Tákn af þaki Arnarhvols Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. október 2020 13:26 Stytturnar komnar niður og tilbúnar til flutnings. Láréttar en ekki lóðréttar eins og þær hafa verið undanfarin ár. Vísir/vilhelm Ellefu styttur í mannsmynd á þaki Arnarhvols voru teknar niður í morgun. Eins og hálfs árs sýningu á listaverki Steinunnar Þórarinsdóttur er lokið. Hún segist þakklát fyrir tækifærið að sýna verk sýn á svo stórkostlegum stað. Næsta ferðalag styttnanna sé handan við hornið. Listaverkið heitir Tákn og er af ellefu mannverum í líkamsstærð. Verkin voru fyrst sýnd í Dresden í Þýskalandi en svo hér á landi í fyrra þegar Listasafn Reykjavíkur lagði áherslu á list í almenningsrými. „Við fundum þennan fína stað sem var einstakur bæði hvað varðar stærðarlega, hlutföll og slíkt. Staðsetningin er mögnuð,“ segir Steinunn á þessum tímamótum. „Okkar tilgangur var að vekja fólk til umhugsunar um umhverfi sitt. Við höfum tendens til að gleyma umhverfinu og sjá það á vanabundinn hátt. Taka ekki eftir því. Ég held að það hafi gengið upp.“ Svona hafa stytturnar blasað við borgarbúum undanfarna átján mánuði.Vísir/Einar Ríkisstjórnin samþykkti fyrir ári að veita sex milljónum króna af ráðstöfnunarfé ríkisstjórnarinnar til Steinunnar til að geta haft listaverkin á þaki Arnarhvols, húsnæði fjármála- og efnahagsráðuneytisins, í ár í viðbót. Steinunn segir að hún hafi boðið áðuneytinu að hafa verkið áfram endurgjaldslaust enn um sinn en ákveðið hafi verið að verkið yrði tekið niður. „Þetta er búið að vera alveg stórkostlegt. Viðbrögðin hafa verið alveg mögnuð. Bæði náttúrulega fyrst þegar verkin komu fyrst, þá fékk ég mjög mikil viðbrögð. Svo í ljós þegar kom að þau ættu að fara niður. Þá voru líka mikil viðbrögð. Ég er glöð og þakklát fyrir að hafa fengið tækfæri til að hafa verkið þarna.“ Rætt var við Steinunni við uppsetninguna í maí 2019. Hún segir verkin mögulega enn táknrænni nú í kórónuveirufaraldrinum en fyrir hann. „Verkin stóðu hlið við hlið með réttri fjarlægð á milli. Það var ákveðin samstaða og hugsun sem kom í það. Þetta er hópur.“ Steinunn mun geyma verkin á vinnustofu sinni í bili en framundan er annað ferðalag að henni sögn, sem skýrt verður frá síðar. „Þær fara að fara aftur í ferðalag þegar mál fara að verða eðlileg í heiminum.“ Fréttin hefur verið uppfærð með þeim upplýsingum að verkið var boðið ráðuneytinu áfram til sýningar um sinn endurgjaldslaust. Menning Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Sjá meira
Ellefu styttur í mannsmynd á þaki Arnarhvols voru teknar niður í morgun. Eins og hálfs árs sýningu á listaverki Steinunnar Þórarinsdóttur er lokið. Hún segist þakklát fyrir tækifærið að sýna verk sýn á svo stórkostlegum stað. Næsta ferðalag styttnanna sé handan við hornið. Listaverkið heitir Tákn og er af ellefu mannverum í líkamsstærð. Verkin voru fyrst sýnd í Dresden í Þýskalandi en svo hér á landi í fyrra þegar Listasafn Reykjavíkur lagði áherslu á list í almenningsrými. „Við fundum þennan fína stað sem var einstakur bæði hvað varðar stærðarlega, hlutföll og slíkt. Staðsetningin er mögnuð,“ segir Steinunn á þessum tímamótum. „Okkar tilgangur var að vekja fólk til umhugsunar um umhverfi sitt. Við höfum tendens til að gleyma umhverfinu og sjá það á vanabundinn hátt. Taka ekki eftir því. Ég held að það hafi gengið upp.“ Svona hafa stytturnar blasað við borgarbúum undanfarna átján mánuði.Vísir/Einar Ríkisstjórnin samþykkti fyrir ári að veita sex milljónum króna af ráðstöfnunarfé ríkisstjórnarinnar til Steinunnar til að geta haft listaverkin á þaki Arnarhvols, húsnæði fjármála- og efnahagsráðuneytisins, í ár í viðbót. Steinunn segir að hún hafi boðið áðuneytinu að hafa verkið áfram endurgjaldslaust enn um sinn en ákveðið hafi verið að verkið yrði tekið niður. „Þetta er búið að vera alveg stórkostlegt. Viðbrögðin hafa verið alveg mögnuð. Bæði náttúrulega fyrst þegar verkin komu fyrst, þá fékk ég mjög mikil viðbrögð. Svo í ljós þegar kom að þau ættu að fara niður. Þá voru líka mikil viðbrögð. Ég er glöð og þakklát fyrir að hafa fengið tækfæri til að hafa verkið þarna.“ Rætt var við Steinunni við uppsetninguna í maí 2019. Hún segir verkin mögulega enn táknrænni nú í kórónuveirufaraldrinum en fyrir hann. „Verkin stóðu hlið við hlið með réttri fjarlægð á milli. Það var ákveðin samstaða og hugsun sem kom í það. Þetta er hópur.“ Steinunn mun geyma verkin á vinnustofu sinni í bili en framundan er annað ferðalag að henni sögn, sem skýrt verður frá síðar. „Þær fara að fara aftur í ferðalag þegar mál fara að verða eðlileg í heiminum.“ Fréttin hefur verið uppfærð með þeim upplýsingum að verkið var boðið ráðuneytinu áfram til sýningar um sinn endurgjaldslaust.
Menning Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Sjá meira