Strákarnir hans Helga þeir fyrstu sem ná ekki að vinna San Marinó í sex ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. október 2020 16:30 Úr leik Liechtenstein og San Marinó í Þjóðadeildinni í gær. getty/Harry Langer San Marinó gerði markalaust jafntefli við Liechtenstein í Vaduz í riðli 2 í D-deild Þjóðadeildarinnar í gær. Það er ekki í frásögur færandi nema að þetta var í fyrsta sinn í sex ár sem San Marinó tapar ekki leik. Fyrir leikinn í gær var San Marinó búið að tapa 39 leikjum í röð. It s our first point in six years, to end this historical night on a positive note. Thank you so much for the amazing support tonight. And remember: keep believing and Forza Titani. #lieSMR— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 13, 2020 Helgi Kolviðsson er þjálfari Liechtenstein sem er fyrsta liðið síðan Eistland í nóvember 2014 sem mistekst að vinna San Marinó. Helgi tilkynnti á dögunum að hann ætlaði að hætta með liðið þegar samningur hans rennur út um áramótin. San Marinó er jafnan talið lélegasta landslið heims og er í 208. og neðsta sæti styrkleikalista FIFA. Eftir jafnteflið í gær eru landsleikir sem San Marinó hefur ekki tapað ekki lengur teljandi á fingrum annarrar handar. Af þessum sex leikjum sem San Marinó hefur ekki tapað eru þrír gegn Liechtenstein. Eini sigur San Marinó í sögunni kom gegn Liechtenstein í vináttulandsleik 2004. Helgi Kolviðsson svekktur í leiknum í gær.getty/Harry Langer Stigið sem San Marinó fékk í gær er fyrsta stigið sem San Marinó fær á útivelli í keppnisleik síðan liðið gerði 1-1 jafntefli við Lettland í apríl 2001. Eftir leikinn sagði Gary Johnson af sér sem þjálfari Letta. Jafnteflið í gær þýðir jafnframt að Ísland er nú eina liðið sem á eftir að fá stig í Þjóðadeildinni síðan henni var hleypt af stokkunum fyrir tveimur árum. San Marinó hefur alls leikið 168 landsleiki; unnið einn, gert fimm jafntefli og tapað 162. Markatalan er 24-700, San Marinó í óhag. Tveir merkustu leikir San Marinó komu sennilega í undankeppni HM 1994. Liðið gerði þá markalaust jafntefli við Tyrkland og náði svo forystunni gegn Englandi þegar sjónvarpssölumaðurinn Davide Gualtieri skoraði eftir 8,3 sekúndur í leik liðanna í Bologna á Ítalíu. England vann leikinn reyndar, 1-7. Þjóðadeild UEFA Íslendingar erlendis San Marínó Liechtenstein Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Sjá meira
San Marinó gerði markalaust jafntefli við Liechtenstein í Vaduz í riðli 2 í D-deild Þjóðadeildarinnar í gær. Það er ekki í frásögur færandi nema að þetta var í fyrsta sinn í sex ár sem San Marinó tapar ekki leik. Fyrir leikinn í gær var San Marinó búið að tapa 39 leikjum í röð. It s our first point in six years, to end this historical night on a positive note. Thank you so much for the amazing support tonight. And remember: keep believing and Forza Titani. #lieSMR— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 13, 2020 Helgi Kolviðsson er þjálfari Liechtenstein sem er fyrsta liðið síðan Eistland í nóvember 2014 sem mistekst að vinna San Marinó. Helgi tilkynnti á dögunum að hann ætlaði að hætta með liðið þegar samningur hans rennur út um áramótin. San Marinó er jafnan talið lélegasta landslið heims og er í 208. og neðsta sæti styrkleikalista FIFA. Eftir jafnteflið í gær eru landsleikir sem San Marinó hefur ekki tapað ekki lengur teljandi á fingrum annarrar handar. Af þessum sex leikjum sem San Marinó hefur ekki tapað eru þrír gegn Liechtenstein. Eini sigur San Marinó í sögunni kom gegn Liechtenstein í vináttulandsleik 2004. Helgi Kolviðsson svekktur í leiknum í gær.getty/Harry Langer Stigið sem San Marinó fékk í gær er fyrsta stigið sem San Marinó fær á útivelli í keppnisleik síðan liðið gerði 1-1 jafntefli við Lettland í apríl 2001. Eftir leikinn sagði Gary Johnson af sér sem þjálfari Letta. Jafnteflið í gær þýðir jafnframt að Ísland er nú eina liðið sem á eftir að fá stig í Þjóðadeildinni síðan henni var hleypt af stokkunum fyrir tveimur árum. San Marinó hefur alls leikið 168 landsleiki; unnið einn, gert fimm jafntefli og tapað 162. Markatalan er 24-700, San Marinó í óhag. Tveir merkustu leikir San Marinó komu sennilega í undankeppni HM 1994. Liðið gerði þá markalaust jafntefli við Tyrkland og náði svo forystunni gegn Englandi þegar sjónvarpssölumaðurinn Davide Gualtieri skoraði eftir 8,3 sekúndur í leik liðanna í Bologna á Ítalíu. England vann leikinn reyndar, 1-7.
Þjóðadeild UEFA Íslendingar erlendis San Marínó Liechtenstein Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Sjá meira