Eini rófubóndi landsins sem ræktar rófufræ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. október 2020 19:51 Fjóla Signý Hannesdóttir, rófubóndi á bænum Stóru Sandvík í Árborg en bærinn er í Sandvíkurhreppnum hina forna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjóla Signý Hannesdóttir á bænum Stóru Sandvík í Árborg er eini rófubóndi landsins, sem ræktar rófufræ, sem allir rófubændur treysta á að geta fengið fræ hjá. Hún náði um fimmtán tonnum upp af rófum úr görðum sínum í haust. Rófurnar hennar þykja einstaklega bragðgóðar. Fjóla Signý tók við af öldruðum föður sínum að rækta rófur og rófufræ í Stóru Sandvík. Uppskeran hjá henni var mjög góð í haust en hún tók upp um 15 tonn af rófum. Fræið, sem hún ræktar er Íslenska Sandvíkurrófufræið, sem þykir bragðbetra og harðgerðara en annað innflutt fræ. Rófurnar kallast Sandvíkurrófur og eru einstaklega harðgerðar og bragðgóðar „Við plöntum niður ákveðnum rófum, sem eru kallaðar frærófur. Svo spretta upp úr þeim stilkar, sem blómstra og svo lokast blómin. Þá verða til fræbelgir, sem heita Skálpar, inn í þessu eru fræin. Svo hengi ég það upp til þurrkunnar í allan vetur, eða fram í apríl. Þá fer ég með það í þreskingu á Korpu, þá þreskja þeir það fyrir mig, blása frá skálpana og þurrka fræið,“ segir Fjóla Signý. Fræin, sem Fjóla Signý ræktar eru fyrir alla rófubændur á Íslandi en það eru um 18 kíló á ári. Hér eru nokkur þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjóla Signý ræktar um 18 kíló af fræi á ári en passar það fyrir alla rófuuppskeru á Íslandi eða 900-1100 tonn. Hún segir mjög skemmtilegt að vera rófubóndi. „Íslendingar mættu kannski vera enn duglegir að borða rófur. Margir eru fastir á því að það þurfi alltaf að sjóða þær og setja bara í kjötsúpuna eða með slátrinu. Það er líka gott að borða þær hráar.“ Eins gaman og Fjólu þykir að vera rófubóndi þá þykir henni jafn leiðinlegt að geta hvergi fengið neina styrki frá hinu opinbera eins og hjá Framleiðnisjóði landbúnaðarins og Erfðanefnd landbúnaðarins, henni var neitað á báðum stöðum. „Já, það er í rauninni öll ábyrgðin á mér að rækta fræ til þess að íslenskir rófubændur geti keypt fræ, íslenskt fræ af því að allir bændurnir kaupa af mér. Þannig að öll rófuframleiðslan á Íslandi er pínu háð mér en samt er ég að gera þetta eiginlega í sjálfboðavinnu,“ segir Fjóla Signý. Rófurnar frá Fjólu Signý kallast Sandvíkurrófur og eru einstaklega harðgerðar og bragðgóðar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Landbúnaður Garðyrkja Matvælaframleiðsla Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Fjóla Signý Hannesdóttir á bænum Stóru Sandvík í Árborg er eini rófubóndi landsins, sem ræktar rófufræ, sem allir rófubændur treysta á að geta fengið fræ hjá. Hún náði um fimmtán tonnum upp af rófum úr görðum sínum í haust. Rófurnar hennar þykja einstaklega bragðgóðar. Fjóla Signý tók við af öldruðum föður sínum að rækta rófur og rófufræ í Stóru Sandvík. Uppskeran hjá henni var mjög góð í haust en hún tók upp um 15 tonn af rófum. Fræið, sem hún ræktar er Íslenska Sandvíkurrófufræið, sem þykir bragðbetra og harðgerðara en annað innflutt fræ. Rófurnar kallast Sandvíkurrófur og eru einstaklega harðgerðar og bragðgóðar „Við plöntum niður ákveðnum rófum, sem eru kallaðar frærófur. Svo spretta upp úr þeim stilkar, sem blómstra og svo lokast blómin. Þá verða til fræbelgir, sem heita Skálpar, inn í þessu eru fræin. Svo hengi ég það upp til þurrkunnar í allan vetur, eða fram í apríl. Þá fer ég með það í þreskingu á Korpu, þá þreskja þeir það fyrir mig, blása frá skálpana og þurrka fræið,“ segir Fjóla Signý. Fræin, sem Fjóla Signý ræktar eru fyrir alla rófubændur á Íslandi en það eru um 18 kíló á ári. Hér eru nokkur þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjóla Signý ræktar um 18 kíló af fræi á ári en passar það fyrir alla rófuuppskeru á Íslandi eða 900-1100 tonn. Hún segir mjög skemmtilegt að vera rófubóndi. „Íslendingar mættu kannski vera enn duglegir að borða rófur. Margir eru fastir á því að það þurfi alltaf að sjóða þær og setja bara í kjötsúpuna eða með slátrinu. Það er líka gott að borða þær hráar.“ Eins gaman og Fjólu þykir að vera rófubóndi þá þykir henni jafn leiðinlegt að geta hvergi fengið neina styrki frá hinu opinbera eins og hjá Framleiðnisjóði landbúnaðarins og Erfðanefnd landbúnaðarins, henni var neitað á báðum stöðum. „Já, það er í rauninni öll ábyrgðin á mér að rækta fræ til þess að íslenskir rófubændur geti keypt fræ, íslenskt fræ af því að allir bændurnir kaupa af mér. Þannig að öll rófuframleiðslan á Íslandi er pínu háð mér en samt er ég að gera þetta eiginlega í sjálfboðavinnu,“ segir Fjóla Signý. Rófurnar frá Fjólu Signý kallast Sandvíkurrófur og eru einstaklega harðgerðar og bragðgóðar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Landbúnaður Garðyrkja Matvælaframleiðsla Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira