Ráðin sem þú þarft fyrir litaval heimilisins Slippfélagið 13. október 2020 12:46 Sesselja Thorberg hönnuður, betur þekkt sem Fröken Fix, hefur átt í farsælu samstarfi við Slippfélagið í tíu ár. Slippfélagið „Lífið á að vera skemmtilegt. Ég nenni ekki að hafa hönnun alvarlega og þunga, hún á miklu frekar að tengjast gleði,“ segir hönnuðurinn Sesselja Thorberg, eða Fröken Fix en hún gefur góð ráð í skemmtilegum myndböndum á heimasíðu Slippfélagsins varðandi málningu og litaval. Nú er kjörið að nýta tímann heimavið og taka aðeins í gegn fyrir jólin. Fröken Fix lumar á ýmsum trixum þegar kemur að því að fríska upp á heimilið. Trendið kemur frá umhverfinu „Ég hef tileinkað mér ákveðnar reglur þegar kemur að því að velja lit inn á heimili og elti til dæmis ekki tískustrauma. Í myndböndunum lýsi ég meðal annars hvernig fólk getur frekar fundið sitt eigið trend út frá heimilinu sjálfu, til dæmis út frá því hverskonar birta kemur inn, er hún úr suðri eða norðri, hvernig húsgögn eru á heimilinu og hvernig umhverfi er fyrir utan gluggana,“ útskýrir Sesselja. Fröken Fix hönnunarstudio er tíu ára í ár og hefur alla tíð átt í farsælu samstarfi við Slippfélagið. „Ég er alltaf niðri í Slippfélagi að blanda málningu, þróa liti og tala um málningu í tengslum við mín verkefni. Okkur langaði til þess að gera eitthvað skemmtilegt í tilefni tíu ára samstarfsafmælisins og þau hjá Slippfélaginu sögðu þá, „af hverju gerum við ekki eitthvað við allan þennan fróðleik og þekkingu sem vellur stanslaust upp úr þér!“ Þannig kviknaði hugmyndin að myndböndunum,“ segir Sesselja. Hér fyrir neðan má sjá nokkur trix frá Fröken Fix sem nýtast við litaval. Íslensk birta Við þekkjum öll hvað það eru miklar andstæður í íslensku veðráttunni eftir árstíðum. Dimmir vetur og björt sumur gera það að verkum að það virka ekki allir litir í íslensku birtunni. Fröken Fix fræðir okkur um þá liti sem njóta sín á þessu skeri okkar. Litirnir sem koma fram í myndbandinu Íslensk birta Húsgögnin Hvað þýðir að „doubla“? Það tengist því hvernig þú færð húsgögnin til að njóta sín í umhverfi sínu með litum. Fröken fix fer ítarlega yfir hvernig þú nærð að skapa réttu stemminguna heima hjá þér með málningu og litum. Snilldarráð í boði Fröken Fix! Þessir litir koma fram í ráðleggingum varðandi litaval út frá húsgögnum Hús og heimili Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Eldhúspartý KVIK er á laugardaginn Hug-A-Lums þyngdarbangsar sem allir elska The Ultimate Eagles halda tónleika í Hörpu Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Heilbrigður hársvörður er lykillinn að fallegu hári Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Fékk sterkari bein án lyfja Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Uppselt, uppselt og aukatónleikum bætt við Sumar á Sýrlandi Skapaðu góðar minningar með Heimsferðum Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lærðu að tala við gervigreindina og fá svör sem virka! Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Sjá meira
„Lífið á að vera skemmtilegt. Ég nenni ekki að hafa hönnun alvarlega og þunga, hún á miklu frekar að tengjast gleði,“ segir hönnuðurinn Sesselja Thorberg, eða Fröken Fix en hún gefur góð ráð í skemmtilegum myndböndum á heimasíðu Slippfélagsins varðandi málningu og litaval. Nú er kjörið að nýta tímann heimavið og taka aðeins í gegn fyrir jólin. Fröken Fix lumar á ýmsum trixum þegar kemur að því að fríska upp á heimilið. Trendið kemur frá umhverfinu „Ég hef tileinkað mér ákveðnar reglur þegar kemur að því að velja lit inn á heimili og elti til dæmis ekki tískustrauma. Í myndböndunum lýsi ég meðal annars hvernig fólk getur frekar fundið sitt eigið trend út frá heimilinu sjálfu, til dæmis út frá því hverskonar birta kemur inn, er hún úr suðri eða norðri, hvernig húsgögn eru á heimilinu og hvernig umhverfi er fyrir utan gluggana,“ útskýrir Sesselja. Fröken Fix hönnunarstudio er tíu ára í ár og hefur alla tíð átt í farsælu samstarfi við Slippfélagið. „Ég er alltaf niðri í Slippfélagi að blanda málningu, þróa liti og tala um málningu í tengslum við mín verkefni. Okkur langaði til þess að gera eitthvað skemmtilegt í tilefni tíu ára samstarfsafmælisins og þau hjá Slippfélaginu sögðu þá, „af hverju gerum við ekki eitthvað við allan þennan fróðleik og þekkingu sem vellur stanslaust upp úr þér!“ Þannig kviknaði hugmyndin að myndböndunum,“ segir Sesselja. Hér fyrir neðan má sjá nokkur trix frá Fröken Fix sem nýtast við litaval. Íslensk birta Við þekkjum öll hvað það eru miklar andstæður í íslensku veðráttunni eftir árstíðum. Dimmir vetur og björt sumur gera það að verkum að það virka ekki allir litir í íslensku birtunni. Fröken Fix fræðir okkur um þá liti sem njóta sín á þessu skeri okkar. Litirnir sem koma fram í myndbandinu Íslensk birta Húsgögnin Hvað þýðir að „doubla“? Það tengist því hvernig þú færð húsgögnin til að njóta sín í umhverfi sínu með litum. Fröken fix fer ítarlega yfir hvernig þú nærð að skapa réttu stemminguna heima hjá þér með málningu og litum. Snilldarráð í boði Fröken Fix! Þessir litir koma fram í ráðleggingum varðandi litaval út frá húsgögnum
Hús og heimili Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Eldhúspartý KVIK er á laugardaginn Hug-A-Lums þyngdarbangsar sem allir elska The Ultimate Eagles halda tónleika í Hörpu Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Heilbrigður hársvörður er lykillinn að fallegu hári Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Fékk sterkari bein án lyfja Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Uppselt, uppselt og aukatónleikum bætt við Sumar á Sýrlandi Skapaðu góðar minningar með Heimsferðum Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lærðu að tala við gervigreindina og fá svör sem virka! Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Sjá meira