6 dagar í Meistaradeildina: Ronaldo og Messi mætast í fyrsta sinn fyrir jól Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2020 10:31 Cristiano Ronaldo hjálpar Lionel Messi á fætur þegar þeir mættust með Real Madrid og Barcelona í desember 2017. Getty/Victor Carretero Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við þá skemmtilegu staðreynd að þeir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætast óvenju snemma í Meistaradeildinni í ár. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa keppt um flesta titla og viðurkenningar í fótboltanum undanfarin tólf ár en á næstunni upplifa þeir þó það sem þeir hafa aldrei gert áður. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo munu nefnilega mætast í Meistaradeildinni í fyrsta sinn fyrir áramót því lið þeirra lentu saman í riðli að þessu sinni. Exactly two weeks to go until El Clasico Ronaldo vs Messi is just four days later pic.twitter.com/iwG275SJ1y— Goal (@goal) October 10, 2020 Lionel Messi og Cristiano Ronaldo spiluðu lengst með spænsku félögunum Barcelona og Real Madrid en lið frá sama landi geta ekki lent saman í riðli. Messi er enn hjá Barcelona en Cristiano Ronaldo er kominn til ítalska félagsins Juventus. Barcelona og Juventus eru í saman í G-riðli með liðum Dynamo Kiev frá Úkraínu og Ferencváros frá Ungverjalandi. Fyrri innbyrðis leikur liðanna verður á heimavelli Juventus 28. októtber en sá síðari á heimavelli Barcelona 8. desember en það er jafnframt lokaleikur liðanna í riðlakeppninni. watch on YouTube Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa alls mæst 35 sinnum með félagsliðum og landsliðum. Liðin hans Messi hafa unnið sex fleiri leiki eða sextán á móti tíu og Leo Messi hefur líka skorað fleiri mörk í þessum leikjum eða 22 á móti 19 hjá Cristiano Ronaldo. Þetta verða aftur á móti fyrstu Evrópuleikir liða þeirra síðan Barcelona sló út Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar tímabilið 2010-11. Þeir höfðu áður mæst þrisvar sinnum þegar Cristiano Ronaldo var leikmaður Manchester United, fyrst í undanúrslitunum 2007-08 og svo í úrslitaleiknum 2009 þar sem Leo Messi skoraði annað markið í 2-0 sigri Barca á Manchester United á Wembley. Cristiano Ronaldo á enn eftir að skora í Meistaradeildinni í leik á móti liði Lionel Messi og hefur ennfremur aðeins fagnað sigri í einum af þessum fimm leikjum. Hann ætlar sér örugglega að breyta því núna. Cristiano Ronaldo er langmarkahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar frá upphafi með 130 mörk á móti 115 mörkum frá Lionel Messi. Ronaldo hefur líka unnið Meistaradeildina fimm sinnum en Messi hefur bara unnið hana fjórum sinnum. watch on YouTube Augu fótboltaheimsins verða örugglega á innbyrðis leikjum Barcelona og Juventus í Meistaradeildinni í vetur enda fáum við ekki mörg ár í viðbót með þeim Lionel Messi og Cristiano Ronaldo upp á sitt besta. Meistaradeildin verður áfram í beinni á Stöð 2 Sport og þar verða líka Meistaradeildarmessan og Meistaradeildarmörkin á hverju kvöldi sem leikir fara fram í riðlakeppninni. Fyrstu leikirnir í beinni verða Dynamo Kiev-Juventus (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 16.45) og PSG-Manchester United (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 18.50). Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir 7 dagar í Meistaradeildina: Fyrstu fullkomnu meistararnir Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við magnaða meistara síðasta tímabils. 13. október 2020 11:00 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Leik lokið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Sjá meira
Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við þá skemmtilegu staðreynd að þeir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætast óvenju snemma í Meistaradeildinni í ár. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa keppt um flesta titla og viðurkenningar í fótboltanum undanfarin tólf ár en á næstunni upplifa þeir þó það sem þeir hafa aldrei gert áður. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo munu nefnilega mætast í Meistaradeildinni í fyrsta sinn fyrir áramót því lið þeirra lentu saman í riðli að þessu sinni. Exactly two weeks to go until El Clasico Ronaldo vs Messi is just four days later pic.twitter.com/iwG275SJ1y— Goal (@goal) October 10, 2020 Lionel Messi og Cristiano Ronaldo spiluðu lengst með spænsku félögunum Barcelona og Real Madrid en lið frá sama landi geta ekki lent saman í riðli. Messi er enn hjá Barcelona en Cristiano Ronaldo er kominn til ítalska félagsins Juventus. Barcelona og Juventus eru í saman í G-riðli með liðum Dynamo Kiev frá Úkraínu og Ferencváros frá Ungverjalandi. Fyrri innbyrðis leikur liðanna verður á heimavelli Juventus 28. októtber en sá síðari á heimavelli Barcelona 8. desember en það er jafnframt lokaleikur liðanna í riðlakeppninni. watch on YouTube Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa alls mæst 35 sinnum með félagsliðum og landsliðum. Liðin hans Messi hafa unnið sex fleiri leiki eða sextán á móti tíu og Leo Messi hefur líka skorað fleiri mörk í þessum leikjum eða 22 á móti 19 hjá Cristiano Ronaldo. Þetta verða aftur á móti fyrstu Evrópuleikir liða þeirra síðan Barcelona sló út Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar tímabilið 2010-11. Þeir höfðu áður mæst þrisvar sinnum þegar Cristiano Ronaldo var leikmaður Manchester United, fyrst í undanúrslitunum 2007-08 og svo í úrslitaleiknum 2009 þar sem Leo Messi skoraði annað markið í 2-0 sigri Barca á Manchester United á Wembley. Cristiano Ronaldo á enn eftir að skora í Meistaradeildinni í leik á móti liði Lionel Messi og hefur ennfremur aðeins fagnað sigri í einum af þessum fimm leikjum. Hann ætlar sér örugglega að breyta því núna. Cristiano Ronaldo er langmarkahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar frá upphafi með 130 mörk á móti 115 mörkum frá Lionel Messi. Ronaldo hefur líka unnið Meistaradeildina fimm sinnum en Messi hefur bara unnið hana fjórum sinnum. watch on YouTube Augu fótboltaheimsins verða örugglega á innbyrðis leikjum Barcelona og Juventus í Meistaradeildinni í vetur enda fáum við ekki mörg ár í viðbót með þeim Lionel Messi og Cristiano Ronaldo upp á sitt besta. Meistaradeildin verður áfram í beinni á Stöð 2 Sport og þar verða líka Meistaradeildarmessan og Meistaradeildarmörkin á hverju kvöldi sem leikir fara fram í riðlakeppninni. Fyrstu leikirnir í beinni verða Dynamo Kiev-Juventus (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 16.45) og PSG-Manchester United (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 18.50).
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir 7 dagar í Meistaradeildina: Fyrstu fullkomnu meistararnir Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við magnaða meistara síðasta tímabils. 13. október 2020 11:00 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Leik lokið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Sjá meira
7 dagar í Meistaradeildina: Fyrstu fullkomnu meistararnir Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við magnaða meistara síðasta tímabils. 13. október 2020 11:00