Bara Guðjohnsen feðgarnir og Kári Árna voru eldri en Birkir Már Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2020 09:30 Arnór Guðjohnsen, Birkir Már Sævarsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru þrír af fjórum elstu markaskorurum íslenska landsliðsins frá upphafi. Samsett Það styttist í 36 ára afmælisdaginn hans Birkis Más Sævarssonar en Vindurinn sýndi það á móti toppliði heimslistans í gær að hann hefur ennþá mikið af gefa íslenska landsliðinu. Birkir Már var á skotskónum í 93. landsleiknum sínum og tók með því mikið stökk á einum lista. Birkir Már Sævarsson skoraði mark Íslands í 2-1 tapinu á móti Belgíu og náði hann þar að jafna leikinn. Romelu Lukaku tryggði Belgum hins vegar sigurinn með marki úr vítaspyrnu sem var jafnfram hans annað mark í leiknum. Birkir Már Sævarsson var að skora sitt fyrsta landsliðsmark í rúm fjögur ár eða síðan hann skoraði á móti Liechtenstein 6. júní 2016. Þá var Birkir Már 31 árs, 6 mánaða og 26 daga og var fyrir leikinn í gær fjórtándi elsti markaskorari íslenska landsliðsins frá upphafi. Birkir hoppaði aftur á móti upp um tíu sæti á listanum með markinu sínu á móti Belgum í gær. Hann var 35 ára, 11 mánaða og 3 daga í gær. Klippa: Jöfnunarmark Birkis Más á móti Belgum Það eru aðeins þrír leikmenn sem hafa verið eldri þegar þeir skoruðu fyrir íslenska landsliðið en það eru feðgarnir Eiður Smári Guðjohnsen og Arnór Guðjohnsen og svo Kári Árnason. Eiður Smári Guðjohnsen sló met föður síns þegar hann skoraði sitt næstsíðasta landsliðsmark í 3-0 sigri út í Kasakstan í mars 2015. Arnór hafði sett það þegar hann skoraði í sínum síðasta landsleik í október 1997 en sá leikur var á móti Liechtenstein á Laugardalsvellinum. Metið var áður í eigu manna eins og Ríkharðs Jónssonar, Teits Þórðarsonar og Atla Eðvaldssonar. Líkt og með mörg önnur markamet íslenska landsliðsins þá átti Ríkharður Jónsson metið í margra áratugi. Eiður Smári átti síðan eftir að bæta metið um rúmt ár þegar hann skoraði í fyrrnefndum sigri á Liechtenstein rétt fyrir EM 2016 sem var um leið síðasti heimaleikur íslenska liðsins undir stjórn Lars Lagerbäck. Kári Árnason komst upp í þriðja sæti listans þegar hann skoraði síðast fyrir landsliðið í 2-2 jafntefli á móti heimsmeisturum Frakka 11. október 2018. Það er ljóst að Kári myndi bæta metið skori hann aftur fyrir íslenska landsliðið. Elstu markaskorarar íslenska landsliðsins frá upphafi: 1. Eiður Smári Guðjohnsen 37 ára, 8 mánaða og 22 daga (2016) 2. Arnór Guðjohnsen 36 ára, 5 mánaða og 11 daga (1997) 3. Kári Árnason 35 ára, 11 mánaða og 28 daga (2018) 4. Birkir Már Sævarsson 35 ára, 11 mánaða og 3 daga (2020) 5. Tryggvi Guðmundsson 33 ára, 7 mánaða og 16 daga (2008) 6. Atli Eðvaldsson 33 ára. 6 mánaða og 2 daga (1990) 7. Teitur Þórðarson 33 ára, 4 mánaða og 29 daga (1985) 8. Heiðar Helguson 33 ára, 1 mánaða og 20 daga (2010) 9. Eyjólfur Sverrisson 33 ára og 29 daga (2001) 10. Ragnar Sigurðsson 32 ára, 11 mánaða og 23 daga (2019) Þjóðadeild UEFA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Sjá meira
Það styttist í 36 ára afmælisdaginn hans Birkis Más Sævarssonar en Vindurinn sýndi það á móti toppliði heimslistans í gær að hann hefur ennþá mikið af gefa íslenska landsliðinu. Birkir Már var á skotskónum í 93. landsleiknum sínum og tók með því mikið stökk á einum lista. Birkir Már Sævarsson skoraði mark Íslands í 2-1 tapinu á móti Belgíu og náði hann þar að jafna leikinn. Romelu Lukaku tryggði Belgum hins vegar sigurinn með marki úr vítaspyrnu sem var jafnfram hans annað mark í leiknum. Birkir Már Sævarsson var að skora sitt fyrsta landsliðsmark í rúm fjögur ár eða síðan hann skoraði á móti Liechtenstein 6. júní 2016. Þá var Birkir Már 31 árs, 6 mánaða og 26 daga og var fyrir leikinn í gær fjórtándi elsti markaskorari íslenska landsliðsins frá upphafi. Birkir hoppaði aftur á móti upp um tíu sæti á listanum með markinu sínu á móti Belgum í gær. Hann var 35 ára, 11 mánaða og 3 daga í gær. Klippa: Jöfnunarmark Birkis Más á móti Belgum Það eru aðeins þrír leikmenn sem hafa verið eldri þegar þeir skoruðu fyrir íslenska landsliðið en það eru feðgarnir Eiður Smári Guðjohnsen og Arnór Guðjohnsen og svo Kári Árnason. Eiður Smári Guðjohnsen sló met föður síns þegar hann skoraði sitt næstsíðasta landsliðsmark í 3-0 sigri út í Kasakstan í mars 2015. Arnór hafði sett það þegar hann skoraði í sínum síðasta landsleik í október 1997 en sá leikur var á móti Liechtenstein á Laugardalsvellinum. Metið var áður í eigu manna eins og Ríkharðs Jónssonar, Teits Þórðarsonar og Atla Eðvaldssonar. Líkt og með mörg önnur markamet íslenska landsliðsins þá átti Ríkharður Jónsson metið í margra áratugi. Eiður Smári átti síðan eftir að bæta metið um rúmt ár þegar hann skoraði í fyrrnefndum sigri á Liechtenstein rétt fyrir EM 2016 sem var um leið síðasti heimaleikur íslenska liðsins undir stjórn Lars Lagerbäck. Kári Árnason komst upp í þriðja sæti listans þegar hann skoraði síðast fyrir landsliðið í 2-2 jafntefli á móti heimsmeisturum Frakka 11. október 2018. Það er ljóst að Kári myndi bæta metið skori hann aftur fyrir íslenska landsliðið. Elstu markaskorarar íslenska landsliðsins frá upphafi: 1. Eiður Smári Guðjohnsen 37 ára, 8 mánaða og 22 daga (2016) 2. Arnór Guðjohnsen 36 ára, 5 mánaða og 11 daga (1997) 3. Kári Árnason 35 ára, 11 mánaða og 28 daga (2018) 4. Birkir Már Sævarsson 35 ára, 11 mánaða og 3 daga (2020) 5. Tryggvi Guðmundsson 33 ára, 7 mánaða og 16 daga (2008) 6. Atli Eðvaldsson 33 ára. 6 mánaða og 2 daga (1990) 7. Teitur Þórðarson 33 ára, 4 mánaða og 29 daga (1985) 8. Heiðar Helguson 33 ára, 1 mánaða og 20 daga (2010) 9. Eyjólfur Sverrisson 33 ára og 29 daga (2001) 10. Ragnar Sigurðsson 32 ára, 11 mánaða og 23 daga (2019)
Elstu markaskorarar íslenska landsliðsins frá upphafi: 1. Eiður Smári Guðjohnsen 37 ára, 8 mánaða og 22 daga (2016) 2. Arnór Guðjohnsen 36 ára, 5 mánaða og 11 daga (1997) 3. Kári Árnason 35 ára, 11 mánaða og 28 daga (2018) 4. Birkir Már Sævarsson 35 ára, 11 mánaða og 3 daga (2020) 5. Tryggvi Guðmundsson 33 ára, 7 mánaða og 16 daga (2008) 6. Atli Eðvaldsson 33 ára. 6 mánaða og 2 daga (1990) 7. Teitur Þórðarson 33 ára, 4 mánaða og 29 daga (1985) 8. Heiðar Helguson 33 ára, 1 mánaða og 20 daga (2010) 9. Eyjólfur Sverrisson 33 ára og 29 daga (2001) 10. Ragnar Sigurðsson 32 ára, 11 mánaða og 23 daga (2019)
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Sjá meira