vill KSÍ taka eftirfarandi fram: Umræddir einstaklingar voru hluti af starfsmannateymi liðsins og voru því á varamannabekk (tæknihluta) liðsins. Tæknihlutinn er svæðið til hliðar við og aftan við sjálfan varmannabekkinn, svæði sem er afmarkað fyrir þennan hóp, og á því svæði sitja umræddir starfsmenn liðsins og þeir varamenn sem ekki komast fyrir á sjálfum varamannabekknum vegna fjarlægðarmarka. Allir í þessum hópi eru á meðal þeirra sem mega fara inn á leikflötinn fyrir leik, í hálfleik og eftir leik. Umræddir starfsmenn á því svæði voru því réttilega á því svæði sem tilheyrir liðinu og fóru ekki á neinum tímapunkti á milli svæða/hólfa á leikvanginum. Allir starfsmenn liðsins voru jafnframt hluti af „búbblu“ liðsins og hafa farið reglulega í skimun (jafn oft og leikmenn), eru hitamældir við komu á leikvang og annað slíkt. Það er auðvitað leitt að starfsfólk landsliðsins hafi ekki virt nálægðarmörk í umræddu tilviki og sinnt sínum skyldum varðandi grímunotkun, sem er nokkuð sem við hefur verið minnt reglulega á innan raða liðsins. Tilfinningar eru stór hluti af íþróttum, fólk upplifir stórar hæðir og miklar lægðir, og stundum ráða þessar tilfinningar för og menn gleyma sér. Það afsakar ekki það sem gerðist, en gefur allavega skýringu. KSÍ mun áfram halda sóttvarnarskilaboðum á lofti, leitast við að gera betur og standa undir þeirri ábyrgð sem knattspyrnuhreyfingunni er ætlað í samfélaginu. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Viðurkennir mistök að hafa leyft landsliðsþjálfurunum að vera á leiknum Þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hefðu ekki átt að fá leyfi til að vera á leiknum gegn Belgíu í gær. 15. október 2020 11:32 Þorgrímur sagður hafa brotið sóttvarnareglur Þorgrímur Þráinsson er sagður hafa brotið sóttvarnareglur þegar hann gekk inn á Laugardalsvöllinn eftir leikinn gegn Rúmeníu og faðmaði mann og annan. 15. október 2020 07:49 Enginn í landsliðshópnum smitaður Allir nítján leikmennirnir í íslenska landsliðshópnum fengu neikvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. 14. október 2020 13:35 Af hverju fóru engir landsliðsmenn í sóttkví? Þó að allt starfslið landsliðsins verði í sóttkví í kvöld þegar Ísland mætir Belgíu, vegna smits hjá meðlimi þess, hefur enginn leikmaður liðsins verið settur í sóttkví. 14. október 2020 11:07 Þorgrímur smitaður og allt starfsliðið í sóttkví Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. 13. október 2020 15:16 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það fyrst og fremst vonbrigði að starfsmenn karlalandsliðsins í fótbolta hafi verið í snertingu við leikmenn þvert á loforð KSÍ. Eins og fram hefur komið tóku starfsmenn landsliðsins virkan þátt í fagnaðarlátum eftir sigurinn gegn Rúmeníu síðasta fimmtudagskvöld. Eftir sýnatöku á mánudag greindist einn þeirra, Þorgrímur Þráinsson, með kórónuveirusmit og var þá allt starfslið landsliðsins sent í sóttkví. „Í fréttum í morgun kemur fram mynd sem sýnir fögnuð starfsmanna og leikmanna knattspyrnusambandsins eftir landsleik í síðustu viku. Samkvæmt þeim reglum sem knattspyrnusambandið hafði kynnt okkur og þeim undanþágum varðandi sóttkví og framkvæmd leiksins sem KSÍ fékk, með svokallaðri vinnusóttkví, var okkar skilningur að leitast ætti við að ekki yrði blöndun á milli hópa og hólfa við framkvæmd leikja. Þegar slíkt væri nauðsynlegt væri sérstaklega gætt að sóttvörnum. Á þeirri mynd sem birtist með fréttunum var slíku ekki fylgt. Þetta eru fyrst og fremst vonbrigði,“ sagði Víðir á upplýsingafundi í dag. Aðspurður hvort að um væri að ræða brot sem varðaði sekt svaraði Víðir: „Við eigum eftir að skoða það hvers eðlis þetta brot er. Hvort þetta er eingöngu brot á þeim reglum sem gilda hjá UEFA, á okkar undanþágu eða hvort þetta teygir sig alveg í það að vera brot á sóttvarnareglum. Það á eftir að fara yfir það.“ KSÍ sendi svo um leið og upplýsingafundi lauk frá sér tilkynningu vegna umfjöllunar um samskipti leikmanna og starfsmanna landsliðsins. Hana má sjá hér að neðan. Yfirlýsing KSÍ Vegna umfjöllunar um nýafstaðna leiki A landsliðs karla á Laugardalsvelli, sóttvarnir og Covid-19, og samskipti tiltekinna starfsmanna landsliðsins og leikmanna, vill KSÍ taka eftirfarandi fram: Umræddir einstaklingar voru hluti af starfsmannateymi liðsins og voru því á varamannabekk (tæknihluta) liðsins. Tæknihlutinn er svæðið til hliðar við og aftan við sjálfan varmannabekkinn, svæði sem er afmarkað fyrir þennan hóp, og á því svæði sitja umræddir starfsmenn liðsins og þeir varamenn sem ekki komast fyrir á sjálfum varamannabekknum vegna fjarlægðarmarka. Allir í þessum hópi eru á meðal þeirra sem mega fara inn á leikflötinn fyrir leik, í hálfleik og eftir leik. Umræddir starfsmenn á því svæði voru því réttilega á því svæði sem tilheyrir liðinu og fóru ekki á neinum tímapunkti á milli svæða/hólfa á leikvanginum. Allir starfsmenn liðsins voru jafnframt hluti af „búbblu“ liðsins og hafa farið reglulega í skimun (jafn oft og leikmenn), eru hitamældir við komu á leikvang og annað slíkt. Það er auðvitað leitt að starfsfólk landsliðsins hafi ekki virt nálægðarmörk í umræddu tilviki og sinnt sínum skyldum varðandi grímunotkun, sem er nokkuð sem við hefur verið minnt reglulega á innan raða liðsins. Tilfinningar eru stór hluti af íþróttum, fólk upplifir stórar hæðir og miklar lægðir, og stundum ráða þessar tilfinningar för og menn gleyma sér. Það afsakar ekki það sem gerðist, en gefur allavega skýringu. KSÍ mun áfram halda sóttvarnarskilaboðum á lofti, leitast við að gera betur og standa undir þeirri ábyrgð sem knattspyrnuhreyfingunni er ætlað í samfélaginu.
