Albert í hlutverki Gylfa og fékk hrós frá sérfræðingunum: Látið Albert fá boltann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2020 14:01 Albert Guðmundsson á ferðinni í leiknum á móti Belgíu í gær. Vísir/Vilhelm Albert Guðmundsson fékk stórt hlutverk í íslenska landsliðinu í leiknum á móti Belgíu og hann fékk líka mikið hrós eftir leikinn frá þeim Bjarna Guðjónssyni og Davíð Þór Viðarssyni. Í uppgjöri á leik Íslands og Belgíu á Stöð 2 Sport þá fóru þeir Bjarni og Davíð Þór vel yfir frammistöðu Alberts í leiknum og hvað hann gerði vel. „Hann var frábær og ég hefði bara viljað fá meira af honum á boltanum. Miðað við það hvernig leikurinn þróaðist þá hefði Albert átt að fá meira af boltanum á síðasta þriðjungum. Skilaboðin í hálfleik áttu að vera látið Albert fá boltann á síðasta þriðjungnum,“ sagði Bjarni Guðjónsson og hélt áfram: „Hann er klókur og kemur líkamanum á milli boltans og varnarmannsins sem er á móti honum. Hann hélt boltanum vel og hér hleypur hann aftur fyrir vörnina og skynjar plássið sem var var fyrir aftan. Albert leysir ofboðslega vel úr þeim stöðum sem hann fær,“ sagði Bjarni en um leið voru sýndar sóknir þar sem Albert var að gera mjög góða hluti. „Það er svo gott fyrir okkur að geta fundið mann í fæturna og spilað aðeins boltanum. Hann má vera mjög ánægður með leikinn sinn því hann lagði sig líka fram varnarlega og hljóp og barðist með liðsfélögunum sínum,“ sagði Bjarni. „Það má að einhverju leyti segja það að hann hafi komið inn í það hlutverk sem Gylfi Sigurðsson er með hjá þessu landsliði. Hann skilar því mjög vel í þessum leik eins og við erum búnir að vera að tala um. Ég kallaði eftir því fyrir leikinn að hann myndi sýna alvöru frammistöðu til að sýna að hann ætti heima þarna. Hann gerði það klárlega,“ sagði Davíð Þór en bætti við: „Í framhaldinu vildi maður sjá hann verða ennþá hættulegri og að hann gæti oftar komið sér í stöður þar sem hann gæti látið vaða á markið eða búið til eitthvað meira. Út á vellinum var hann bara frábær og sá leikmaður sem heillaði mig mest,“ sagði Davíð Þór Viðarsson um Albert Guðmundsson. Hér fyrir neðan má sjá sérfræðingana tala um frammistöðu Alberts Guðmundssonar á móti Belgum. Klippa: Sérfræðingarnir ánægðir með Albert Guðmundsson Þjóðadeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Sjá meira
Albert Guðmundsson fékk stórt hlutverk í íslenska landsliðinu í leiknum á móti Belgíu og hann fékk líka mikið hrós eftir leikinn frá þeim Bjarna Guðjónssyni og Davíð Þór Viðarssyni. Í uppgjöri á leik Íslands og Belgíu á Stöð 2 Sport þá fóru þeir Bjarni og Davíð Þór vel yfir frammistöðu Alberts í leiknum og hvað hann gerði vel. „Hann var frábær og ég hefði bara viljað fá meira af honum á boltanum. Miðað við það hvernig leikurinn þróaðist þá hefði Albert átt að fá meira af boltanum á síðasta þriðjungum. Skilaboðin í hálfleik áttu að vera látið Albert fá boltann á síðasta þriðjungnum,“ sagði Bjarni Guðjónsson og hélt áfram: „Hann er klókur og kemur líkamanum á milli boltans og varnarmannsins sem er á móti honum. Hann hélt boltanum vel og hér hleypur hann aftur fyrir vörnina og skynjar plássið sem var var fyrir aftan. Albert leysir ofboðslega vel úr þeim stöðum sem hann fær,“ sagði Bjarni en um leið voru sýndar sóknir þar sem Albert var að gera mjög góða hluti. „Það er svo gott fyrir okkur að geta fundið mann í fæturna og spilað aðeins boltanum. Hann má vera mjög ánægður með leikinn sinn því hann lagði sig líka fram varnarlega og hljóp og barðist með liðsfélögunum sínum,“ sagði Bjarni. „Það má að einhverju leyti segja það að hann hafi komið inn í það hlutverk sem Gylfi Sigurðsson er með hjá þessu landsliði. Hann skilar því mjög vel í þessum leik eins og við erum búnir að vera að tala um. Ég kallaði eftir því fyrir leikinn að hann myndi sýna alvöru frammistöðu til að sýna að hann ætti heima þarna. Hann gerði það klárlega,“ sagði Davíð Þór en bætti við: „Í framhaldinu vildi maður sjá hann verða ennþá hættulegri og að hann gæti oftar komið sér í stöður þar sem hann gæti látið vaða á markið eða búið til eitthvað meira. Út á vellinum var hann bara frábær og sá leikmaður sem heillaði mig mest,“ sagði Davíð Þór Viðarsson um Albert Guðmundsson. Hér fyrir neðan má sjá sérfræðingana tala um frammistöðu Alberts Guðmundssonar á móti Belgum. Klippa: Sérfræðingarnir ánægðir með Albert Guðmundsson
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Sjá meira