6 dagar í Meistaradeildina: Ronaldo og Messi mætast í fyrsta sinn fyrir jól Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2020 10:31 Cristiano Ronaldo hjálpar Lionel Messi á fætur þegar þeir mættust með Real Madrid og Barcelona í desember 2017. Getty/Victor Carretero Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við þá skemmtilegu staðreynd að þeir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætast óvenju snemma í Meistaradeildinni í ár. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa keppt um flesta titla og viðurkenningar í fótboltanum undanfarin tólf ár en á næstunni upplifa þeir þó það sem þeir hafa aldrei gert áður. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo munu nefnilega mætast í Meistaradeildinni í fyrsta sinn fyrir áramót því lið þeirra lentu saman í riðli að þessu sinni. Exactly two weeks to go until El Clasico Ronaldo vs Messi is just four days later pic.twitter.com/iwG275SJ1y— Goal (@goal) October 10, 2020 Lionel Messi og Cristiano Ronaldo spiluðu lengst með spænsku félögunum Barcelona og Real Madrid en lið frá sama landi geta ekki lent saman í riðli. Messi er enn hjá Barcelona en Cristiano Ronaldo er kominn til ítalska félagsins Juventus. Barcelona og Juventus eru í saman í G-riðli með liðum Dynamo Kiev frá Úkraínu og Ferencváros frá Ungverjalandi. Fyrri innbyrðis leikur liðanna verður á heimavelli Juventus 28. októtber en sá síðari á heimavelli Barcelona 8. desember en það er jafnframt lokaleikur liðanna í riðlakeppninni. watch on YouTube Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa alls mæst 35 sinnum með félagsliðum og landsliðum. Liðin hans Messi hafa unnið sex fleiri leiki eða sextán á móti tíu og Leo Messi hefur líka skorað fleiri mörk í þessum leikjum eða 22 á móti 19 hjá Cristiano Ronaldo. Þetta verða aftur á móti fyrstu Evrópuleikir liða þeirra síðan Barcelona sló út Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar tímabilið 2010-11. Þeir höfðu áður mæst þrisvar sinnum þegar Cristiano Ronaldo var leikmaður Manchester United, fyrst í undanúrslitunum 2007-08 og svo í úrslitaleiknum 2009 þar sem Leo Messi skoraði annað markið í 2-0 sigri Barca á Manchester United á Wembley. Cristiano Ronaldo á enn eftir að skora í Meistaradeildinni í leik á móti liði Lionel Messi og hefur ennfremur aðeins fagnað sigri í einum af þessum fimm leikjum. Hann ætlar sér örugglega að breyta því núna. Cristiano Ronaldo er langmarkahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar frá upphafi með 130 mörk á móti 115 mörkum frá Lionel Messi. Ronaldo hefur líka unnið Meistaradeildina fimm sinnum en Messi hefur bara unnið hana fjórum sinnum. watch on YouTube Augu fótboltaheimsins verða örugglega á innbyrðis leikjum Barcelona og Juventus í Meistaradeildinni í vetur enda fáum við ekki mörg ár í viðbót með þeim Lionel Messi og Cristiano Ronaldo upp á sitt besta. Meistaradeildin verður áfram í beinni á Stöð 2 Sport og þar verða líka Meistaradeildarmessan og Meistaradeildarmörkin á hverju kvöldi sem leikir fara fram í riðlakeppninni. Fyrstu leikirnir í beinni verða Dynamo Kiev-Juventus (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 16.45) og PSG-Manchester United (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 18.50). Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir 7 dagar í Meistaradeildina: Fyrstu fullkomnu meistararnir Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við magnaða meistara síðasta tímabils. 13. október 2020 11:00 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Í beinni: Valur - Njarðvík | Meistaraefnin mæta í Valsheimilið Körfubolti Fleiri fréttir Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjá meira
Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við þá skemmtilegu staðreynd að þeir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætast óvenju snemma í Meistaradeildinni í ár. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa keppt um flesta titla og viðurkenningar í fótboltanum undanfarin tólf ár en á næstunni upplifa þeir þó það sem þeir hafa aldrei gert áður. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo munu nefnilega mætast í Meistaradeildinni í fyrsta sinn fyrir áramót því lið þeirra lentu saman í riðli að þessu sinni. Exactly two weeks to go until El Clasico Ronaldo vs Messi is just four days later pic.twitter.com/iwG275SJ1y— Goal (@goal) October 10, 2020 Lionel Messi og Cristiano Ronaldo spiluðu lengst með spænsku félögunum Barcelona og Real Madrid en lið frá sama landi geta ekki lent saman í riðli. Messi er enn hjá Barcelona en Cristiano Ronaldo er kominn til ítalska félagsins Juventus. Barcelona og Juventus eru í saman í G-riðli með liðum Dynamo Kiev frá Úkraínu og Ferencváros frá Ungverjalandi. Fyrri innbyrðis leikur liðanna verður á heimavelli Juventus 28. októtber en sá síðari á heimavelli Barcelona 8. desember en það er jafnframt lokaleikur liðanna í riðlakeppninni. watch on YouTube Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa alls mæst 35 sinnum með félagsliðum og landsliðum. Liðin hans Messi hafa unnið sex fleiri leiki eða sextán á móti tíu og Leo Messi hefur líka skorað fleiri mörk í þessum leikjum eða 22 á móti 19 hjá Cristiano Ronaldo. Þetta verða aftur á móti fyrstu Evrópuleikir liða þeirra síðan Barcelona sló út Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar tímabilið 2010-11. Þeir höfðu áður mæst þrisvar sinnum þegar Cristiano Ronaldo var leikmaður Manchester United, fyrst í undanúrslitunum 2007-08 og svo í úrslitaleiknum 2009 þar sem Leo Messi skoraði annað markið í 2-0 sigri Barca á Manchester United á Wembley. Cristiano Ronaldo á enn eftir að skora í Meistaradeildinni í leik á móti liði Lionel Messi og hefur ennfremur aðeins fagnað sigri í einum af þessum fimm leikjum. Hann ætlar sér örugglega að breyta því núna. Cristiano Ronaldo er langmarkahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar frá upphafi með 130 mörk á móti 115 mörkum frá Lionel Messi. Ronaldo hefur líka unnið Meistaradeildina fimm sinnum en Messi hefur bara unnið hana fjórum sinnum. watch on YouTube Augu fótboltaheimsins verða örugglega á innbyrðis leikjum Barcelona og Juventus í Meistaradeildinni í vetur enda fáum við ekki mörg ár í viðbót með þeim Lionel Messi og Cristiano Ronaldo upp á sitt besta. Meistaradeildin verður áfram í beinni á Stöð 2 Sport og þar verða líka Meistaradeildarmessan og Meistaradeildarmörkin á hverju kvöldi sem leikir fara fram í riðlakeppninni. Fyrstu leikirnir í beinni verða Dynamo Kiev-Juventus (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 16.45) og PSG-Manchester United (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 18.50).
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir 7 dagar í Meistaradeildina: Fyrstu fullkomnu meistararnir Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við magnaða meistara síðasta tímabils. 13. október 2020 11:00 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Í beinni: Valur - Njarðvík | Meistaraefnin mæta í Valsheimilið Körfubolti Fleiri fréttir Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjá meira
7 dagar í Meistaradeildina: Fyrstu fullkomnu meistararnir Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við magnaða meistara síðasta tímabils. 13. október 2020 11:00