Yfirlýsing KSÍ Vegna umfjöllunar um nýafstaðna leiki A landsliðs karla á Laugardalsvelli, sóttvarnir og Covid-19, og samskipti tiltekinna starfsmanna landsliðsins og leikmanna, vill KSÍ taka eftirfarandi fram: Umræddir einstaklingar voru hluti af starfsmannateymi liðsins og voru því á varamannabekk (tæknihluta) liðsins. Tæknihlutinn er svæðið til hliðar við og aftan við sjálfan varmannabekkinn, svæði sem er afmarkað fyrir þennan hóp, og á því svæði sitja umræddir starfsmenn liðsins og þeir varamenn sem ekki komast fyrir á sjálfum varamannabekknum vegna fjarlægðarmarka. Allir í þessum hópi eru á meðal þeirra sem mega fara inn á leikflötinn fyrir leik, í hálfleik og eftir leik. Umræddir starfsmenn á því svæði voru því réttilega á því svæði sem tilheyrir liðinu og fóru ekki á neinum tímapunkti á milli svæða/hólfa á leikvanginum. Allir starfsmenn liðsins voru jafnframt hluti af „búbblu“ liðsins og hafa farið reglulega í skimun (jafn oft og leikmenn), eru hitamældir við komu á leikvang og annað slíkt. Það er auðvitað leitt að starfsfólk landsliðsins hafi ekki virt nálægðarmörk í umræddu tilviki og sinnt sínum skyldum varðandi grímunotkun, sem er nokkuð sem við hefur verið minnt reglulega á innan raða liðsins. Tilfinningar eru stór hluti af íþróttum, fólk upplifir stórar hæðir og miklar lægðir, og stundum ráða þessar tilfinningar för og menn gleyma sér. Það afsakar ekki það sem gerðist, en gefur allavega skýringu. KSÍ mun áfram halda sóttvarnarskilaboðum á lofti, leitast við að gera betur og standa undir þeirri ábyrgð sem knattspyrnuhreyfingunni er ætlað í samfélaginu.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Viðurkennir mistök að hafa leyft landsliðsþjálfurunum að vera á leiknum Þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hefðu ekki átt að fá leyfi til að vera á leiknum gegn Belgíu í gær. 15. október 2020 11:32 Þorgrímur sagður hafa brotið sóttvarnareglur Þorgrímur Þráinsson er sagður hafa brotið sóttvarnareglur þegar hann gekk inn á Laugardalsvöllinn eftir leikinn gegn Rúmeníu og faðmaði mann og annan. 15. október 2020 07:49 Enginn í landsliðshópnum smitaður Allir nítján leikmennirnir í íslenska landsliðshópnum fengu neikvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. 14. október 2020 13:35 Af hverju fóru engir landsliðsmenn í sóttkví? Þó að allt starfslið landsliðsins verði í sóttkví í kvöld þegar Ísland mætir Belgíu, vegna smits hjá meðlimi þess, hefur enginn leikmaður liðsins verið settur í sóttkví. 14. október 2020 11:07 Þorgrímur smitaður og allt starfsliðið í sóttkví Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. 13. október 2020 15:16 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Sjá meira
Viðurkennir mistök að hafa leyft landsliðsþjálfurunum að vera á leiknum Þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hefðu ekki átt að fá leyfi til að vera á leiknum gegn Belgíu í gær. 15. október 2020 11:32
Þorgrímur sagður hafa brotið sóttvarnareglur Þorgrímur Þráinsson er sagður hafa brotið sóttvarnareglur þegar hann gekk inn á Laugardalsvöllinn eftir leikinn gegn Rúmeníu og faðmaði mann og annan. 15. október 2020 07:49
Enginn í landsliðshópnum smitaður Allir nítján leikmennirnir í íslenska landsliðshópnum fengu neikvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. 14. október 2020 13:35
Af hverju fóru engir landsliðsmenn í sóttkví? Þó að allt starfslið landsliðsins verði í sóttkví í kvöld þegar Ísland mætir Belgíu, vegna smits hjá meðlimi þess, hefur enginn leikmaður liðsins verið settur í sóttkví. 14. október 2020 11:07
Þorgrímur smitaður og allt starfsliðið í sóttkví Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. 13. október 2020 15:16