Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í Reykjavík 2022 í stað 2020 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. október 2020 08:59 Juliette Binoche tekur hér við heiðursverðlaunum Evrópsku kvikmyndaakademíunnar á verðlaunahátíðinni í fyrra. Getty/Clemens Bilan - Pool/ Verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2020 sem halda átti í Reykjavík í desember verður haldin rafrænt og án áhorfenda í Berlín þann 12. desember næstkomandi. Í staðinn verða Evrópsku kvikmyndaverðlaunin veitt í Reykjavík í desember árið 2022. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Evrópsku kvikmyndaakademíunni en ákvörðunin er tekin í ljósi kórónuveirufaraldursins. Í tilkynningunni segir að ákvörðunin sé tekin í fullu og góðu samráði við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra, og Lilju Dögg Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Venju samkvæmt mun hátíðin fara fram í Berlín á næsta ári þar sem hún er haldin annað hvert ár og hitt árið er hún svo haldin í einhverri evrópskri borg, líkt og átti að gera í ár. Í tilkynningunni segir að kórónuveirufaraldurinn hafi mikil áhrif á Evrópsku kvikmyndaverðlaunin líkt og aðra viðburði um heim allan. Þannig verða tilnefningar til verðlaunanna einnig tilkynntar rafrænt og þá vinnur Evrópska kvikmyndaakademían að því að halda viðburði rafrænt í tengslum við verðlaunahátíðina sjálfa. Haft er eftir Mike Downey, formanni Evrópsku kvikmyndaakademíunnar, að ákvörðunin um að halda hátíðina rafrænt hafi ekki verið auðveld. Hann vonist hins vegar til þess að það verði að halda enn betri viðburð á Íslandi árið 2022 þegar heimurinn hafi vonandi sigrast á Covid-19. Undir þetta taka bæði Lilja og Dagur í tilkynningunni. „Við erum bjartsýn og spennt að vinna með Evrópsku kvikmyndaakademíunni að skipulagningu verðlaunahátíðarinnar árið 2022 og vonumst til að sjá ykkur öll í Reykjavík eftir tvö ár,“ segir Lilja. „Þetta er eina skynsamlega ákvörðunin sem hægt er að taka á þessum tímapunkti. Að tveimur árum liðnum höfum við vonandi sigrast á veirunni og það verður bara meira spennandi að halda þennan frábæra viðburð í Hörpu, okkar fallegu tónlistar- og ráðstefnuhöll,” segir Dagur. Bíó og sjónvarp Reykjavík Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Menning Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Fleiri fréttir Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2020 sem halda átti í Reykjavík í desember verður haldin rafrænt og án áhorfenda í Berlín þann 12. desember næstkomandi. Í staðinn verða Evrópsku kvikmyndaverðlaunin veitt í Reykjavík í desember árið 2022. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Evrópsku kvikmyndaakademíunni en ákvörðunin er tekin í ljósi kórónuveirufaraldursins. Í tilkynningunni segir að ákvörðunin sé tekin í fullu og góðu samráði við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra, og Lilju Dögg Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Venju samkvæmt mun hátíðin fara fram í Berlín á næsta ári þar sem hún er haldin annað hvert ár og hitt árið er hún svo haldin í einhverri evrópskri borg, líkt og átti að gera í ár. Í tilkynningunni segir að kórónuveirufaraldurinn hafi mikil áhrif á Evrópsku kvikmyndaverðlaunin líkt og aðra viðburði um heim allan. Þannig verða tilnefningar til verðlaunanna einnig tilkynntar rafrænt og þá vinnur Evrópska kvikmyndaakademían að því að halda viðburði rafrænt í tengslum við verðlaunahátíðina sjálfa. Haft er eftir Mike Downey, formanni Evrópsku kvikmyndaakademíunnar, að ákvörðunin um að halda hátíðina rafrænt hafi ekki verið auðveld. Hann vonist hins vegar til þess að það verði að halda enn betri viðburð á Íslandi árið 2022 þegar heimurinn hafi vonandi sigrast á Covid-19. Undir þetta taka bæði Lilja og Dagur í tilkynningunni. „Við erum bjartsýn og spennt að vinna með Evrópsku kvikmyndaakademíunni að skipulagningu verðlaunahátíðarinnar árið 2022 og vonumst til að sjá ykkur öll í Reykjavík eftir tvö ár,“ segir Lilja. „Þetta er eina skynsamlega ákvörðunin sem hægt er að taka á þessum tímapunkti. Að tveimur árum liðnum höfum við vonandi sigrast á veirunni og það verður bara meira spennandi að halda þennan frábæra viðburð í Hörpu, okkar fallegu tónlistar- og ráðstefnuhöll,” segir Dagur.
Bíó og sjónvarp Reykjavík Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Menning Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Fleiri fréttir Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira