Glímir enn við höfuðmeiðsli og mætir ekki Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 13. október 2020 17:45 Sofia Jakobsson og Sveindís Jane Jónsdóttir á ferðinni þegar Svíþjóð og Ísland gerðu 1-1 jafntefli í síðasta mánuði. vísir/vilhelm Svíar verða með enn sterkari leikmannahóp en á Laugardalsvelli í september, í seinni leiknum við Íslendinga í baráttunni um sæti á EM kvenna í fótbolta. Svíþjóð og Ísland mætast í annað sinn á skömmum tíma í Gautaborg 27. október, eftir að hafa gert 1-1 jafntefli í Reykjavík. Liðin eru jöfn á toppi síns riðils með 13 stig en Svíar hafa fjórum mörkum betri markatölu. Liðið sem vinnur leikinn í Gautaborg á því góða von um að vinna riðilinn og komast beint á EM, en liðið í 2. sæti gæti einnig komist á EM. Här är damtruppen som samlas på måndag för nya EM-kvalmatcher 22 okt: - 18.4527 okt: - 18.30 pic.twitter.com/17r6etjXSM— Svensk Fotboll (@svenskfotboll) October 13, 2020 Líkt og í fyrri leiknum verða Svíar án Fridolinu Rolfö, leikmanns Wolfsburg. Hún fékk heilahristing í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, þar sem Wolfsburg tapaði 3-1 gegn Söru Björk Gunnarsdóttur og stöllum hennar í Lyon, og hefur ekki jafnað sig. „Við vonumst til þess að hún verði með í næsta verkefni,“ sagði Peter Gerhardsson, þjálfari Svía, þegar hann kynnti hópinn sinn í dag. „Það er erfitt fyrir okkur að vera að ræða um þessi meiðsli og Wolfsburg verður að gera það. En það er þó hægt að segja að það var ekki rétt sem heyrðist sagt, að um „minni háttar heilahristing“ hefði verið að ræða“ sagði Gerhardsson. Svíar verða áfram án síns aðalmarkmanns, Hedvig Lindahl, vegna meiðsla. Þeir endurheimta hins vegar bakvörðinn Hönnu Glas sem leikur með Bayern München. Að öðru leyti er hópurinn sá sami og kom til Reykjavíkur. Svíþjóð mætir Lettlandi í aðdraganda leiksins við Ísland, og getur með sigri í báðum leikjum tryggt sér sæti á EM. Ísland leikur aðeins gegn Svíþjóð í þessu verkefni en Jón Þór Hauksson kynnti hópinn sinn fyrir skömmu. Hópinn má sjá hér að neðan. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Jón Þór búinn að tilkynna hópinn fyrir Svíaleikinn og gerir eina breytingu Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir kemur inn í íslenska landsliðshópinn fyrir útileikinn á móti Svíum seinna í þessum mánuði. 9. október 2020 10:16 „Í okkar hugarfari um aldir alda að bregðast við kreppum og krísum“ Jón Þór Hauksson segir að ástandið í þjóðfélaginu setji vissulega strik í reikninginn fyrir undirbúning leiksins mikilvæga gegn Svíþjóð. 9. október 2020 14:03 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Sjá meira
Svíar verða með enn sterkari leikmannahóp en á Laugardalsvelli í september, í seinni leiknum við Íslendinga í baráttunni um sæti á EM kvenna í fótbolta. Svíþjóð og Ísland mætast í annað sinn á skömmum tíma í Gautaborg 27. október, eftir að hafa gert 1-1 jafntefli í Reykjavík. Liðin eru jöfn á toppi síns riðils með 13 stig en Svíar hafa fjórum mörkum betri markatölu. Liðið sem vinnur leikinn í Gautaborg á því góða von um að vinna riðilinn og komast beint á EM, en liðið í 2. sæti gæti einnig komist á EM. Här är damtruppen som samlas på måndag för nya EM-kvalmatcher 22 okt: - 18.4527 okt: - 18.30 pic.twitter.com/17r6etjXSM— Svensk Fotboll (@svenskfotboll) October 13, 2020 Líkt og í fyrri leiknum verða Svíar án Fridolinu Rolfö, leikmanns Wolfsburg. Hún fékk heilahristing í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, þar sem Wolfsburg tapaði 3-1 gegn Söru Björk Gunnarsdóttur og stöllum hennar í Lyon, og hefur ekki jafnað sig. „Við vonumst til þess að hún verði með í næsta verkefni,“ sagði Peter Gerhardsson, þjálfari Svía, þegar hann kynnti hópinn sinn í dag. „Það er erfitt fyrir okkur að vera að ræða um þessi meiðsli og Wolfsburg verður að gera það. En það er þó hægt að segja að það var ekki rétt sem heyrðist sagt, að um „minni háttar heilahristing“ hefði verið að ræða“ sagði Gerhardsson. Svíar verða áfram án síns aðalmarkmanns, Hedvig Lindahl, vegna meiðsla. Þeir endurheimta hins vegar bakvörðinn Hönnu Glas sem leikur með Bayern München. Að öðru leyti er hópurinn sá sami og kom til Reykjavíkur. Svíþjóð mætir Lettlandi í aðdraganda leiksins við Ísland, og getur með sigri í báðum leikjum tryggt sér sæti á EM. Ísland leikur aðeins gegn Svíþjóð í þessu verkefni en Jón Þór Hauksson kynnti hópinn sinn fyrir skömmu. Hópinn má sjá hér að neðan.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Jón Þór búinn að tilkynna hópinn fyrir Svíaleikinn og gerir eina breytingu Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir kemur inn í íslenska landsliðshópinn fyrir útileikinn á móti Svíum seinna í þessum mánuði. 9. október 2020 10:16 „Í okkar hugarfari um aldir alda að bregðast við kreppum og krísum“ Jón Þór Hauksson segir að ástandið í þjóðfélaginu setji vissulega strik í reikninginn fyrir undirbúning leiksins mikilvæga gegn Svíþjóð. 9. október 2020 14:03 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Sjá meira
Jón Þór búinn að tilkynna hópinn fyrir Svíaleikinn og gerir eina breytingu Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir kemur inn í íslenska landsliðshópinn fyrir útileikinn á móti Svíum seinna í þessum mánuði. 9. október 2020 10:16
„Í okkar hugarfari um aldir alda að bregðast við kreppum og krísum“ Jón Þór Hauksson segir að ástandið í þjóðfélaginu setji vissulega strik í reikninginn fyrir undirbúning leiksins mikilvæga gegn Svíþjóð. 9. október 2020 14:03