Hefjast handa við nýja áletrun á næsta vegg Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. október 2020 16:15 Tekið til hendinni. Vísir/Vilhelm Hafist hefur verið handa við að mála annað ákall um nýja stjórnarskrá á vegg við Skúlagötu, rétt fyrir neðan Þjóðleikhúsið. Veggurinn er skammt fyrir aftan þann sem skartaði öðru slíku ákalli, sem þrifið var burt í gær. Stór áletrun, „Hvar er nýja stjórnarskráin?“, var máluð á vegg við Skúlagötu, rétt við húsnæði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, um helgina. Menn með háþrýstisprautur mættu og hófu að þvo verkið af veggnum í gær, sem fékk þannig aðeins að standa í tvo sólarhringa. Katrín Oddsdóttir formaður Stjórnarskrárfélagsins sagði í samtali við Vísi í gær að það skyti skökku við að áletrunin hafi verið fjarlægt svo fljótt í ljósi þess að engin afskipti hafi verið höfð af veggjakrotinu hingað til. Hún kvaðst líta á verknaðinn sem þöggun. Nú hafa stuðningsmenn nýju stjórnarskrárinnar hafist handa við aðra áletrun á vegg fyrir aftan gamla vegginn, sem stefnt er að því að verði með sambærilegu sniði og sú fyrri. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata ræðir við Þorvald Gylfason, hagfræðing, við vegginn nú síðdegis.Vísir/vilhelm Samkvæmt upplýsingum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu sá húsvörður, sem var í húsi ráðuneytisins til 15. júlí, áður um að halda veggjakroti á lóðinni í skefjum eftir bestu getu. Hann hafi þurft að mála og þrífa húsið að utan nokkuð reglulega. Nú hefur Umbra rekstrarfélag stjórnarráðsins hins vegar tekið við og sér um þrif og eftirlit með eigum stjórnarráðsins. Rekstrarstjóri ráðuneytisins tilkynnti málið til Umbru, sem skipulagði þrifin. Það var í annað sinn sem Umbra þrífur veggi við húsið í haust. Grunnurinn gerður svartur.Vísir/Vilhelm Málningarrúllurnar til reiðu.Vísir/vilhelm Stjórnarskrá Reykjavík Tengdar fréttir Stjórnvöld hafi „háþrýstiþvegið“ sannleikann burt Þingmenn Pírata lýstu yfir furðu og óánægju með það á Alþingi nú síðdegis að áletrunin „Hvar er stjórnarskráin?“ skyldi hafa verið fjarlægð af vegg við Sjávarútvegshúsið við Skúlagötu í gær. 13. október 2020 15:17 Brugðust við ábendingu frá ráðuneytinu og létu fjarlægja áletrunina Rekstrarfélagi stjórnarráðsins barst ábending frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu um áletrun sem máluð hafði verið á vegg við húsnæði ráðuneytisins um helgina og því var hún fjarlægð í gær, að sögn framkvæmdastjóra. 13. október 2020 12:58 Sex af hverjum tíu telja mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá Um sex af hverjum tíu segjast nú telja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili. Það er meira en tvöfaldur sá fjöldi sem telur það lítilvægt. 13. október 2020 12:18 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Hafist hefur verið handa við að mála annað ákall um nýja stjórnarskrá á vegg við Skúlagötu, rétt fyrir neðan Þjóðleikhúsið. Veggurinn er skammt fyrir aftan þann sem skartaði öðru slíku ákalli, sem þrifið var burt í gær. Stór áletrun, „Hvar er nýja stjórnarskráin?“, var máluð á vegg við Skúlagötu, rétt við húsnæði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, um helgina. Menn með háþrýstisprautur mættu og hófu að þvo verkið af veggnum í gær, sem fékk þannig aðeins að standa í tvo sólarhringa. Katrín Oddsdóttir formaður Stjórnarskrárfélagsins sagði í samtali við Vísi í gær að það skyti skökku við að áletrunin hafi verið fjarlægt svo fljótt í ljósi þess að engin afskipti hafi verið höfð af veggjakrotinu hingað til. Hún kvaðst líta á verknaðinn sem þöggun. Nú hafa stuðningsmenn nýju stjórnarskrárinnar hafist handa við aðra áletrun á vegg fyrir aftan gamla vegginn, sem stefnt er að því að verði með sambærilegu sniði og sú fyrri. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata ræðir við Þorvald Gylfason, hagfræðing, við vegginn nú síðdegis.Vísir/vilhelm Samkvæmt upplýsingum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu sá húsvörður, sem var í húsi ráðuneytisins til 15. júlí, áður um að halda veggjakroti á lóðinni í skefjum eftir bestu getu. Hann hafi þurft að mála og þrífa húsið að utan nokkuð reglulega. Nú hefur Umbra rekstrarfélag stjórnarráðsins hins vegar tekið við og sér um þrif og eftirlit með eigum stjórnarráðsins. Rekstrarstjóri ráðuneytisins tilkynnti málið til Umbru, sem skipulagði þrifin. Það var í annað sinn sem Umbra þrífur veggi við húsið í haust. Grunnurinn gerður svartur.Vísir/Vilhelm Málningarrúllurnar til reiðu.Vísir/vilhelm
Stjórnarskrá Reykjavík Tengdar fréttir Stjórnvöld hafi „háþrýstiþvegið“ sannleikann burt Þingmenn Pírata lýstu yfir furðu og óánægju með það á Alþingi nú síðdegis að áletrunin „Hvar er stjórnarskráin?“ skyldi hafa verið fjarlægð af vegg við Sjávarútvegshúsið við Skúlagötu í gær. 13. október 2020 15:17 Brugðust við ábendingu frá ráðuneytinu og létu fjarlægja áletrunina Rekstrarfélagi stjórnarráðsins barst ábending frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu um áletrun sem máluð hafði verið á vegg við húsnæði ráðuneytisins um helgina og því var hún fjarlægð í gær, að sögn framkvæmdastjóra. 13. október 2020 12:58 Sex af hverjum tíu telja mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá Um sex af hverjum tíu segjast nú telja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili. Það er meira en tvöfaldur sá fjöldi sem telur það lítilvægt. 13. október 2020 12:18 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Stjórnvöld hafi „háþrýstiþvegið“ sannleikann burt Þingmenn Pírata lýstu yfir furðu og óánægju með það á Alþingi nú síðdegis að áletrunin „Hvar er stjórnarskráin?“ skyldi hafa verið fjarlægð af vegg við Sjávarútvegshúsið við Skúlagötu í gær. 13. október 2020 15:17
Brugðust við ábendingu frá ráðuneytinu og létu fjarlægja áletrunina Rekstrarfélagi stjórnarráðsins barst ábending frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu um áletrun sem máluð hafði verið á vegg við húsnæði ráðuneytisins um helgina og því var hún fjarlægð í gær, að sögn framkvæmdastjóra. 13. október 2020 12:58
Sex af hverjum tíu telja mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá Um sex af hverjum tíu segjast nú telja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili. Það er meira en tvöfaldur sá fjöldi sem telur það lítilvægt. 13. október 2020 12:18