Segja kröfur vegna launaþjófnaðar nema milljarði á fimm árum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. október 2020 19:52 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Heildarkröfur Eflingar á hendur atvinnurekendum, vegna vangoldinna launa félagsmanna í Eflingu, nema ríflega milljarði sé horft til síðustu fimm ára. Stéttarfélagið hefur „blásið til herferðar til að þrýsta á um að launaþjófnaður atvinnurekenda gagnvart launafólki verði gerður refsiverður á Íslandi,“ líkt og það er orðað í tilkynningu frá Eflingu. Félagið vill meina að launaþjófnaður sé mun viðameira vandamál heldur en fyrrnefnd upphæð gefi til kynna. Önnur stéttarfélög taki við sambærilegum erindum en auk þess leiti ekki allir sem verði fyrir launaþjófnaði réttar síns gagnvart atvinnurekendum, til að mynda af ótta við að missa vinnuna. Þeim hafi þó farið fjölgandi sem leiti eftir aðstoð stéttarfélaga með erindi af þessum toga. Flestar kröfur nemi 380 til 490 þúsund krónum „Kröfum Kjaramálasviðs Eflingar fyrir hönd félagsmanna hefur fjölgað úr 200 á ári upp í 700 á síðustu fimm árum. Að sama skapi hefur heildarupphæð krafna farið stighækkandi og nam 345 milljónum króna á síðasta ári,“ segir í tilkynningu Eflingar. Algengast sé að kröfur stéttarfélagsins fyrir hönd einstakra félagsmanna nemi á bilinu 380 til 490 þúsund krónum og langan tíma geti tekið að innheimta hverja kröfu. „Á meðan situr launamaðurinn uppi með skaðann af því að geta ekki séð sér fyrir nauðþurftum og staðið skil á skuldbindingum eins og leigu,“ segir í tilkynningunni. Segja ekkert bóla á efndum gefinna loforða um viðurlög Þá vekur Efling máls á því í tilkynningu sinni að hvorki launaþjófnaður né önnur brot sem framin séu gagnvart „lágmarkskjörum verkafólks“ séu refsiverð á Íslandi, janvel þótt slík viðurlög sé að finna í kjarasamningum. „Efling fór fram á að viðurlög af þessu tagi yrðu sett inn í kjarasamning sinn við Samtök atvinnulífsins veturinn 2018 til 2019. Í framhaldi af því gáfu stjórnvöld loforð um að slík viðurlög yrðu sett inn í íslenska löggjöf í yfirlýsingu undir yfirskriftinni Stuðningur stjórnvalda við lífskjarasamningana. Ekkert bólar þó á efndum þrátt fyrir ítrekaðar áminningar þar um,“ segir í tilkynningunni. Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Braust inn og stal bjórkútum Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Heildarkröfur Eflingar á hendur atvinnurekendum, vegna vangoldinna launa félagsmanna í Eflingu, nema ríflega milljarði sé horft til síðustu fimm ára. Stéttarfélagið hefur „blásið til herferðar til að þrýsta á um að launaþjófnaður atvinnurekenda gagnvart launafólki verði gerður refsiverður á Íslandi,“ líkt og það er orðað í tilkynningu frá Eflingu. Félagið vill meina að launaþjófnaður sé mun viðameira vandamál heldur en fyrrnefnd upphæð gefi til kynna. Önnur stéttarfélög taki við sambærilegum erindum en auk þess leiti ekki allir sem verði fyrir launaþjófnaði réttar síns gagnvart atvinnurekendum, til að mynda af ótta við að missa vinnuna. Þeim hafi þó farið fjölgandi sem leiti eftir aðstoð stéttarfélaga með erindi af þessum toga. Flestar kröfur nemi 380 til 490 þúsund krónum „Kröfum Kjaramálasviðs Eflingar fyrir hönd félagsmanna hefur fjölgað úr 200 á ári upp í 700 á síðustu fimm árum. Að sama skapi hefur heildarupphæð krafna farið stighækkandi og nam 345 milljónum króna á síðasta ári,“ segir í tilkynningu Eflingar. Algengast sé að kröfur stéttarfélagsins fyrir hönd einstakra félagsmanna nemi á bilinu 380 til 490 þúsund krónum og langan tíma geti tekið að innheimta hverja kröfu. „Á meðan situr launamaðurinn uppi með skaðann af því að geta ekki séð sér fyrir nauðþurftum og staðið skil á skuldbindingum eins og leigu,“ segir í tilkynningunni. Segja ekkert bóla á efndum gefinna loforða um viðurlög Þá vekur Efling máls á því í tilkynningu sinni að hvorki launaþjófnaður né önnur brot sem framin séu gagnvart „lágmarkskjörum verkafólks“ séu refsiverð á Íslandi, janvel þótt slík viðurlög sé að finna í kjarasamningum. „Efling fór fram á að viðurlög af þessu tagi yrðu sett inn í kjarasamning sinn við Samtök atvinnulífsins veturinn 2018 til 2019. Í framhaldi af því gáfu stjórnvöld loforð um að slík viðurlög yrðu sett inn í íslenska löggjöf í yfirlýsingu undir yfirskriftinni Stuðningur stjórnvalda við lífskjarasamningana. Ekkert bólar þó á efndum þrátt fyrir ítrekaðar áminningar þar um,“ segir í tilkynningunni.
Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Braust inn og stal bjórkútum Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira