Handboltinn á Íslandi ætlar að gefa sér út júnímánuð til að klára tímabilið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2020 15:00 Verðlaunaafhendingar eru líka óvenjulegar á COVID-19 tímum eins og sjá má hér þegar Martha Hermannsdóttir, fyrirliði KA/Þór, sækir sjálf bikarinn eftir sigur í Meistarakeppni HSÍ í haust. Vísir/Halldór Ingi Seinni bylgjan ræddi í gær við framkvæmdastjóra Handknattleikssambands Íslands um það hvort að kórónuveirufaraldurinn ógnaði öðru Íslandsmótinu í röð en HSÍ frestaði á dögunum öllum leikjum í tvær vikur. Seinni bylgjan var með þátt í gær þrátt fyrir að engir handboltaleikir fari fram þessa dagana en þar notaði Henry Birgir Gunnarsson tækifærið til að forvitnast meira um stöðuna á Íslandsmótinu handbolta nú þegar Ísland er að berjast við þriðju bylgjuna af COVID-19. Handknattleikssamband Íslands ákvað 7. október síðastliðinn að fresta öllum leikjum í tvær vikur vegna hertra aðgerða til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar. Ákvörðunin kom í framhaldi á tilmælum sóttvarnarlæknis og Almannavarna um að gert verði hlé á íþróttastarfi en staðan verður síðan endurmetin að þeim tíma liðnum. Handboltinn þurfti eins og körfuboltinn að aflýsa úrslitakeppnum sínum síðasta vor vegna umrædds kórónuveirufaraldar og þess vegna voru engir Íslandsmeistarar krýndir árið 2020. Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, hitti Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóra HSÍ og forvitnaðist um hver staðan væri á Íslandsmótunum vegna þessarar þriðju bylgju af COVID-19. HSÍ er auðvitað farið að horfa á veturinn í heild sinni út frá þessu óvænta hléi en hver er lokadagurinn til að ná að klára Íslandsmótið næsta vor? „Við erum búin að gefa það út til hreyfingarinnar að við ætlum að gefa okkur alla vegna út júní. Ef við lendum í þessu aftur eftir áramót eða þegar líður á vorið þá munum við gefa okkur tíma. Við horfum á lok júní,“ sagði Róbert Geir Gíslason. Eru félögin og leikmenn sátt með það? „Þau viðbrögð sem við fengum þegar við kynntum þetta voru bara góð. Ég held að það séu allir tilbúnir að leggja á sig það sem þarf til að klára tímabilið. Við erum bara rétt að byrja og það er langt í að við þurfum að hafa áhyggjur af þessu,“ sagði Róbert Geir en bætti við: „Það vill enginn þurfa að enda annað tímabil í röð án þess að geta lokið því.“ Það má sjá spjall Róberts og Henrys Birgis hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Staðan á Íslandsmótinu í handbolta næsta vor Olís-deild karla Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Sjá meira
Seinni bylgjan ræddi í gær við framkvæmdastjóra Handknattleikssambands Íslands um það hvort að kórónuveirufaraldurinn ógnaði öðru Íslandsmótinu í röð en HSÍ frestaði á dögunum öllum leikjum í tvær vikur. Seinni bylgjan var með þátt í gær þrátt fyrir að engir handboltaleikir fari fram þessa dagana en þar notaði Henry Birgir Gunnarsson tækifærið til að forvitnast meira um stöðuna á Íslandsmótinu handbolta nú þegar Ísland er að berjast við þriðju bylgjuna af COVID-19. Handknattleikssamband Íslands ákvað 7. október síðastliðinn að fresta öllum leikjum í tvær vikur vegna hertra aðgerða til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar. Ákvörðunin kom í framhaldi á tilmælum sóttvarnarlæknis og Almannavarna um að gert verði hlé á íþróttastarfi en staðan verður síðan endurmetin að þeim tíma liðnum. Handboltinn þurfti eins og körfuboltinn að aflýsa úrslitakeppnum sínum síðasta vor vegna umrædds kórónuveirufaraldar og þess vegna voru engir Íslandsmeistarar krýndir árið 2020. Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, hitti Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóra HSÍ og forvitnaðist um hver staðan væri á Íslandsmótunum vegna þessarar þriðju bylgju af COVID-19. HSÍ er auðvitað farið að horfa á veturinn í heild sinni út frá þessu óvænta hléi en hver er lokadagurinn til að ná að klára Íslandsmótið næsta vor? „Við erum búin að gefa það út til hreyfingarinnar að við ætlum að gefa okkur alla vegna út júní. Ef við lendum í þessu aftur eftir áramót eða þegar líður á vorið þá munum við gefa okkur tíma. Við horfum á lok júní,“ sagði Róbert Geir Gíslason. Eru félögin og leikmenn sátt með það? „Þau viðbrögð sem við fengum þegar við kynntum þetta voru bara góð. Ég held að það séu allir tilbúnir að leggja á sig það sem þarf til að klára tímabilið. Við erum bara rétt að byrja og það er langt í að við þurfum að hafa áhyggjur af þessu,“ sagði Róbert Geir en bætti við: „Það vill enginn þurfa að enda annað tímabil í röð án þess að geta lokið því.“ Það má sjá spjall Róberts og Henrys Birgis hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Staðan á Íslandsmótinu í handbolta næsta vor
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Sjá meira