Kveið því að fara í skólann og fékk fallegt bréf frá Klopp Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. október 2020 09:30 Jürgen Klopp sendi ungum stuðningsmanni Liverpool fallegt bréf. getty/Laurence Griffiths Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sendi ungum stuðningsmanni liðsins bréf þar sem hann stappaði í hann stálinu. Í sumar sendi hinn ellefu ára Lewis Balfe Klopp bréf þar sem hann sagðist kvíða fyrir því að fara í skólann. Klopp svaraði stráknum á dögunum. „Halló Lewis, má ég byrja á að segja þér leyndarmál. Ég verð stressaður. Til að vera hreinskilinn hefði ég áhyggjur ef ég yrði ekki stressaður því það gefur mér tækifæri til að nýta þá orku í eitthvað jákvætt. Ég veit að það kann að vera skrítið að heyra að stjóra Liverpool líði eins og þér en svoleiðis er það,“ skrifaði Klopp í bréfinu til Balfes. „Af bréfinu að dæma ertu mjög hugsandi og umhyggjusamur og þegar þú býrð yfir þeim eiginleikum er erfitt að vera ekki stressaður. Þú spurðir mig hvað ég gerði þegar leikmönnunum líður svona og svarið er einfalt. Ég minni þá á hversu mikilvægir þeir eru mér og hversu mikla trú ég hef á þeim. Ég efa það ekki að það er svipað hjá þér og fjölskyldu þinni. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að slæmir hlutir gerist. Ég hef tapað þónokkrum úrslitaleikjum, það er ekki skemmtileg tilfinning en með hjálp fjölskyldu og vina held ég áfram og á endanum kemur eitthvað gott út úr því.“ Klopp hvatti Balfe til að vera jákvæður og sagðist vera viss um að hann ætti bjarta framtíð fyrir höndum. „Og ekki gleyma að þú ert hluti af Liverpool fjölskyldunni og það þýðir að það eru milljónir manna alveg eins og þú sem vilja að þú verðir eins hamingjusamur og mögulegt er. Stuðningur þinn skiptir mig og alla hjá Liverpool miklu máli og vonandi sýnir þetta bréf að við styðjum þig líka. Þú gengur aldrei einsamall,“ skrifaði Klopp. Bréfið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. A young boy wrote to Jurgen Klopp because he was feeling nervous about starting school...Klopp sent back a truly brilliant letter @balfe_mils pic.twitter.com/P2Bpl3sljA— Goal (@goal) October 12, 2020 Enski boltinn Tengdar fréttir Michael Oliver dæmir Bítlaborgarslaginn Enska úrvalsdeildin hefur gefið út hvaða dómarar verða með flauturnar, með flöggin og í VARherberginu í fimmtu umferðinni. 12. október 2020 22:15 Valdataka eða björgunaraðgerð? Umdeild tillaga frá Man. Utd og Liverpool Það lítur út fyrir að ætli liðin í neðri deildunum að fá aðstoð frá ensku úrvalsdeildinni þá þurfi þau að færa stærstu og ríkustu klúbbunum enn meiri völd. Þetta er að marga mati inntakið í „Project Big Picture“ tillögunni. 12. október 2020 12:01 Spyr hvort Van Dijk sé of ánægður með sjálfan sig Sol Campbell segir að Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, hafi orðið full kærulaus og það kannski skiljanlega. 12. október 2020 11:00 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sendi ungum stuðningsmanni liðsins bréf þar sem hann stappaði í hann stálinu. Í sumar sendi hinn ellefu ára Lewis Balfe Klopp bréf þar sem hann sagðist kvíða fyrir því að fara í skólann. Klopp svaraði stráknum á dögunum. „Halló Lewis, má ég byrja á að segja þér leyndarmál. Ég verð stressaður. Til að vera hreinskilinn hefði ég áhyggjur ef ég yrði ekki stressaður því það gefur mér tækifæri til að nýta þá orku í eitthvað jákvætt. Ég veit að það kann að vera skrítið að heyra að stjóra Liverpool líði eins og þér en svoleiðis er það,“ skrifaði Klopp í bréfinu til Balfes. „Af bréfinu að dæma ertu mjög hugsandi og umhyggjusamur og þegar þú býrð yfir þeim eiginleikum er erfitt að vera ekki stressaður. Þú spurðir mig hvað ég gerði þegar leikmönnunum líður svona og svarið er einfalt. Ég minni þá á hversu mikilvægir þeir eru mér og hversu mikla trú ég hef á þeim. Ég efa það ekki að það er svipað hjá þér og fjölskyldu þinni. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að slæmir hlutir gerist. Ég hef tapað þónokkrum úrslitaleikjum, það er ekki skemmtileg tilfinning en með hjálp fjölskyldu og vina held ég áfram og á endanum kemur eitthvað gott út úr því.“ Klopp hvatti Balfe til að vera jákvæður og sagðist vera viss um að hann ætti bjarta framtíð fyrir höndum. „Og ekki gleyma að þú ert hluti af Liverpool fjölskyldunni og það þýðir að það eru milljónir manna alveg eins og þú sem vilja að þú verðir eins hamingjusamur og mögulegt er. Stuðningur þinn skiptir mig og alla hjá Liverpool miklu máli og vonandi sýnir þetta bréf að við styðjum þig líka. Þú gengur aldrei einsamall,“ skrifaði Klopp. Bréfið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. A young boy wrote to Jurgen Klopp because he was feeling nervous about starting school...Klopp sent back a truly brilliant letter @balfe_mils pic.twitter.com/P2Bpl3sljA— Goal (@goal) October 12, 2020
Enski boltinn Tengdar fréttir Michael Oliver dæmir Bítlaborgarslaginn Enska úrvalsdeildin hefur gefið út hvaða dómarar verða með flauturnar, með flöggin og í VARherberginu í fimmtu umferðinni. 12. október 2020 22:15 Valdataka eða björgunaraðgerð? Umdeild tillaga frá Man. Utd og Liverpool Það lítur út fyrir að ætli liðin í neðri deildunum að fá aðstoð frá ensku úrvalsdeildinni þá þurfi þau að færa stærstu og ríkustu klúbbunum enn meiri völd. Þetta er að marga mati inntakið í „Project Big Picture“ tillögunni. 12. október 2020 12:01 Spyr hvort Van Dijk sé of ánægður með sjálfan sig Sol Campbell segir að Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, hafi orðið full kærulaus og það kannski skiljanlega. 12. október 2020 11:00 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira
Michael Oliver dæmir Bítlaborgarslaginn Enska úrvalsdeildin hefur gefið út hvaða dómarar verða með flauturnar, með flöggin og í VARherberginu í fimmtu umferðinni. 12. október 2020 22:15
Valdataka eða björgunaraðgerð? Umdeild tillaga frá Man. Utd og Liverpool Það lítur út fyrir að ætli liðin í neðri deildunum að fá aðstoð frá ensku úrvalsdeildinni þá þurfi þau að færa stærstu og ríkustu klúbbunum enn meiri völd. Þetta er að marga mati inntakið í „Project Big Picture“ tillögunni. 12. október 2020 12:01
Spyr hvort Van Dijk sé of ánægður með sjálfan sig Sol Campbell segir að Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, hafi orðið full kærulaus og það kannski skiljanlega. 12. október 2020 11:00