Þjófar á Granda reyndust stúlkur undir sakhæfisaldri Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. október 2020 23:16 Ýmis mál hafa komið inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag. Vísir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í verslun úti á Granda á fimmta tímanum í dag vegna þjófnaðar úr verslun. Þjófarnir reyndust vera „stúlkubörn undir sakhæfisaldri“ að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Málið leyst í samráði við foreldra stúlknanna og verður barnaverndaryfirvöldum gert viðvart. Laust fyrir klukkan átta í kvöld var kona handtekin, einnig vegna gruns um þjófnað úr verslun á Granda, en var hún látin laus að skýrslutöku lokinni. Ekki fylgir sögunni um hvaða verslun eða verslanir var að ræða. Þá var kona handtekin upp úr klukkan þrjú í dag vegna gruns um líkamsárás. Hún gistir nú fangageymslu þar til unnt verður að yfirheyra hana sem ekki hefur verið hægt sökum ástands konunnar. Þolandi er lítið meiddur en talið er að hann muni gangast undir læknisskoðun. Tveir karlmenn voru handteknir í kvöld vegna framleiðslu á kannabis. Um litla ræktun mun hafa verið að ræða og telst málið upplýst og verður sent ákærusviði lögreglu til frekari afgreiðslu. Ökumenn hneykslaðir á afskiptum lögreglu Umferðarslys varð á Digranesvegi í Kópavogi um klukkan sjö í kvöld þegar ökumaður sýndi ekki næga aðgát og hafnaði ökutæki hans á annarri bifreið. Áverkar voru minniháttar og tjón sömuleiðis að því er segir í dagbók lögreglu. Frá því upp úr hádegi í dag hefur lögreglan haft afskipti af nokkrum fjölda ökumanna vegna umferðarlagabrota, aksturs án ökuréttinda eða undir áhrifum fíkniefna. Þá voru alls sex ökumenn kærðir síðdegis í dag fyrir að aka götu í Álandi í Reykjavík þar sem akstur er bannaður öðrum en sjúkrabifreiðum. „Ökumenn voru hneykslaðir á afskiptum lögreglu og að þessi gata væri lokuð með þessum hætti. Ökumenn játuðu þó brot sín og vitneskju sína um að þessi gata væri lokuð almenni umferð og hver tilgangur hennar væri. Íbúar og fjöldi gangandi vegfarenda hrósuðu lögreglu fyrir framtakið um að stöðva háttalag sem þetta,“ er skrifað um mál þetta í tilkynningu lögreglunnar. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í verslun úti á Granda á fimmta tímanum í dag vegna þjófnaðar úr verslun. Þjófarnir reyndust vera „stúlkubörn undir sakhæfisaldri“ að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Málið leyst í samráði við foreldra stúlknanna og verður barnaverndaryfirvöldum gert viðvart. Laust fyrir klukkan átta í kvöld var kona handtekin, einnig vegna gruns um þjófnað úr verslun á Granda, en var hún látin laus að skýrslutöku lokinni. Ekki fylgir sögunni um hvaða verslun eða verslanir var að ræða. Þá var kona handtekin upp úr klukkan þrjú í dag vegna gruns um líkamsárás. Hún gistir nú fangageymslu þar til unnt verður að yfirheyra hana sem ekki hefur verið hægt sökum ástands konunnar. Þolandi er lítið meiddur en talið er að hann muni gangast undir læknisskoðun. Tveir karlmenn voru handteknir í kvöld vegna framleiðslu á kannabis. Um litla ræktun mun hafa verið að ræða og telst málið upplýst og verður sent ákærusviði lögreglu til frekari afgreiðslu. Ökumenn hneykslaðir á afskiptum lögreglu Umferðarslys varð á Digranesvegi í Kópavogi um klukkan sjö í kvöld þegar ökumaður sýndi ekki næga aðgát og hafnaði ökutæki hans á annarri bifreið. Áverkar voru minniháttar og tjón sömuleiðis að því er segir í dagbók lögreglu. Frá því upp úr hádegi í dag hefur lögreglan haft afskipti af nokkrum fjölda ökumanna vegna umferðarlagabrota, aksturs án ökuréttinda eða undir áhrifum fíkniefna. Þá voru alls sex ökumenn kærðir síðdegis í dag fyrir að aka götu í Álandi í Reykjavík þar sem akstur er bannaður öðrum en sjúkrabifreiðum. „Ökumenn voru hneykslaðir á afskiptum lögreglu og að þessi gata væri lokuð með þessum hætti. Ökumenn játuðu þó brot sín og vitneskju sína um að þessi gata væri lokuð almenni umferð og hver tilgangur hennar væri. Íbúar og fjöldi gangandi vegfarenda hrósuðu lögreglu fyrir framtakið um að stöðva háttalag sem þetta,“ er skrifað um mál þetta í tilkynningu lögreglunnar.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira